Ísfirðingar útvega lóð undir lendingarstað fyrir geimverur Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2023 08:00 Elísabet Gunnarsdóttir hjá ArtsIceland hefur unnið að því að koma upp verki hins þýska Björn Dahlem á Ísafirði í samstarfi við listamanninn. Vonast er til að verkið verði komið upp á næstu mánuðum. Aðsendar Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu nefndar um stofnun lóðar undir listaverkið Lendingarstað fyrir geimskip á Seljalandsdal fyrir ofan bæinn. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs, en um er að ræða sex metra hátt listaverk þýska listamannsins Björn Dahlem sem til stendur að reisa á bílastæði við gamla skíðaskálann á næstu mánuðum. Elísabet Gunnarsdóttir hjá ArtsIceland hefur verið tengiliður Dahlem sem starfar við Bauhaus-háskólann í Weimar, og unnið að því að láta verkið verða að veruleika í firðinum. „Björn Dahlem var hjá okkur á Ísafirði skömmu fyrir Covid og varð strax hrifinn og sá fyrir sér að verkið gæti sæmt sér vel á Seljalandsdal. Hann er búinn að fjármagna verkið og stefnir að því að setja upp svona verk víðs vegar um heim, meðal annars í Japan.“ „Drulluhrædd“ Elísabet segir staðsetninguna vera alveg frábæra þarna fyrir ofan bæinn. „Það er góður vegur þangað upp að gönguskíðasvæðinu. En hugsunin er að verkið verði þarna tímabundið í nokkur ár, kannski þrjú til fimm. Við ætluðum í þetta núna í ágúst eða september en það er möguleiki að þetta dragist fram á vor. Það þarf að byggja pall og koma skúlptúrnum svo ofan á.“ Hún segir þó einhverja „drulluhrædda“ við hugmyndir um að koma upp slíkum lendingarstað fyrir geimverur. „Ég fæ alls konar skemmtilegar athugasemdir, eins og hvernig eigi að verjast geimverunum ef þær koma, hvort þetta verði eins með skemmtiferðaskipin, að geimverurnar flæði yfir bæinn eins og ferðamennirnir. Fólk er nú samt yfirleitt brosandi þegar það kemur með þessar athugasemdir,“ segir Elísabet. Hún segir um sex metra turn að ræða með speglum á. „Þannig að hann sést langt að. Þetta er líka hugsað sem íhugunarstaður þar sem fólk gæti sest niður, velt fyrir sér öðrum víddum og komist út úr hversdeginum. Það er hugsunin á bakvið þetta.“ Mikið aðdráttarafl Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segist sömuleiðis mjög spennt fyrir því að fá listaverkið til bæjarins. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og kallast kannski svolítið á við útsýnispallinn í Bolungarvík. Þetta er hugsað bæði fyrir ferðamenn og heimamenn og verður auðvitað staðsett á miklu útivistarsvæði í Seljalandsdal. Ég held að þetta verði mikið aðdráttarafl, hvort sem það verður fyrir geimverur eða aðra,“ segir Arna Lára létt í bragði. Styttur og útilistaverk Ísafjarðarbær Geimurinn Menning Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs, en um er að ræða sex metra hátt listaverk þýska listamannsins Björn Dahlem sem til stendur að reisa á bílastæði við gamla skíðaskálann á næstu mánuðum. Elísabet Gunnarsdóttir hjá ArtsIceland hefur verið tengiliður Dahlem sem starfar við Bauhaus-háskólann í Weimar, og unnið að því að láta verkið verða að veruleika í firðinum. „Björn Dahlem var hjá okkur á Ísafirði skömmu fyrir Covid og varð strax hrifinn og sá fyrir sér að verkið gæti sæmt sér vel á Seljalandsdal. Hann er búinn að fjármagna verkið og stefnir að því að setja upp svona verk víðs vegar um heim, meðal annars í Japan.“ „Drulluhrædd“ Elísabet segir staðsetninguna vera alveg frábæra þarna fyrir ofan bæinn. „Það er góður vegur þangað upp að gönguskíðasvæðinu. En hugsunin er að verkið verði þarna tímabundið í nokkur ár, kannski þrjú til fimm. Við ætluðum í þetta núna í ágúst eða september en það er möguleiki að þetta dragist fram á vor. Það þarf að byggja pall og koma skúlptúrnum svo ofan á.“ Hún segir þó einhverja „drulluhrædda“ við hugmyndir um að koma upp slíkum lendingarstað fyrir geimverur. „Ég fæ alls konar skemmtilegar athugasemdir, eins og hvernig eigi að verjast geimverunum ef þær koma, hvort þetta verði eins með skemmtiferðaskipin, að geimverurnar flæði yfir bæinn eins og ferðamennirnir. Fólk er nú samt yfirleitt brosandi þegar það kemur með þessar athugasemdir,“ segir Elísabet. Hún segir um sex metra turn að ræða með speglum á. „Þannig að hann sést langt að. Þetta er líka hugsað sem íhugunarstaður þar sem fólk gæti sest niður, velt fyrir sér öðrum víddum og komist út úr hversdeginum. Það er hugsunin á bakvið þetta.“ Mikið aðdráttarafl Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segist sömuleiðis mjög spennt fyrir því að fá listaverkið til bæjarins. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og kallast kannski svolítið á við útsýnispallinn í Bolungarvík. Þetta er hugsað bæði fyrir ferðamenn og heimamenn og verður auðvitað staðsett á miklu útivistarsvæði í Seljalandsdal. Ég held að þetta verði mikið aðdráttarafl, hvort sem það verður fyrir geimverur eða aðra,“ segir Arna Lára létt í bragði.
Styttur og útilistaverk Ísafjarðarbær Geimurinn Menning Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira