Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld á slaginu 18:30. 
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld á slaginu 18:30. 

Óskars­verð­launa­leik­konan Hillary Swank er meðal leikara og fram­leið­enda í Hollywood sem ætla að snið­ganga Ís­land sem mögu­legan töku­stað banni ís­lensk stjórn­völd ekki hval­veiðar til fram­búðar. Baltasar Kormákur segir það skelfi­legt fyrir ís­lenskan kvik­mynda­iðnað verði af snið­göngunni.

Fjallað verður nánar um málið í kvöld­fréttum Stöðvar 2 en á­kvörðun um fram­hald veiðanna verður kynnt á morgun.

Óttast er að eldis­lax gangi upp fjölda lax­veiði­áa á Norð­vestur­landi eftir slysa­sleppingar úr sjó­kvíeldum. Lands­sam­band veiði­fé­laga lýsir yfir neyðar­á­standi og á­hyggjum af um­hverfis­slysi. Við förum yfir málið í beinni.

Fram­boð á nýjum í­búðum virðist vera að dragast saman þrátt fyrir að ríki og borg hafi gert með sér tíma­móta­sam­komu­lag á síðasta ári um fjölgun þeirra. Við heyrum for­manni Sam­bands ís­lenskra sveitar­fé­laga um málið í beinni og ræðum við for­seta ASÍ sem segir að höfuð­á­hersla verði lögð á fé­lags­lega kerfið í kjara­samningum í haust.

Reyk­víkingar geta hætt að vera svona háðir einka­bílnum sínum með til­komu borgar­línu segja er­lendir sér­fræðingar í borgar­skipu­lagi. Við heyrum í þeim, förum yfir stöðu Skaft­ár­hlaups og verðum í beinni frá lista­við­burði þar sem gestir munu snæða kvöld­verð með bundið fyrir augun.

Þetta og margt fleira á sam­tengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×