Maðurinn sem tryggði Argentínu heimsmeistaratitilinn kærður fyrir nauðgun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2023 07:00 Montiel skoraði úr síðustu spyrnu Argentínu í vítaspyrnukeppni gegn Frakklandi í úrslitaleik HM í Katar. Visionhaus/Getty Images Gonzalo Montiel, nýjasti leikmaður Nottingham Forest og maðurinn sem tryggði Argentínu heimsmeistaratitilinn í desember síðastliðnum, hefur verið kærður fyrir nauðgun í heimalandi sínu. The Athletic greinir frá en aðeins eru þrír dagar síðan Montiel gekk í raðir Forest í ensku úrvalsdeildinni á láni frá Sevilla á Spáni. Samkvæmt frétt The Athletic er Montiel kærður fyrir nauðgun sem átti sér stað á heimili hans árið 2019. Montiel, sem var leikmaður River Plate í Argentínu árið 2019, neitar sök. Hann ræddi við saksóknara frá Buenos Aires í júní á þessu ári vegna málsins. Nottingham Forest have signed Gonzalo Montiel despite him being accused of rape back in Argentina.He denies the accusations, but say things don't pan out as he hopes. #NFFC wouldn't have a moral leg to stand on. What are they thinking?@NickMiller79 https://t.co/hrFsDbzWRL— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 25, 2023 The Athletic hafði samband við Forest vegna málsins og sagðist félagið hafa verið ánægt eftir samræður við fulltrúa leikmannsins. Forest hefur rætt við lögmann leikmannsins en ekki saksóknara né lögmann meints fórnarlambs. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar í Argentínu segir fórnarlambið að þrír menn hafi nauðgað henni. Tvo þeirra gat hún ekki borið kennsl á en hún gat greint frá Montiel þar sem þau þekktust og höfðu sofið saman áður. Meint fórnarlamb segist nokkuð viss um að eitthvað hafi verið sett í drykk hennar en hún heim til Montiel þar sem hann átti afmæli og hafði boðið fullt af fólki. BREAKING: Gonzalo Montiel completes his Nottingham Forest medical ahead of a move from Sevilla pic.twitter.com/uogNkk4EKO— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 23, 2023 Málið er í vinnslu og stefna saksóknarar á að ræða við fleiri vitni sem voru viðstödd veisluhöldin árið 2019. Gæti farið svo að Montiel þurfi að mæta í skýrslutöku á nýjan leik. Verði Montiel fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér fangelsi frá sex mánuðum upp í 20 ár, fer lengd fangelsisvistar meðal annars eftir aldri fórnarlamba og brotaþola, sambandi þeirra og hversu miklu ofbeldi var beitt. Fótbolti HM 2022 í Katar Argentína Enski boltinn Kynferðisofbeldi Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Sjá meira
The Athletic greinir frá en aðeins eru þrír dagar síðan Montiel gekk í raðir Forest í ensku úrvalsdeildinni á láni frá Sevilla á Spáni. Samkvæmt frétt The Athletic er Montiel kærður fyrir nauðgun sem átti sér stað á heimili hans árið 2019. Montiel, sem var leikmaður River Plate í Argentínu árið 2019, neitar sök. Hann ræddi við saksóknara frá Buenos Aires í júní á þessu ári vegna málsins. Nottingham Forest have signed Gonzalo Montiel despite him being accused of rape back in Argentina.He denies the accusations, but say things don't pan out as he hopes. #NFFC wouldn't have a moral leg to stand on. What are they thinking?@NickMiller79 https://t.co/hrFsDbzWRL— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 25, 2023 The Athletic hafði samband við Forest vegna málsins og sagðist félagið hafa verið ánægt eftir samræður við fulltrúa leikmannsins. Forest hefur rætt við lögmann leikmannsins en ekki saksóknara né lögmann meints fórnarlambs. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar í Argentínu segir fórnarlambið að þrír menn hafi nauðgað henni. Tvo þeirra gat hún ekki borið kennsl á en hún gat greint frá Montiel þar sem þau þekktust og höfðu sofið saman áður. Meint fórnarlamb segist nokkuð viss um að eitthvað hafi verið sett í drykk hennar en hún heim til Montiel þar sem hann átti afmæli og hafði boðið fullt af fólki. BREAKING: Gonzalo Montiel completes his Nottingham Forest medical ahead of a move from Sevilla pic.twitter.com/uogNkk4EKO— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 23, 2023 Málið er í vinnslu og stefna saksóknarar á að ræða við fleiri vitni sem voru viðstödd veisluhöldin árið 2019. Gæti farið svo að Montiel þurfi að mæta í skýrslutöku á nýjan leik. Verði Montiel fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér fangelsi frá sex mánuðum upp í 20 ár, fer lengd fangelsisvistar meðal annars eftir aldri fórnarlamba og brotaþola, sambandi þeirra og hversu miklu ofbeldi var beitt.
Fótbolti HM 2022 í Katar Argentína Enski boltinn Kynferðisofbeldi Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Sjá meira