Karabatic lætur gott heita eftir tímabilið Aron Guðmundsson skrifar 25. ágúst 2023 14:52 Karabatic í baráttunni við íslenska landsliðið á EM 2022 Franska handboltagoðsögnin Nikola Karabatic leggur skóna á hilluna eftir þetta tímabil. Frá þessu greinir Karabatic í opnu bréfi til stuðningsmanna Paris Saint-Germain í dag. Hinn 40 ára gamli Karabatic er einn sá besti, ef ekki besti handboltamaður sem hefur nokkru sinni stigið fæti inn á handboltavöllinn og hefur hann á sínum ferli reynst afar sigursæll. Með franska landsliðinu hefur hann þrisvar sinnum unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikunum, fjórum sinnum orðið heimsmeistari og þrisvar sinnum Evrópumeistari. Karabatic hefur átt ótrúlegan feril með franska landsliðinu.vísir/getty Í félagsliða boltanum hefur hann þrisvar sinnum verið í sigurliði í Meistaradeild Evrópu og getur á þessu tímabili bætt við sínum sextánda Frakklandsmeistaratitli. Þá hefur hann einnig unnið alla helstu titla í Þýskalandi og á Spáni og mun nú enda feril sinn þar sem að hann hófst, í heimalandi sínu Frakklandi. „Lífið gefur okkur stundum fallegar gjafir, eins og að geta klárað ákveðna vegferð þar sem að hún byrjaði,“ skrifar Karabatic í opnu bréfi til stuðningsmanna PSG. „Í dag held ég inn í 22. og síðasta tímabil mitt sem atvinnumaður, í treyju Paris Saint-Germain. Félags sem á sérstakan stað í hjarta mínu.“ Hann segir að í gegnum sinn feril í atvinnumennsku hafi hann lagt allt sitt í vegferðina. „Hjarta og sál í þessa íþrótt sem ég ann svo mikið og meiri virðingu fyrir en allt annað.“ Karabatic hefur háð nokkrar rimmurnar við íslenska landsliðið. Meðal annars í úrslitaleik Ólympíuleikanna 2008 í Peking. Þá hafi hann á þessum árum kynnst yndislegu fólki sem hefur haft mikil áhrif á hans líf. „Og sú sem stendur þar fremri öðrum er er Géraldine, maki minn, og þökk sé henni hef ég notið þess að geta spilað fyrir framan börnin okkar undanfarin ár. Þau eru mitt stærsta afrek.“ Fólk geti treyst á að það sem eftir lifi af hans atvinnumannaferli mun Karabatic leggja sig 200% fram. Það geri hann í þakklætisskyni fyrir stuðninginn. „Nostalgían kemur seinna.“ Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Hinn 40 ára gamli Karabatic er einn sá besti, ef ekki besti handboltamaður sem hefur nokkru sinni stigið fæti inn á handboltavöllinn og hefur hann á sínum ferli reynst afar sigursæll. Með franska landsliðinu hefur hann þrisvar sinnum unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikunum, fjórum sinnum orðið heimsmeistari og þrisvar sinnum Evrópumeistari. Karabatic hefur átt ótrúlegan feril með franska landsliðinu.vísir/getty Í félagsliða boltanum hefur hann þrisvar sinnum verið í sigurliði í Meistaradeild Evrópu og getur á þessu tímabili bætt við sínum sextánda Frakklandsmeistaratitli. Þá hefur hann einnig unnið alla helstu titla í Þýskalandi og á Spáni og mun nú enda feril sinn þar sem að hann hófst, í heimalandi sínu Frakklandi. „Lífið gefur okkur stundum fallegar gjafir, eins og að geta klárað ákveðna vegferð þar sem að hún byrjaði,“ skrifar Karabatic í opnu bréfi til stuðningsmanna PSG. „Í dag held ég inn í 22. og síðasta tímabil mitt sem atvinnumaður, í treyju Paris Saint-Germain. Félags sem á sérstakan stað í hjarta mínu.“ Hann segir að í gegnum sinn feril í atvinnumennsku hafi hann lagt allt sitt í vegferðina. „Hjarta og sál í þessa íþrótt sem ég ann svo mikið og meiri virðingu fyrir en allt annað.“ Karabatic hefur háð nokkrar rimmurnar við íslenska landsliðið. Meðal annars í úrslitaleik Ólympíuleikanna 2008 í Peking. Þá hafi hann á þessum árum kynnst yndislegu fólki sem hefur haft mikil áhrif á hans líf. „Og sú sem stendur þar fremri öðrum er er Géraldine, maki minn, og þökk sé henni hef ég notið þess að geta spilað fyrir framan börnin okkar undanfarin ár. Þau eru mitt stærsta afrek.“ Fólk geti treyst á að það sem eftir lifi af hans atvinnumannaferli mun Karabatic leggja sig 200% fram. Það geri hann í þakklætisskyni fyrir stuðninginn. „Nostalgían kemur seinna.“
Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira