„Hann á ekki að þurfa að upplifa óöryggi, vanvirðingu og kvalir“ Eiður Þór Árnason skrifar 28. ágúst 2023 00:13 Hrund Traustadóttir segir að faðir sinn eigi að fá að lifa með reisn þessar vikur en ekki vera kastað milli húsa. Vísir - Aðsend Aðstandandi krabbameinssjúklings á níræðisaldri fordæmir þá meðferð sem hann hefur fengið á Landspítalanum og segist vera niðurbrotin og svefnlaus af áhyggjum. Faðir Hrundar Traustadóttur er tæplega 83 ára gamall og lá á Krabbameinsdeild Landspítalans í nokkrar vikur með beinkrabbamein á fjórða stigi. Hann var síðar fluttur á endurhæfingardeild á Landakoti og segir Hrund systurnar þar hafa þurft að sannfæra starfsfólk um að veita honum aukna verkjastillingu en talað fyrir daufum eyrum. „Þeim finnst við vera með óþarfa kvabb og segja okkur bara vera viðkvæmar gagnvart honum af því að þetta er pabbi okkar. Þegar ég heimsótti hann í gærkvöldi strauk ég létt yfir ökklann á honum þar sem hann lá í rúminu. Hann hrökk við og kveinkaði sér af sársauka. Það segir mér að hann þurfi aukna verkjastillingu. En ég er kannski bara óþarflega viðkvæm fyrir því þar sem þetta er pabbi minn. Ég ætti kannski bara að segja honum að hætta þessu væli?“ segir Hrund í skoðanagrein á Vísi þar sem hún fer yfir stöðu mála. „Í þeirri stöðu sem ég finn mig nú stadda með föður minn á ég ekki að þurfa að standa í leiðindastappi við starfsfólk spítalans ofan á allt hitt. Kerfið á að grípa okkur og veita okkur stuðning en ekki kasta okkur á milli eins logandi boltum sem enginn vill grípa,“ bætir hún við. Liðið eins og sagað væri í bakið á honum með hjólsög Hrund gerir sömuleiðis athugasemdir við hvernig faðir hennar var fluttur með sjúkrabíl á Landakot og segir hann hafa upplifað sig vera hent í rúmið þar á hlaupum. Þá hafi hann reynt að segja heilbrigðisstarfsfólkinu að sársaukinn sem hann upplifði væri eins og verið væri að saga í bakið á honum með hjólsög. „Engu að síður var honum komið í rúmið og fer engum sögum af því hvort var hlustað eða heyrt í gamla manninum. Hann upplifði þarna mikla niðurlægingu, hann var reiður og sár auk þess að vera sárkvalinn.“ Daginn eftir hafi hann verið gjörsamlega niðurbrotinn og búið að koma honum fyrir sem þriðja sjúklingi á tveggja manna stofu, á deild þar sem ætlast væri til þess að sjúklingar bjargi sér mikið til sjálfir og fari til að mynda fram og borði í matsal. „Pabbi getur ekki einu sinni lagfært sig í rúminu hjálparlaust. Hann liggur frekar allur skakkur en að biðja fólkið að hjálpa sér. Hann fer, af vilja og þrjósku frekar en getu og labbar fram eftir ganginum með hjálp göngugrindar. Hann ætlar og skal og þar kemur Þingeyingaþrjóskan væntanlega sterk inn. Hann hefur alltaf verið duglegur að hreyfa sig og í dag er þetta eina hreyfingin sem hann er fær um. Það þýðir samt ekki að hann geti séð um sig sjálfur,“ segir Hrund í grein sinni og heldur áfram. „Aðspurður segist hann alltaf hafa það fínt, nei nei mest lítið verkjaður svo framarlega sem hann hreyfir sig ekkert. Hann er þrátt fyrir allt alltaf jafn jákvæður og slær iðulega á létta strengi, jafnvel þó hann sé grettur í framan af verkjum. Það er nú notað gegn honum en hann á víst ekki að geta verið svo kvalinn fyrst hann getur grínast er okkur sagt á spítalanum.“ Tveir dagar langir í lífi krabbameinssjúklings Hrund segir föður sinn aldrei kvarta og ekki hringja eftir aðstoð nema hann sé algjörlega aðframkominn, til að komast hjá því að trufla vaktina frammi á deildinni. „Þegar við ræddum við hjúkrunarfræðinginn á nýju deildinni vissi hún ekki að hann væri með krabbamein, hvað þá beinkrabbamein á 4. stigi. Hún var ein á allri deildinni ásamt þremur sjúkraliðum.“ Hrund segist í kjölfarið hafa hringt á Krabbameinsdeild Landspítalans í gær til að athuga hvort það væri hægt að færa faðir hennar aftur þangað. Hún hafi fengið þau svör að málið yrði athugað á mánudag en segir að tveir sólarhringar séu langur tími í lífi 83 ára gamals manns með beinkrabbamein á fjórða stigi. Eigi að fá að lifa með reisn „Kerfið okkar er bara svo ónýtt að það er óhjákvæmilegt að þetta gerist. Þannig er það bara. En hvað ef maður þekkir hvorki ráðamann né lækni sem getur gripið inn í á ögurstundu þegar manns nánasti þarf nauðsynlega á að halda? Hver er líka réttur 83 ára manns sem er fluttur nauðugur viljugur á stað þar sem hann á ekkert erindi þar sem að þjónustustigið þar á ekki við hann? Hvað getur maður gert?“ skrifar Hrund. „Við systur erum niðurbrotnar og svefnlausar af áhyggjum af pabba sem á þessar vikurnar að vera að upplifa að allir sem komi að hans málum leggi sig fram við að einfalda lífið hans og láta honum líða vel. Hann á ekki að þurfa að upplifa óöryggi, vanvirðingu og kvalir.“ Hrund áréttar að faðir hennar hafi fengið gott og fallegt viðmót frá heilbrigðisstarfsfólki á gólfinu þar sem allir reyni að gera sitt besta. Gagnrýni hennar beinist frekar að þeim sem taki ákvarðanir um meðferð sjúklinga. „Sem þyrftu aðeins að endurskoða afstöðu sína og miða hana út frá einstaklingnum en ekki Excelnum. Pabbi á að fá að lifa með reisn þessar vikur en ekki vera kastað á milli húsa og ekki hlustað, hvorki á sársaukaópin hans né beiðnir okkar systra um örlítinn skilning, virðingu og mannúð.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Faðir Hrundar Traustadóttur er tæplega 83 ára gamall og lá á Krabbameinsdeild Landspítalans í nokkrar vikur með beinkrabbamein á fjórða stigi. Hann var síðar fluttur á endurhæfingardeild á Landakoti og segir Hrund systurnar þar hafa þurft að sannfæra starfsfólk um að veita honum aukna verkjastillingu en talað fyrir daufum eyrum. „Þeim finnst við vera með óþarfa kvabb og segja okkur bara vera viðkvæmar gagnvart honum af því að þetta er pabbi okkar. Þegar ég heimsótti hann í gærkvöldi strauk ég létt yfir ökklann á honum þar sem hann lá í rúminu. Hann hrökk við og kveinkaði sér af sársauka. Það segir mér að hann þurfi aukna verkjastillingu. En ég er kannski bara óþarflega viðkvæm fyrir því þar sem þetta er pabbi minn. Ég ætti kannski bara að segja honum að hætta þessu væli?“ segir Hrund í skoðanagrein á Vísi þar sem hún fer yfir stöðu mála. „Í þeirri stöðu sem ég finn mig nú stadda með föður minn á ég ekki að þurfa að standa í leiðindastappi við starfsfólk spítalans ofan á allt hitt. Kerfið á að grípa okkur og veita okkur stuðning en ekki kasta okkur á milli eins logandi boltum sem enginn vill grípa,“ bætir hún við. Liðið eins og sagað væri í bakið á honum með hjólsög Hrund gerir sömuleiðis athugasemdir við hvernig faðir hennar var fluttur með sjúkrabíl á Landakot og segir hann hafa upplifað sig vera hent í rúmið þar á hlaupum. Þá hafi hann reynt að segja heilbrigðisstarfsfólkinu að sársaukinn sem hann upplifði væri eins og verið væri að saga í bakið á honum með hjólsög. „Engu að síður var honum komið í rúmið og fer engum sögum af því hvort var hlustað eða heyrt í gamla manninum. Hann upplifði þarna mikla niðurlægingu, hann var reiður og sár auk þess að vera sárkvalinn.“ Daginn eftir hafi hann verið gjörsamlega niðurbrotinn og búið að koma honum fyrir sem þriðja sjúklingi á tveggja manna stofu, á deild þar sem ætlast væri til þess að sjúklingar bjargi sér mikið til sjálfir og fari til að mynda fram og borði í matsal. „Pabbi getur ekki einu sinni lagfært sig í rúminu hjálparlaust. Hann liggur frekar allur skakkur en að biðja fólkið að hjálpa sér. Hann fer, af vilja og þrjósku frekar en getu og labbar fram eftir ganginum með hjálp göngugrindar. Hann ætlar og skal og þar kemur Þingeyingaþrjóskan væntanlega sterk inn. Hann hefur alltaf verið duglegur að hreyfa sig og í dag er þetta eina hreyfingin sem hann er fær um. Það þýðir samt ekki að hann geti séð um sig sjálfur,“ segir Hrund í grein sinni og heldur áfram. „Aðspurður segist hann alltaf hafa það fínt, nei nei mest lítið verkjaður svo framarlega sem hann hreyfir sig ekkert. Hann er þrátt fyrir allt alltaf jafn jákvæður og slær iðulega á létta strengi, jafnvel þó hann sé grettur í framan af verkjum. Það er nú notað gegn honum en hann á víst ekki að geta verið svo kvalinn fyrst hann getur grínast er okkur sagt á spítalanum.“ Tveir dagar langir í lífi krabbameinssjúklings Hrund segir föður sinn aldrei kvarta og ekki hringja eftir aðstoð nema hann sé algjörlega aðframkominn, til að komast hjá því að trufla vaktina frammi á deildinni. „Þegar við ræddum við hjúkrunarfræðinginn á nýju deildinni vissi hún ekki að hann væri með krabbamein, hvað þá beinkrabbamein á 4. stigi. Hún var ein á allri deildinni ásamt þremur sjúkraliðum.“ Hrund segist í kjölfarið hafa hringt á Krabbameinsdeild Landspítalans í gær til að athuga hvort það væri hægt að færa faðir hennar aftur þangað. Hún hafi fengið þau svör að málið yrði athugað á mánudag en segir að tveir sólarhringar séu langur tími í lífi 83 ára gamals manns með beinkrabbamein á fjórða stigi. Eigi að fá að lifa með reisn „Kerfið okkar er bara svo ónýtt að það er óhjákvæmilegt að þetta gerist. Þannig er það bara. En hvað ef maður þekkir hvorki ráðamann né lækni sem getur gripið inn í á ögurstundu þegar manns nánasti þarf nauðsynlega á að halda? Hver er líka réttur 83 ára manns sem er fluttur nauðugur viljugur á stað þar sem hann á ekkert erindi þar sem að þjónustustigið þar á ekki við hann? Hvað getur maður gert?“ skrifar Hrund. „Við systur erum niðurbrotnar og svefnlausar af áhyggjum af pabba sem á þessar vikurnar að vera að upplifa að allir sem komi að hans málum leggi sig fram við að einfalda lífið hans og láta honum líða vel. Hann á ekki að þurfa að upplifa óöryggi, vanvirðingu og kvalir.“ Hrund áréttar að faðir hennar hafi fengið gott og fallegt viðmót frá heilbrigðisstarfsfólki á gólfinu þar sem allir reyni að gera sitt besta. Gagnrýni hennar beinist frekar að þeim sem taki ákvarðanir um meðferð sjúklinga. „Sem þyrftu aðeins að endurskoða afstöðu sína og miða hana út frá einstaklingnum en ekki Excelnum. Pabbi á að fá að lifa með reisn þessar vikur en ekki vera kastað á milli húsa og ekki hlustað, hvorki á sársaukaópin hans né beiðnir okkar systra um örlítinn skilning, virðingu og mannúð.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira