Bandaríkin og Suður-Afríka mætast í vináttuleik þann 24. september næstkomandi og verður það síðasti landsleikur hinnar 38 ára gömlu Rapinoe.
Rapinoe á að baki hvorki fleiri né færri en 202 leiki fyrir bandaríska landsliðið, þann fyrsta árið 2006, þar sem hún hefur skorað 63 mörk og er þar með tíunda markahæsta landsliðskona Bandaríkjanna frá upphafi.
RAPINOE FAREWELL GAME 🇺🇸
— Men in Blazers (@MenInBlazers) August 29, 2023
USWNT legend Megan Rapinoe will pull on a US jersey one final time at a farewell match in Chicago on September 24th against South Africa. Pinoe will be honored pre-match to celebrate her remarkable career & for passing the 200-cap mark in July. 🌟 pic.twitter.com/MsVdouV1KK
Hún hefur áður gefið út að hún muni leggja skóna alfarið á hilluna í nóvember þegar bandaríska deildarkeppnin klárast.
Rapinoe á að baki langan og farsælan feril þar sem hún hefur meðal annars orðið heimsmeistari í tvígang með bandaríska landsliðinu árin 2015 og 2019. Þá var hún valin besti leikmaður heims árið 2019 ásamt því að verða Ólympíumeistari með Bandaríkjunum árið 2012.