Körfubolti

Stjörnustrípað lið Bandaríkjanna ekki í vandræðum með Nýsjálendinga

Siggeir Ævarsson skrifar
Paolo Banchero, leikmaður Orlando Magic, var stigahæstur Bandaríkjamanna í dag
Paolo Banchero, leikmaður Orlando Magic, var stigahæstur Bandaríkjamanna í dag Vísir/Getty

Líkt og stundum áður mæta Bandaríkin til leiks á HM án sinna stærstu NBA stjarna. Liðið er þó ekki skipað neinum aukvisum og vann öruggan sigur í sínum fyrsta leik á mótinu í dag þegar Bandaríkin mættu Nýja-Sjálandi.

Lokatölur leiksins urðu 99-72. Eftir nokkuð jafnan fyrsta leikhluta var sigur Bandaríkjanna aldrei í mikilli hættu en þeir unnu alla leikhlutana eftir þann fyrsta

Paulo Banchero, leikmaður Orlando Magic, fór fyrir sínum mönnum í dag og skoraði 21 stig. Stigaskorið dreifðist vel hjá Bandaríkjamönnum en sex leikmenn komust í tveggja stafa tölu og allir leikmenn á skýrslu komu við sögu í leiknum

Tölfræði leiksins

Bandaríkin leika í riðli C ásamt Grikklandi, Jórdaníu og Nýja-Sjálandi. Fyrirfram þóttu Grikkir nokkuð líklegir til að gera sig gildandi á mótinu en eftir að Giannis Antetokounmpo dró sig út úr hópnum þá verða Bandaríkin að teljast ansi líkleg til að vinna riðilinn.

Lið Bandaríkjanna skortir ef til vill stjörnukraft en því skortir hvorki reynslu né sigurvilja og þjálfari liðsins Steve Kerr veit vel hvernig maður vinnur körfuboltaleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×