Lukaku gæti endað í hlýjum faðmi Mourinho Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2023 18:31 Gætu sameinað krafta sína á nýjan leik. Alex Livesey/Getty Images Eftir að hafa verið orðaður við sitt fyrrum félag Inter brenndi Romelu Lukaku allar brýr til Mílanó þegar hann virtist á leið til Juventus. Það féll upp fyrir en það stöðvaði ekki leið Lukaku til Ítalíu. Nú virðist hann vera á leið til Rómaborgar þar sem fyrrverandi þjálfari hans ræður ríkjum. Ferill hins þrítuga Lukaku hefur verið heldur undarlegur síðustu misseri. Eftir að verða Ítalíumeistari með Inter vorið 2021 ákvað framherjinn að ganga aftur í raðir Chelsea á Englandi en hann var upphaflega á mála hjá félaginu frá árinu 2011 til 2014. Lukaku leið hins vegar ekki vel hjá Chelsea og var fljótur að koma sér í vandræði með því að tala um hversu mikið hann elskaði Inter og vildi spila fyrir félagið á nýjan leik. Hann var á endanum lánaður aftur til Ítalíu á síðustu leiktíð og talið var næsta öruggt að Inter myndi kaupa hann í sumar. Vandamálið er að Inter á voða lítið af pening til að eyða í leikmenn, félagið hefur aðeins eytt rúmum 35 milljónum evra í leikmenn í sumar á meðan rúmar 130 milljónir evra hafa komið inn fyrir sölur á leikmönnum. Það ásamt því að Lukaku var einnig í viðræðum við Juventus á sama tíma varð til þess að Inter hætti við að fá leikmanninn í sínar raðir. Stuttu eftir að Juventus dró sig út úr „kapphlaupinu“ varð ljóst að Lukaku virðist alveg sama hvar á Ítalíu hann spilar. Nú hefur Lukaku verið orðaður við Roma þar sem José Mourinho er við stjórnvölin. Þeir þekkjast ágætlega en Lukaku var þjálfari Manchester United þegar Lukaku kom þangað. Roma are in talks with Chelsea about taking striker Romelu Lukaku on loan this season.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2023 Roma er í leit að framherja þar sem Tammy Abraham er meiddur og Chelsea virðist tilbúið að leyfa Lukaku að fara á láni. Mauricio Pochettino, þjálfari Chelsea, hefur ekki útilokað að nota Lukaku en markmiðið virðist þó að losa hann af launaskrá og senda hann frá Lundúnum. Hvort liðin nái hins vegar saman um kaup og kjör, ásamt kaupverði næsta sumar, á eftir að koma í ljós. Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu lokar 1. september en er þó opinn örlítið lengur í Tyrklandi og Sádi-Arabíu. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Ferill hins þrítuga Lukaku hefur verið heldur undarlegur síðustu misseri. Eftir að verða Ítalíumeistari með Inter vorið 2021 ákvað framherjinn að ganga aftur í raðir Chelsea á Englandi en hann var upphaflega á mála hjá félaginu frá árinu 2011 til 2014. Lukaku leið hins vegar ekki vel hjá Chelsea og var fljótur að koma sér í vandræði með því að tala um hversu mikið hann elskaði Inter og vildi spila fyrir félagið á nýjan leik. Hann var á endanum lánaður aftur til Ítalíu á síðustu leiktíð og talið var næsta öruggt að Inter myndi kaupa hann í sumar. Vandamálið er að Inter á voða lítið af pening til að eyða í leikmenn, félagið hefur aðeins eytt rúmum 35 milljónum evra í leikmenn í sumar á meðan rúmar 130 milljónir evra hafa komið inn fyrir sölur á leikmönnum. Það ásamt því að Lukaku var einnig í viðræðum við Juventus á sama tíma varð til þess að Inter hætti við að fá leikmanninn í sínar raðir. Stuttu eftir að Juventus dró sig út úr „kapphlaupinu“ varð ljóst að Lukaku virðist alveg sama hvar á Ítalíu hann spilar. Nú hefur Lukaku verið orðaður við Roma þar sem José Mourinho er við stjórnvölin. Þeir þekkjast ágætlega en Lukaku var þjálfari Manchester United þegar Lukaku kom þangað. Roma are in talks with Chelsea about taking striker Romelu Lukaku on loan this season.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2023 Roma er í leit að framherja þar sem Tammy Abraham er meiddur og Chelsea virðist tilbúið að leyfa Lukaku að fara á láni. Mauricio Pochettino, þjálfari Chelsea, hefur ekki útilokað að nota Lukaku en markmiðið virðist þó að losa hann af launaskrá og senda hann frá Lundúnum. Hvort liðin nái hins vegar saman um kaup og kjör, ásamt kaupverði næsta sumar, á eftir að koma í ljós. Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu lokar 1. september en er þó opinn örlítið lengur í Tyrklandi og Sádi-Arabíu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira