„Staðan á fjármálum Reykjavíkur er táknræn, þau eru í rusli“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. ágúst 2023 10:48 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fór með langt ávarp á flokkráðsfundinum. Vísir/Vilhelm Flokkráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram í gær. Bjarni Benediktsson formaður flokksins skaut föstum skotum á stjórnarandstöðuna í tengslum við mál hælisleitenda og á fjármál borgarinnar í ávarpi sínu í upphafi fundarins. Bjarni hóf ávarpið á að fara yfir verk þingflokksins frá upphafi kjörtímabils og nefndi þar bætta stöðu ríkisfjármála. Hann nefndi innviði sem flokkurinn hefur stuðlað að því að styrkja, háskóla, nýsköpun og heilbrigðiskerfi. „En ólíkt vinum okkar hér í stjórnarandstöðunni þá lítum við hins vegar ekki á veski landsmanna sem opinn tékka. Nei við ætlum að sýna ábyrgð,“ sagði hann en skot á stjórnarandstöðuna varð síðan endurtekið stef ávarpsins. Leggur fram frumvarp um skattaafslætti Hann minntist á framþróun í nýsköpun og hrósaði þeim frumkvöðlum sem hafa verið áberandi á því sviði, sér í lagi á brugghúsamarkaði. Þá tók hann það fram að hann hyggst leggja til frumvarp í haust um sérstaka skattaafslætti fyrir þann hóp til að leggja grunn að enn öflugri starfsemi þeirra. Bjarni nefndi síðan stjórnarsamstarfið. Hann sagðist ekki sjá fyrir að ríkisstjórnin springi. Flokkurinn muni gera það sem hann geti til að koma í veg fyrir það. „Og ólíkt óstjórntækum smáflokkum sem við því miður þekkjum allt of vel af eigin raun, þá göngum við ekki frá hálfkláruðu verki þótt á móti blási,“ bætti hann við. Stjórnarandstaðan virði ekki lögin „Ég hef séð það síðustu daga að Helga Vala er mjög óánægð með dómsmálaráðherrann okkar. Það eru mikil meðmæli,“ sagði Bjarni áður en hann hóf að skjóta föstum skotum á stjórnarandstöðuna í tengslum við mál hælisleitenda. „Það eru margir sem eru háværir og fyrirferðarmiklir í fjölmiðlum að taka dálítið sviðið, oft með vondan málstað eins og þarna á við. Þeir sjá enga þörf á úrbætum í útlendingamálum.“ Hann sagði stjórnarandstöðuflokkana ekki hafa áhyggjur af því að virða lögin í málum hælisleitenda. „Markmið um að hafa stjórn á landamærunum og reglur um það hverjir ávinna sér rétt til búsetu á Íslandi og þjónustu á Íslandi. Þetta eru ekki reglur sem þeir leggja mikið upp úr að virða. Þegar við höfum fylgt löngu og allt of kostnaðarsömu ferli til að meta umsóknir um vernd á Íslandi og niðurstaðan er neitun, nú þá er það bara niðurstaðan kæru vinir. Og þá niðurstöðu ber að virða.“ Þá þakkaði hann Jóni og Guðrúnu dómsmálaráðherrum á núlíðandi kjörtímabili fyrir þeirra störf. Borgin „í rusli“ Hann skaut einnig fast á Samfylkinguna og vísaði til nýrrar umhverfisstefnu í borginni sem flokkurinn er að innleiða með nýju sorpflokkunarkerfi. „Þetta verkefni er afrakstur nokkurra stýrihópa en niðurstaðan er einföld. Rusl er ekki sótt. Borgarbúar hamast við að flokka, sorpið safnast upp og nú er þetta allt saman að verða óaðskiljanlegur hluti borgarlandslagsins,“ sagði Bjarni. „Þetta eru stjórnvitringarnir sem bíða handan við hornið. Fólkið sem á í mestu vandræðum með að tæma úr ruslafötunum, það telur Íslandi borgið undir þeirra stjórn sem fyrst.“ Þá sneri hann sér að fjármálum Reykjavíkur. „Staðan á fjármálum Reykjavíkur er táknræn, þau eru í rusli.“ Hann sagði grunnþjónustuna drappast niður, pólitísku gæluverkefnin þenjast hratt út og skólastarf vera úr skorðum. Loks gantaðist hann að viðbrögðum borgarfulltrúa þegar sú staða kom upp í vetur að moka þurfti snjó af götunum. Hann vísaði til svars Alexöndru Briem borgarfulltrúa Pírata í kvöldfréttum RÚV í desember síðastliðnum þar sem hún sagði frá stýrihópi um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg í tengslum við mokstur á snjó. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Bjarni hóf ávarpið á að fara yfir verk þingflokksins frá upphafi kjörtímabils og nefndi þar bætta stöðu ríkisfjármála. Hann nefndi innviði sem flokkurinn hefur stuðlað að því að styrkja, háskóla, nýsköpun og heilbrigðiskerfi. „En ólíkt vinum okkar hér í stjórnarandstöðunni þá lítum við hins vegar ekki á veski landsmanna sem opinn tékka. Nei við ætlum að sýna ábyrgð,“ sagði hann en skot á stjórnarandstöðuna varð síðan endurtekið stef ávarpsins. Leggur fram frumvarp um skattaafslætti Hann minntist á framþróun í nýsköpun og hrósaði þeim frumkvöðlum sem hafa verið áberandi á því sviði, sér í lagi á brugghúsamarkaði. Þá tók hann það fram að hann hyggst leggja til frumvarp í haust um sérstaka skattaafslætti fyrir þann hóp til að leggja grunn að enn öflugri starfsemi þeirra. Bjarni nefndi síðan stjórnarsamstarfið. Hann sagðist ekki sjá fyrir að ríkisstjórnin springi. Flokkurinn muni gera það sem hann geti til að koma í veg fyrir það. „Og ólíkt óstjórntækum smáflokkum sem við því miður þekkjum allt of vel af eigin raun, þá göngum við ekki frá hálfkláruðu verki þótt á móti blási,“ bætti hann við. Stjórnarandstaðan virði ekki lögin „Ég hef séð það síðustu daga að Helga Vala er mjög óánægð með dómsmálaráðherrann okkar. Það eru mikil meðmæli,“ sagði Bjarni áður en hann hóf að skjóta föstum skotum á stjórnarandstöðuna í tengslum við mál hælisleitenda. „Það eru margir sem eru háværir og fyrirferðarmiklir í fjölmiðlum að taka dálítið sviðið, oft með vondan málstað eins og þarna á við. Þeir sjá enga þörf á úrbætum í útlendingamálum.“ Hann sagði stjórnarandstöðuflokkana ekki hafa áhyggjur af því að virða lögin í málum hælisleitenda. „Markmið um að hafa stjórn á landamærunum og reglur um það hverjir ávinna sér rétt til búsetu á Íslandi og þjónustu á Íslandi. Þetta eru ekki reglur sem þeir leggja mikið upp úr að virða. Þegar við höfum fylgt löngu og allt of kostnaðarsömu ferli til að meta umsóknir um vernd á Íslandi og niðurstaðan er neitun, nú þá er það bara niðurstaðan kæru vinir. Og þá niðurstöðu ber að virða.“ Þá þakkaði hann Jóni og Guðrúnu dómsmálaráðherrum á núlíðandi kjörtímabili fyrir þeirra störf. Borgin „í rusli“ Hann skaut einnig fast á Samfylkinguna og vísaði til nýrrar umhverfisstefnu í borginni sem flokkurinn er að innleiða með nýju sorpflokkunarkerfi. „Þetta verkefni er afrakstur nokkurra stýrihópa en niðurstaðan er einföld. Rusl er ekki sótt. Borgarbúar hamast við að flokka, sorpið safnast upp og nú er þetta allt saman að verða óaðskiljanlegur hluti borgarlandslagsins,“ sagði Bjarni. „Þetta eru stjórnvitringarnir sem bíða handan við hornið. Fólkið sem á í mestu vandræðum með að tæma úr ruslafötunum, það telur Íslandi borgið undir þeirra stjórn sem fyrst.“ Þá sneri hann sér að fjármálum Reykjavíkur. „Staðan á fjármálum Reykjavíkur er táknræn, þau eru í rusli.“ Hann sagði grunnþjónustuna drappast niður, pólitísku gæluverkefnin þenjast hratt út og skólastarf vera úr skorðum. Loks gantaðist hann að viðbrögðum borgarfulltrúa þegar sú staða kom upp í vetur að moka þurfti snjó af götunum. Hann vísaði til svars Alexöndru Briem borgarfulltrúa Pírata í kvöldfréttum RÚV í desember síðastliðnum þar sem hún sagði frá stýrihópi um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg í tengslum við mokstur á snjó.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira