Lukaku gæti endað í hlýjum faðmi Mourinho Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2023 18:31 Gætu sameinað krafta sína á nýjan leik. Alex Livesey/Getty Images Eftir að hafa verið orðaður við sitt fyrrum félag Inter brenndi Romelu Lukaku allar brýr til Mílanó þegar hann virtist á leið til Juventus. Það féll upp fyrir en það stöðvaði ekki leið Lukaku til Ítalíu. Nú virðist hann vera á leið til Rómaborgar þar sem fyrrverandi þjálfari hans ræður ríkjum. Ferill hins þrítuga Lukaku hefur verið heldur undarlegur síðustu misseri. Eftir að verða Ítalíumeistari með Inter vorið 2021 ákvað framherjinn að ganga aftur í raðir Chelsea á Englandi en hann var upphaflega á mála hjá félaginu frá árinu 2011 til 2014. Lukaku leið hins vegar ekki vel hjá Chelsea og var fljótur að koma sér í vandræði með því að tala um hversu mikið hann elskaði Inter og vildi spila fyrir félagið á nýjan leik. Hann var á endanum lánaður aftur til Ítalíu á síðustu leiktíð og talið var næsta öruggt að Inter myndi kaupa hann í sumar. Vandamálið er að Inter á voða lítið af pening til að eyða í leikmenn, félagið hefur aðeins eytt rúmum 35 milljónum evra í leikmenn í sumar á meðan rúmar 130 milljónir evra hafa komið inn fyrir sölur á leikmönnum. Það ásamt því að Lukaku var einnig í viðræðum við Juventus á sama tíma varð til þess að Inter hætti við að fá leikmanninn í sínar raðir. Stuttu eftir að Juventus dró sig út úr „kapphlaupinu“ varð ljóst að Lukaku virðist alveg sama hvar á Ítalíu hann spilar. Nú hefur Lukaku verið orðaður við Roma þar sem José Mourinho er við stjórnvölin. Þeir þekkjast ágætlega en Lukaku var þjálfari Manchester United þegar Lukaku kom þangað. Roma are in talks with Chelsea about taking striker Romelu Lukaku on loan this season.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2023 Roma er í leit að framherja þar sem Tammy Abraham er meiddur og Chelsea virðist tilbúið að leyfa Lukaku að fara á láni. Mauricio Pochettino, þjálfari Chelsea, hefur ekki útilokað að nota Lukaku en markmiðið virðist þó að losa hann af launaskrá og senda hann frá Lundúnum. Hvort liðin nái hins vegar saman um kaup og kjör, ásamt kaupverði næsta sumar, á eftir að koma í ljós. Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu lokar 1. september en er þó opinn örlítið lengur í Tyrklandi og Sádi-Arabíu. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira
Ferill hins þrítuga Lukaku hefur verið heldur undarlegur síðustu misseri. Eftir að verða Ítalíumeistari með Inter vorið 2021 ákvað framherjinn að ganga aftur í raðir Chelsea á Englandi en hann var upphaflega á mála hjá félaginu frá árinu 2011 til 2014. Lukaku leið hins vegar ekki vel hjá Chelsea og var fljótur að koma sér í vandræði með því að tala um hversu mikið hann elskaði Inter og vildi spila fyrir félagið á nýjan leik. Hann var á endanum lánaður aftur til Ítalíu á síðustu leiktíð og talið var næsta öruggt að Inter myndi kaupa hann í sumar. Vandamálið er að Inter á voða lítið af pening til að eyða í leikmenn, félagið hefur aðeins eytt rúmum 35 milljónum evra í leikmenn í sumar á meðan rúmar 130 milljónir evra hafa komið inn fyrir sölur á leikmönnum. Það ásamt því að Lukaku var einnig í viðræðum við Juventus á sama tíma varð til þess að Inter hætti við að fá leikmanninn í sínar raðir. Stuttu eftir að Juventus dró sig út úr „kapphlaupinu“ varð ljóst að Lukaku virðist alveg sama hvar á Ítalíu hann spilar. Nú hefur Lukaku verið orðaður við Roma þar sem José Mourinho er við stjórnvölin. Þeir þekkjast ágætlega en Lukaku var þjálfari Manchester United þegar Lukaku kom þangað. Roma are in talks with Chelsea about taking striker Romelu Lukaku on loan this season.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2023 Roma er í leit að framherja þar sem Tammy Abraham er meiddur og Chelsea virðist tilbúið að leyfa Lukaku að fara á láni. Mauricio Pochettino, þjálfari Chelsea, hefur ekki útilokað að nota Lukaku en markmiðið virðist þó að losa hann af launaskrá og senda hann frá Lundúnum. Hvort liðin nái hins vegar saman um kaup og kjör, ásamt kaupverði næsta sumar, á eftir að koma í ljós. Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu lokar 1. september en er þó opinn örlítið lengur í Tyrklandi og Sádi-Arabíu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira