Dómur fyrir hrottalega frelsissviptingu ekki bersýnilega rangur Jón Þór Stefánsson skrifar 25. ágúst 2023 13:44 Hæstiréttur mun ekki taka mál Þórðar fyrir. Vilhelm Gunnarsson Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarleyfisbeiðni Þórðar Más Sigurjónssonar sem var sakfelldur fyrir frelsissviptingu, líkamsárás og hótanir, sem og önnur brot. Maðurinn vildi meina að dómar héraðsdóms og Landsréttar í málinu væru bersýnilega rangir, en Hæstiréttur féllst ekki á það. Í fyrra dæmdi Héraðsdómur Norðurlands eystra fimm menn í fangelsi vegna málsins og í júní á þessu ári staðfesti Landsréttur refsingarnar. Vægustu dómarnir voru tólf mánaða skilorðsbundnir dómar. Sá þyngsti var fjögur ár, en það var Þórður sem fékk hann. Hótuðu að henda honum í Goðafoss Atburðurinn sem málið varðar snýst um frelsissviptingu sem átti sér stað á Akureyri í september 2017. Sakborningarnir voru ákærðir fyrir að mæla sér mót við brotaþola, ráðist á hann, bundið hann og flutt með bíl í gluggalausa geymslu gegn hans vilja. Síðan hafi þeir neytt manninn til fara í sturtu og beitt hann margvíslegu ofbeldi í kjallara hússins. Til að mynda hafi þeir hótað manninum að þeir myndu henda honum í Goðafoss. Þar á eftir hafi þeir þvingað manninn ofan í stóran plastpoka og eftir það var hann keyrður á annan stað og skilinn eftir. Frelsissviptingin á að hafa tekið tæpar sex klukkustundir. Sagðist eiga engan þátt í háttseminni Í framburði Þórðar Más og brotaþola var eitthvað samræmi en þeir voru að mestu leiti ósammála um atburðarásina og hvort að brotaþolinn hefði verið sviptur frelsi. Þórður játaði að hafa löðrungað brotaþolann og rakað hár hans, en neitaði öðru. Í dómi héraðsdóms segir að framburður hans hafi verið svo ótrúverðugur að dómurinn hafi þurft að hafna honum. Áfrýjunarleyfisbeiðni Þórðar gekk út á að Héraðsdómur og Landsréttur hefðu lesið ranglega úr ákæru og metið sönnunargögn málsins með röngum hætti. Því hafi hann hafi verið sakfelldur fyrir háttsemi sem hann hafi engan þátt átt í og annar maður verið sýknaður af. Hæstiréttur gekkst ekki við því og hafnaði beiðninni. Dómsmál Akureyri Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Í fyrra dæmdi Héraðsdómur Norðurlands eystra fimm menn í fangelsi vegna málsins og í júní á þessu ári staðfesti Landsréttur refsingarnar. Vægustu dómarnir voru tólf mánaða skilorðsbundnir dómar. Sá þyngsti var fjögur ár, en það var Þórður sem fékk hann. Hótuðu að henda honum í Goðafoss Atburðurinn sem málið varðar snýst um frelsissviptingu sem átti sér stað á Akureyri í september 2017. Sakborningarnir voru ákærðir fyrir að mæla sér mót við brotaþola, ráðist á hann, bundið hann og flutt með bíl í gluggalausa geymslu gegn hans vilja. Síðan hafi þeir neytt manninn til fara í sturtu og beitt hann margvíslegu ofbeldi í kjallara hússins. Til að mynda hafi þeir hótað manninum að þeir myndu henda honum í Goðafoss. Þar á eftir hafi þeir þvingað manninn ofan í stóran plastpoka og eftir það var hann keyrður á annan stað og skilinn eftir. Frelsissviptingin á að hafa tekið tæpar sex klukkustundir. Sagðist eiga engan þátt í háttseminni Í framburði Þórðar Más og brotaþola var eitthvað samræmi en þeir voru að mestu leiti ósammála um atburðarásina og hvort að brotaþolinn hefði verið sviptur frelsi. Þórður játaði að hafa löðrungað brotaþolann og rakað hár hans, en neitaði öðru. Í dómi héraðsdóms segir að framburður hans hafi verið svo ótrúverðugur að dómurinn hafi þurft að hafna honum. Áfrýjunarleyfisbeiðni Þórðar gekk út á að Héraðsdómur og Landsréttur hefðu lesið ranglega úr ákæru og metið sönnunargögn málsins með röngum hætti. Því hafi hann hafi verið sakfelldur fyrir háttsemi sem hann hafi engan þátt átt í og annar maður verið sýknaður af. Hæstiréttur gekkst ekki við því og hafnaði beiðninni.
Dómsmál Akureyri Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira