„Staðan á fjármálum Reykjavíkur er táknræn, þau eru í rusli“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. ágúst 2023 10:48 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fór með langt ávarp á flokkráðsfundinum. Vísir/Vilhelm Flokkráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram í gær. Bjarni Benediktsson formaður flokksins skaut föstum skotum á stjórnarandstöðuna í tengslum við mál hælisleitenda og á fjármál borgarinnar í ávarpi sínu í upphafi fundarins. Bjarni hóf ávarpið á að fara yfir verk þingflokksins frá upphafi kjörtímabils og nefndi þar bætta stöðu ríkisfjármála. Hann nefndi innviði sem flokkurinn hefur stuðlað að því að styrkja, háskóla, nýsköpun og heilbrigðiskerfi. „En ólíkt vinum okkar hér í stjórnarandstöðunni þá lítum við hins vegar ekki á veski landsmanna sem opinn tékka. Nei við ætlum að sýna ábyrgð,“ sagði hann en skot á stjórnarandstöðuna varð síðan endurtekið stef ávarpsins. Leggur fram frumvarp um skattaafslætti Hann minntist á framþróun í nýsköpun og hrósaði þeim frumkvöðlum sem hafa verið áberandi á því sviði, sér í lagi á brugghúsamarkaði. Þá tók hann það fram að hann hyggst leggja til frumvarp í haust um sérstaka skattaafslætti fyrir þann hóp til að leggja grunn að enn öflugri starfsemi þeirra. Bjarni nefndi síðan stjórnarsamstarfið. Hann sagðist ekki sjá fyrir að ríkisstjórnin springi. Flokkurinn muni gera það sem hann geti til að koma í veg fyrir það. „Og ólíkt óstjórntækum smáflokkum sem við því miður þekkjum allt of vel af eigin raun, þá göngum við ekki frá hálfkláruðu verki þótt á móti blási,“ bætti hann við. Stjórnarandstaðan virði ekki lögin „Ég hef séð það síðustu daga að Helga Vala er mjög óánægð með dómsmálaráðherrann okkar. Það eru mikil meðmæli,“ sagði Bjarni áður en hann hóf að skjóta föstum skotum á stjórnarandstöðuna í tengslum við mál hælisleitenda. „Það eru margir sem eru háværir og fyrirferðarmiklir í fjölmiðlum að taka dálítið sviðið, oft með vondan málstað eins og þarna á við. Þeir sjá enga þörf á úrbætum í útlendingamálum.“ Hann sagði stjórnarandstöðuflokkana ekki hafa áhyggjur af því að virða lögin í málum hælisleitenda. „Markmið um að hafa stjórn á landamærunum og reglur um það hverjir ávinna sér rétt til búsetu á Íslandi og þjónustu á Íslandi. Þetta eru ekki reglur sem þeir leggja mikið upp úr að virða. Þegar við höfum fylgt löngu og allt of kostnaðarsömu ferli til að meta umsóknir um vernd á Íslandi og niðurstaðan er neitun, nú þá er það bara niðurstaðan kæru vinir. Og þá niðurstöðu ber að virða.“ Þá þakkaði hann Jóni og Guðrúnu dómsmálaráðherrum á núlíðandi kjörtímabili fyrir þeirra störf. Borgin „í rusli“ Hann skaut einnig fast á Samfylkinguna og vísaði til nýrrar umhverfisstefnu í borginni sem flokkurinn er að innleiða með nýju sorpflokkunarkerfi. „Þetta verkefni er afrakstur nokkurra stýrihópa en niðurstaðan er einföld. Rusl er ekki sótt. Borgarbúar hamast við að flokka, sorpið safnast upp og nú er þetta allt saman að verða óaðskiljanlegur hluti borgarlandslagsins,“ sagði Bjarni. „Þetta eru stjórnvitringarnir sem bíða handan við hornið. Fólkið sem á í mestu vandræðum með að tæma úr ruslafötunum, það telur Íslandi borgið undir þeirra stjórn sem fyrst.“ Þá sneri hann sér að fjármálum Reykjavíkur. „Staðan á fjármálum Reykjavíkur er táknræn, þau eru í rusli.“ Hann sagði grunnþjónustuna drappast niður, pólitísku gæluverkefnin þenjast hratt út og skólastarf vera úr skorðum. Loks gantaðist hann að viðbrögðum borgarfulltrúa þegar sú staða kom upp í vetur að moka þurfti snjó af götunum. Hann vísaði til svars Alexöndru Briem borgarfulltrúa Pírata í kvöldfréttum RÚV í desember síðastliðnum þar sem hún sagði frá stýrihópi um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg í tengslum við mokstur á snjó. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Sjá meira
Bjarni hóf ávarpið á að fara yfir verk þingflokksins frá upphafi kjörtímabils og nefndi þar bætta stöðu ríkisfjármála. Hann nefndi innviði sem flokkurinn hefur stuðlað að því að styrkja, háskóla, nýsköpun og heilbrigðiskerfi. „En ólíkt vinum okkar hér í stjórnarandstöðunni þá lítum við hins vegar ekki á veski landsmanna sem opinn tékka. Nei við ætlum að sýna ábyrgð,“ sagði hann en skot á stjórnarandstöðuna varð síðan endurtekið stef ávarpsins. Leggur fram frumvarp um skattaafslætti Hann minntist á framþróun í nýsköpun og hrósaði þeim frumkvöðlum sem hafa verið áberandi á því sviði, sér í lagi á brugghúsamarkaði. Þá tók hann það fram að hann hyggst leggja til frumvarp í haust um sérstaka skattaafslætti fyrir þann hóp til að leggja grunn að enn öflugri starfsemi þeirra. Bjarni nefndi síðan stjórnarsamstarfið. Hann sagðist ekki sjá fyrir að ríkisstjórnin springi. Flokkurinn muni gera það sem hann geti til að koma í veg fyrir það. „Og ólíkt óstjórntækum smáflokkum sem við því miður þekkjum allt of vel af eigin raun, þá göngum við ekki frá hálfkláruðu verki þótt á móti blási,“ bætti hann við. Stjórnarandstaðan virði ekki lögin „Ég hef séð það síðustu daga að Helga Vala er mjög óánægð með dómsmálaráðherrann okkar. Það eru mikil meðmæli,“ sagði Bjarni áður en hann hóf að skjóta föstum skotum á stjórnarandstöðuna í tengslum við mál hælisleitenda. „Það eru margir sem eru háværir og fyrirferðarmiklir í fjölmiðlum að taka dálítið sviðið, oft með vondan málstað eins og þarna á við. Þeir sjá enga þörf á úrbætum í útlendingamálum.“ Hann sagði stjórnarandstöðuflokkana ekki hafa áhyggjur af því að virða lögin í málum hælisleitenda. „Markmið um að hafa stjórn á landamærunum og reglur um það hverjir ávinna sér rétt til búsetu á Íslandi og þjónustu á Íslandi. Þetta eru ekki reglur sem þeir leggja mikið upp úr að virða. Þegar við höfum fylgt löngu og allt of kostnaðarsömu ferli til að meta umsóknir um vernd á Íslandi og niðurstaðan er neitun, nú þá er það bara niðurstaðan kæru vinir. Og þá niðurstöðu ber að virða.“ Þá þakkaði hann Jóni og Guðrúnu dómsmálaráðherrum á núlíðandi kjörtímabili fyrir þeirra störf. Borgin „í rusli“ Hann skaut einnig fast á Samfylkinguna og vísaði til nýrrar umhverfisstefnu í borginni sem flokkurinn er að innleiða með nýju sorpflokkunarkerfi. „Þetta verkefni er afrakstur nokkurra stýrihópa en niðurstaðan er einföld. Rusl er ekki sótt. Borgarbúar hamast við að flokka, sorpið safnast upp og nú er þetta allt saman að verða óaðskiljanlegur hluti borgarlandslagsins,“ sagði Bjarni. „Þetta eru stjórnvitringarnir sem bíða handan við hornið. Fólkið sem á í mestu vandræðum með að tæma úr ruslafötunum, það telur Íslandi borgið undir þeirra stjórn sem fyrst.“ Þá sneri hann sér að fjármálum Reykjavíkur. „Staðan á fjármálum Reykjavíkur er táknræn, þau eru í rusli.“ Hann sagði grunnþjónustuna drappast niður, pólitísku gæluverkefnin þenjast hratt út og skólastarf vera úr skorðum. Loks gantaðist hann að viðbrögðum borgarfulltrúa þegar sú staða kom upp í vetur að moka þurfti snjó af götunum. Hann vísaði til svars Alexöndru Briem borgarfulltrúa Pírata í kvöldfréttum RÚV í desember síðastliðnum þar sem hún sagði frá stýrihópi um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg í tengslum við mokstur á snjó.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent