Íslenskir skátaforingjar fá hjálp eftir gríðarlega erfiða Kóreuferð Jón Þór Stefánsson skrifar 31. ágúst 2023 07:00 Alheimsmót skáta fór ekki eins vel og til stóð. Bæði fór skipulagið úrskeiðis og þá var veðrið mjög erfitt. Getty Bandalag íslenskra skáta vinnur nú að því að veita fararstjórum og foringjum sem fóru á Alheimsmót skáta í Suður-Kóreu fyrr í þessum mánuði, ásamt stórum hópi ungra skáta, aðstoð og hjálp. Þeir voru settir í mjög erfiðar aðstæður, en skipulag mótsins var ekki með besta móti, og þar að auki var veðrið í Kóreu mjög erfitt viðureignar. Guðjón Rúnar Sveinsson, sem leiddi íslenska hópinn á mótið, segir að ófögur sjón hafi blasað við þegar þau mættu á áfangastað, sem var ætlaður til að hýsa um það bil 45 þúsund krakka frá öllum heims hornum. „Þegar að komið er á staðinn er augljóst að mótsvæðið er ekki tilbúið að taka á móti öllum þessum fjölda á einn eða neinn hátt. Þessi helstu atriði á við eins og matur, salernisaðstaða, hreinlæti og sjúkrahúsaðstaða og fleira var langt frá því að vera nægilega góð,“ segir Guðjón sem bætir við að þá hafi fólk farið að velta fyrir sér í hvað allur peningurinn, sem hafði verið safnað fyrir alheimsmótið hefði farið. Peningunum eytt í snekkjuferðir Indverski fjölmiðillinn Firstpost hefur greint frá því að skipuleggjendur mótsins hafi margir hverjir eytt umræddum fjármunum í hluti sem virðast ekki hafa gagnast mótinu á einn eða neinn hátt. Margir þeirra hafi farið í ferðir um víða veröld, sumar hverjar á skemmtiferðaskipum. Þessar ferðir hafi verið farnar til þess að afla upplýsinga um það hvernig ætti að halda mótið, en Firstpost telur það ólíklegt. Um hafi verið að ræða skemmtiferðir. Guðjón nefnir sjálfur dæmi um atriði sem hann telur að óþarft hafi verið að leggja mikinn pening í. „Í einu húsinu var vélmenni sem átti að þrífa þó það hafi ekki virkað mjög vel. Þannig það virtist vera talsvert bruðl í atriði sem skiptu minna máli.“ Gátu þakkað fyrir að fá að borða Skátarnir þurftu að glíma við mörg vandamál. Guðjón lýsir mótstaðnum sem uppþornuðum sjávarbotni. Hitinn var mjög mikill, sem var erfitt vegna þess að þau gistu í tjöldum. Krakkarnir fengu jafnframt ekki nægan aðgang að vatni og mat fyrstu dagana. „Allir sem voru með sérþarfir, líkt og ofnæmi eða voru vegan, gátu bara þakkað fyrir að fá að borða eitthvað,“ segir Guðjón sem setur einnig sérstaklega út á að þátttakendur hafi ekki verið varaðir við sandormum sem voru að bíta gesti og skildu eftir slæm sár. „Þetta voru aðstæðurnar sem þarna var boðið upp á. Þetta var langt frá því að vera boðlegt,“ bætir hann við. Ofan á öll ofangreind vandamál kom síðan fellibylur sem orsakaði flóð sem náði yfir hluta mótssvæðisins, en sem betur fer var búið að rýma áður en það skellti á. Guðjón segir að staðurinn þar sem íslenski hópurinn gisti hafi meira að segja endað undir sjó. Þau komu sér hins vegar fyrir í höfuðborginni Seoul. „Þá tók við annað vandamál sem heitir kóreskir embættismenn. En þeir virðast vera svolítið kassalaga í hugsun. Við máttum ekki fara í mollið, eða skemmtigarða, eða gera nokkurn skapaðan hlut sem krökkunum þætti skemmtilegt nema það væru mikil átök,“ segir Guðjón. Spurður út í hvernig stæði á því segir hann að öryggið hafi verið haft í forgangi eftir það sem hafði gengið á. „Yfirvöld voru smeyk og vildu gera allt til að tryggja okkar öryggi, en vildu gera það undir sínum formerkjum, án þess að fólk fengi einhverja skemmtun út úr því, Gríðarlega erfiðar og krefjandi aðstæður Guðjón segir að Bandalag íslenskra skáta ætli að koma sínum viðhorfum á framfæri til alþjóðabandalagsins varðandi það hvað mætti betur fara þegar svona ástand kemur upp. Í ljósi þess hve erfiðar aðstæðurnar voru í Kóreu hafa íslensku skátarnir tekið upp á því að takast á við afleiðingar ferðarinnar. En fararstjórum og skátaforingjum er boðin aðstoð „Sumum auðvitað leið ekkert vel eftir að hafa verið í þessum aðstæðum. Þær voru gríðarlega erfiðar og krefjandi,“ útskýrir Guðjón. „Þetta var áfall fyrir einhverja,“ Þrátt fyrir þetta allt saman segir Guðjón að ungmennin sem fóru í ferðina séu að jafnaði mjög ánægð með ferðina. Um hafi verið að ræða mikið ævintýri þrátt fyrir að hún hafi verið erfið. Skátar Suður-Kórea Íslendingar erlendis Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Íslensku skátarnir yfirgefa alheimsmótið vegna fellibyls Íslenski hópurinn sem er á alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu hefur ákveðið að yfirgefa svæðið í kvöld vegna frétta af fellibylnum Khanun sem stefnir beint á mótssvæðið. Hitabylgja hefur leikið skáta mótsins grátt. 7. ágúst 2023 07:29 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Sjá meira
Guðjón Rúnar Sveinsson, sem leiddi íslenska hópinn á mótið, segir að ófögur sjón hafi blasað við þegar þau mættu á áfangastað, sem var ætlaður til að hýsa um það bil 45 þúsund krakka frá öllum heims hornum. „Þegar að komið er á staðinn er augljóst að mótsvæðið er ekki tilbúið að taka á móti öllum þessum fjölda á einn eða neinn hátt. Þessi helstu atriði á við eins og matur, salernisaðstaða, hreinlæti og sjúkrahúsaðstaða og fleira var langt frá því að vera nægilega góð,“ segir Guðjón sem bætir við að þá hafi fólk farið að velta fyrir sér í hvað allur peningurinn, sem hafði verið safnað fyrir alheimsmótið hefði farið. Peningunum eytt í snekkjuferðir Indverski fjölmiðillinn Firstpost hefur greint frá því að skipuleggjendur mótsins hafi margir hverjir eytt umræddum fjármunum í hluti sem virðast ekki hafa gagnast mótinu á einn eða neinn hátt. Margir þeirra hafi farið í ferðir um víða veröld, sumar hverjar á skemmtiferðaskipum. Þessar ferðir hafi verið farnar til þess að afla upplýsinga um það hvernig ætti að halda mótið, en Firstpost telur það ólíklegt. Um hafi verið að ræða skemmtiferðir. Guðjón nefnir sjálfur dæmi um atriði sem hann telur að óþarft hafi verið að leggja mikinn pening í. „Í einu húsinu var vélmenni sem átti að þrífa þó það hafi ekki virkað mjög vel. Þannig það virtist vera talsvert bruðl í atriði sem skiptu minna máli.“ Gátu þakkað fyrir að fá að borða Skátarnir þurftu að glíma við mörg vandamál. Guðjón lýsir mótstaðnum sem uppþornuðum sjávarbotni. Hitinn var mjög mikill, sem var erfitt vegna þess að þau gistu í tjöldum. Krakkarnir fengu jafnframt ekki nægan aðgang að vatni og mat fyrstu dagana. „Allir sem voru með sérþarfir, líkt og ofnæmi eða voru vegan, gátu bara þakkað fyrir að fá að borða eitthvað,“ segir Guðjón sem setur einnig sérstaklega út á að þátttakendur hafi ekki verið varaðir við sandormum sem voru að bíta gesti og skildu eftir slæm sár. „Þetta voru aðstæðurnar sem þarna var boðið upp á. Þetta var langt frá því að vera boðlegt,“ bætir hann við. Ofan á öll ofangreind vandamál kom síðan fellibylur sem orsakaði flóð sem náði yfir hluta mótssvæðisins, en sem betur fer var búið að rýma áður en það skellti á. Guðjón segir að staðurinn þar sem íslenski hópurinn gisti hafi meira að segja endað undir sjó. Þau komu sér hins vegar fyrir í höfuðborginni Seoul. „Þá tók við annað vandamál sem heitir kóreskir embættismenn. En þeir virðast vera svolítið kassalaga í hugsun. Við máttum ekki fara í mollið, eða skemmtigarða, eða gera nokkurn skapaðan hlut sem krökkunum þætti skemmtilegt nema það væru mikil átök,“ segir Guðjón. Spurður út í hvernig stæði á því segir hann að öryggið hafi verið haft í forgangi eftir það sem hafði gengið á. „Yfirvöld voru smeyk og vildu gera allt til að tryggja okkar öryggi, en vildu gera það undir sínum formerkjum, án þess að fólk fengi einhverja skemmtun út úr því, Gríðarlega erfiðar og krefjandi aðstæður Guðjón segir að Bandalag íslenskra skáta ætli að koma sínum viðhorfum á framfæri til alþjóðabandalagsins varðandi það hvað mætti betur fara þegar svona ástand kemur upp. Í ljósi þess hve erfiðar aðstæðurnar voru í Kóreu hafa íslensku skátarnir tekið upp á því að takast á við afleiðingar ferðarinnar. En fararstjórum og skátaforingjum er boðin aðstoð „Sumum auðvitað leið ekkert vel eftir að hafa verið í þessum aðstæðum. Þær voru gríðarlega erfiðar og krefjandi,“ útskýrir Guðjón. „Þetta var áfall fyrir einhverja,“ Þrátt fyrir þetta allt saman segir Guðjón að ungmennin sem fóru í ferðina séu að jafnaði mjög ánægð með ferðina. Um hafi verið að ræða mikið ævintýri þrátt fyrir að hún hafi verið erfið.
Skátar Suður-Kórea Íslendingar erlendis Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Íslensku skátarnir yfirgefa alheimsmótið vegna fellibyls Íslenski hópurinn sem er á alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu hefur ákveðið að yfirgefa svæðið í kvöld vegna frétta af fellibylnum Khanun sem stefnir beint á mótssvæðið. Hitabylgja hefur leikið skáta mótsins grátt. 7. ágúst 2023 07:29 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Sjá meira
Íslensku skátarnir yfirgefa alheimsmótið vegna fellibyls Íslenski hópurinn sem er á alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu hefur ákveðið að yfirgefa svæðið í kvöld vegna frétta af fellibylnum Khanun sem stefnir beint á mótssvæðið. Hitabylgja hefur leikið skáta mótsins grátt. 7. ágúst 2023 07:29