Forest kvartar vegna dómaranna á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2023 07:00 Leikmenn Forest voru ekki sáttur með Stuart Attwell, dómara. Stu Forster/Getty Images Nottingham Forest hefur sent inn kvörtun til dómarasambands, PGMOL, Englands vegna dómaranna í 3-2 tapi liðsins gegn Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Gestirnir frá Nottingham komust 2-0 yfir þegar innan við fimm mínútur voru liðnar af leiknum. Heimamenn sneru dæminu sér í vil og unnu 3-2 sigur. Sigurmarkið skoraði Bruno Fernandes úr vítaspyrnu en skömmu þar á undan hafði Joe Worrall, fyrirliði Forest, fengið rautt spjald. Steve Cooper, þjálfari Forest, sagðist þurfa að bíta í tunguna á sér er hann ræddi Stuart Attwell, dómara leiksins, við fjölmiðla að leik loknum. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, um málið voru töluvert fleiri dómar sem Forest voru óánægðir með heldur en aðeins rauða spjaldið og vítaspyrnan. Attwell sendi Worrall af velli fyrir að toga í Fernandes sem var í þann mund að sleppa í gegn. Fékk rauða spjaldið fyrir að vera aftasti maður en Forest vill meina að Willy Boly hafi verið nægilega nálægt til að það sé hægt að deila um hvort Fernandes hafi verið sloppinn í gegn. Vítaspyrnan var svo dæmd þegar Danilo felldi Marcus Rashford sem var á fleygiferð framhjá honum en Forest vill meina að um litla snertingu hafi verið að ræða. Í bæði skiptin skoðaði Robert Jones, myndbandsdómari leiksins, atvikið og var sammála ákvörðunum Attwell. Nottingham Forest to consider official complaint against referee Stuart Attwell in Man Utd defeat @JPercyTelegraph#TelegraphFootball #CFC— Telegraph Football (@TeleFootball) August 27, 2023 Dómarar á Englandi hafa átt undir högg að sækja í upphafi tímabils og virðist þolinmæði almennings gagnvart myndbandsdómgæslunni, VAR, á þrotum. Sama má segja um mörg lið deildarinnar og er þetta enn eitt dæmið um það. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ten Hag: Þeir töfðu allan leikinn og voru verðlaunaðir fyrir það Erik Ten Hag knattspyrnustjóri Manchester United hrósaði karakter sinna manna eftir 3-2 sigurinn á Nottingham Forest í dag. United lenti 2-0 undir á fyrstu fjórum mínútum leiksins en kom til baka og tryggði sér þrjú dýrmæt stig. 26. ágúst 2023 17:46 Lét vinskap við dómara hafa áhrif á notkun VAR Mike Dean er hættur að dæma en 28 ára ferli hans lauk eftir síðasta tímabil. Hann hefur nú viðurkennt að vinskapur hans við annan dómara kom í veg fyrir afskipti myndbandsdómara í leik í ensku úrvalsdeildinni. 25. ágúst 2023 10:30 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Gestirnir frá Nottingham komust 2-0 yfir þegar innan við fimm mínútur voru liðnar af leiknum. Heimamenn sneru dæminu sér í vil og unnu 3-2 sigur. Sigurmarkið skoraði Bruno Fernandes úr vítaspyrnu en skömmu þar á undan hafði Joe Worrall, fyrirliði Forest, fengið rautt spjald. Steve Cooper, þjálfari Forest, sagðist þurfa að bíta í tunguna á sér er hann ræddi Stuart Attwell, dómara leiksins, við fjölmiðla að leik loknum. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, um málið voru töluvert fleiri dómar sem Forest voru óánægðir með heldur en aðeins rauða spjaldið og vítaspyrnan. Attwell sendi Worrall af velli fyrir að toga í Fernandes sem var í þann mund að sleppa í gegn. Fékk rauða spjaldið fyrir að vera aftasti maður en Forest vill meina að Willy Boly hafi verið nægilega nálægt til að það sé hægt að deila um hvort Fernandes hafi verið sloppinn í gegn. Vítaspyrnan var svo dæmd þegar Danilo felldi Marcus Rashford sem var á fleygiferð framhjá honum en Forest vill meina að um litla snertingu hafi verið að ræða. Í bæði skiptin skoðaði Robert Jones, myndbandsdómari leiksins, atvikið og var sammála ákvörðunum Attwell. Nottingham Forest to consider official complaint against referee Stuart Attwell in Man Utd defeat @JPercyTelegraph#TelegraphFootball #CFC— Telegraph Football (@TeleFootball) August 27, 2023 Dómarar á Englandi hafa átt undir högg að sækja í upphafi tímabils og virðist þolinmæði almennings gagnvart myndbandsdómgæslunni, VAR, á þrotum. Sama má segja um mörg lið deildarinnar og er þetta enn eitt dæmið um það.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ten Hag: Þeir töfðu allan leikinn og voru verðlaunaðir fyrir það Erik Ten Hag knattspyrnustjóri Manchester United hrósaði karakter sinna manna eftir 3-2 sigurinn á Nottingham Forest í dag. United lenti 2-0 undir á fyrstu fjórum mínútum leiksins en kom til baka og tryggði sér þrjú dýrmæt stig. 26. ágúst 2023 17:46 Lét vinskap við dómara hafa áhrif á notkun VAR Mike Dean er hættur að dæma en 28 ára ferli hans lauk eftir síðasta tímabil. Hann hefur nú viðurkennt að vinskapur hans við annan dómara kom í veg fyrir afskipti myndbandsdómara í leik í ensku úrvalsdeildinni. 25. ágúst 2023 10:30 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Ten Hag: Þeir töfðu allan leikinn og voru verðlaunaðir fyrir það Erik Ten Hag knattspyrnustjóri Manchester United hrósaði karakter sinna manna eftir 3-2 sigurinn á Nottingham Forest í dag. United lenti 2-0 undir á fyrstu fjórum mínútum leiksins en kom til baka og tryggði sér þrjú dýrmæt stig. 26. ágúst 2023 17:46
Lét vinskap við dómara hafa áhrif á notkun VAR Mike Dean er hættur að dæma en 28 ára ferli hans lauk eftir síðasta tímabil. Hann hefur nú viðurkennt að vinskapur hans við annan dómara kom í veg fyrir afskipti myndbandsdómara í leik í ensku úrvalsdeildinni. 25. ágúst 2023 10:30