Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa gæslunnar, var ekki um alvarlegt slys að ræða. Vegna brattlendis þótti ekki vit í öðru en að sækja piltinn og flytja hann flugleiðina á Ísafjörð.
Pilturinn var fluttur á Ísafjarðarflugvöll á öðrum tímanum í dag. Þar tóku viðbragðsaðilar á móti honum.