Framvísaði fölsuðum skilríkjum og fer í fangelsi Árni Sæberg skrifar 25. ágúst 2023 14:48 Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Vísir/Vilhelm Erlendur ríkisborgari hefur verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar, þar af tveggja óskilorðsbundinna, fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum og koma því þannig til leiðar að hann hlaut fullnaðarskráningu hjá Þjóðskrá Íslands á fölskum forsendum. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í fyrradag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga, útlendingalögum og skjalafals, með því að hafa framvísað í blekkingarskyni við starfsfólk Þjóðskrár Íslands grunnfölsuðu ítölsku kennivottorði. Þannig hafi honum verið kleift að starfa hér á landi á fölsku auðkenni hjá ótilgreindu fyrirtæki á árunum 2019 og 2020, án þess að sækja um atvinnuleyfi, og dvalið í heimildarleysi á Íslandi og Schengen-svæðinu, án áritana og dvalarleyfis, á framangreindu tímabili. Skrópaði Maðurinn var ekki viðstaddur þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll. Því gekk útivistardómur í málinu og háttsemi hans talin sönnuð með vísan til rannsóknargagna. Við ákvörðun refsingar var til þess litið að með brotum sínum var manninum kleift að starfa hér á landi um sextán mánaða skeið án þess að sækja um atvinnuleyfi. Þá var einnig tekið mið af því að ríkir einstaklings-og almannahagsmunir eru bundnir við það að einstaklingar noti rétt persónuauðkenni. Með hliðsjón af því var maðurinn dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar. Fullnustu þrjátíu daga refsingarinnar var frestað og fellur niður að tveimur árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í fyrradag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga, útlendingalögum og skjalafals, með því að hafa framvísað í blekkingarskyni við starfsfólk Þjóðskrár Íslands grunnfölsuðu ítölsku kennivottorði. Þannig hafi honum verið kleift að starfa hér á landi á fölsku auðkenni hjá ótilgreindu fyrirtæki á árunum 2019 og 2020, án þess að sækja um atvinnuleyfi, og dvalið í heimildarleysi á Íslandi og Schengen-svæðinu, án áritana og dvalarleyfis, á framangreindu tímabili. Skrópaði Maðurinn var ekki viðstaddur þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll. Því gekk útivistardómur í málinu og háttsemi hans talin sönnuð með vísan til rannsóknargagna. Við ákvörðun refsingar var til þess litið að með brotum sínum var manninum kleift að starfa hér á landi um sextán mánaða skeið án þess að sækja um atvinnuleyfi. Þá var einnig tekið mið af því að ríkir einstaklings-og almannahagsmunir eru bundnir við það að einstaklingar noti rétt persónuauðkenni. Með hliðsjón af því var maðurinn dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar. Fullnustu þrjátíu daga refsingarinnar var frestað og fellur niður að tveimur árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira