Lét vinskap við dómara hafa áhrif á notkun VAR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2023 10:30 Mike Dean hætti að dæma í deildinni eftir 2021-22 og gerðist myndbandadómari. Getty/Richard Heathcote Mike Dean er hættur að dæma en 28 ára ferli hans lauk eftir síðasta tímabil. Hann hefur nú viðurkennt að vinskapur hans við annan dómara kom í veg fyrir afskipti myndbandsdómara í leik í ensku úrvalsdeildinni. Dean var myndbandsdómari í 2-2 jafntefli Chelsea og Tottenham í ágúst 2022. Dómari leiksins var góðvinur hans, Anthony Taylor. Rétt áður en Harry Kane jafnaði leikinn og tryggði Tottenham stigið þá fannst Chelsea að liðið ætti að fá vítaspyrnu. Cristian Romero togaði þá í hár Marc Cucurella. Aumkunarvert Dean hefur viðurkennt að það var virkilega slæm ákvörðun hjá honum að láta Taylor ekki skoða atvikið á skjá. Mike Dean declined to use VAR to save Anthony Taylor from grief: I missed the stupid hair pull at Chelsea versus Tottenham which was pathetic from my point of view.It's one of them where if I had my time again, what would I do? I'd send Anthony [Taylor] to the screen. I think pic.twitter.com/1zvWOx2jAt— Football Talk (@FootballTalkHQ) August 25, 2023 „Ég missti af þessu fáránlega hártogi í leik Chelsea og Tottenham sem var aumkunarvert,“ sagði Mike Dean í viðtali í hlaðvarpsþætti Simon Jordan sem heitir „Up Front“. Breska ríkisútvarpið segir frá. „Þetta er eitt af þessum skiptum sem ég vildi að ég gæti endurtekið. Ég hefði þá sent Anthony [Taylor] í skjáinn,“ sagði Dean en hann taldi sig vera að passa upp á dómarann með því að skipta sér ekki af þessu. Það hafði gengið mikið á í leiknum og báðir knattspyrnustjórarnir voru komnir með gult spjald. Hann er líka vinur minn „Ég sagði við Anthony eftir leikinn: Ég vildi ekki senda þig í skjáinn vegna þess sem hafði gengið á áður í leiknum,“ sagði Dean. Not a great week for Mike Dean admits he allowed the hair pull Spurs goal at Chelsea to stand last season to save his mate Anthony Taylor grief and insists Alexis Mac Allister s red card was correct #LFC #CFC pic.twitter.com/CW5L38HQRx— Kevin Palmer (@RealKevinPalmer) August 25, 2023 „Ég vildi ekki senda hann í skjáinn af því að hann er líka vinur minn og ég vildi ekki koma honum í meiri vandræði í leiknum,“ sagði Dean. Dean varð myndbandsdómari í fyrravetur eftir að hafa hætt að dæma eftir 2021-22 tímabilið. Hann dæmdi á sínum tíma yfir fimm hundruð leiki í ensku úrvalsdeildinni. Hann entist hins vegar ekki lengi í myndbandsdómgæslunni því hann hætti aðeins tveimur mánuðum eftir þennan umdeilda leik á Stamford Bridge. Voru stór mistök „Þetta voru stór mistök. Ef þeir hefðu ekki jafnað metin þá hefði þetta ekki orðið að eins stóru máli. Ég vissi það strax þá að ég fengi ekki verkefni vikuna eftir. Ég bað líka um að fá frí því þetta var bara ekki fyrir mig,“ sagði Dean. „Ég var vanur að setjast inn í bíl á föstudögum og kveið fyrir laugardeginum. Ég hugsaði: Vonandi gerist ekkert. Ég sat skíthræddur í bílnum,“ viðurkenndi Dean. I actually can t believe Mike Dean has willingly admitted this under his own steam. It s bonkers. pic.twitter.com/xdwKNmMNdr— HLTCO (@HLTCO) August 25, 2023 Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
Dean var myndbandsdómari í 2-2 jafntefli Chelsea og Tottenham í ágúst 2022. Dómari leiksins var góðvinur hans, Anthony Taylor. Rétt áður en Harry Kane jafnaði leikinn og tryggði Tottenham stigið þá fannst Chelsea að liðið ætti að fá vítaspyrnu. Cristian Romero togaði þá í hár Marc Cucurella. Aumkunarvert Dean hefur viðurkennt að það var virkilega slæm ákvörðun hjá honum að láta Taylor ekki skoða atvikið á skjá. Mike Dean declined to use VAR to save Anthony Taylor from grief: I missed the stupid hair pull at Chelsea versus Tottenham which was pathetic from my point of view.It's one of them where if I had my time again, what would I do? I'd send Anthony [Taylor] to the screen. I think pic.twitter.com/1zvWOx2jAt— Football Talk (@FootballTalkHQ) August 25, 2023 „Ég missti af þessu fáránlega hártogi í leik Chelsea og Tottenham sem var aumkunarvert,“ sagði Mike Dean í viðtali í hlaðvarpsþætti Simon Jordan sem heitir „Up Front“. Breska ríkisútvarpið segir frá. „Þetta er eitt af þessum skiptum sem ég vildi að ég gæti endurtekið. Ég hefði þá sent Anthony [Taylor] í skjáinn,“ sagði Dean en hann taldi sig vera að passa upp á dómarann með því að skipta sér ekki af þessu. Það hafði gengið mikið á í leiknum og báðir knattspyrnustjórarnir voru komnir með gult spjald. Hann er líka vinur minn „Ég sagði við Anthony eftir leikinn: Ég vildi ekki senda þig í skjáinn vegna þess sem hafði gengið á áður í leiknum,“ sagði Dean. Not a great week for Mike Dean admits he allowed the hair pull Spurs goal at Chelsea to stand last season to save his mate Anthony Taylor grief and insists Alexis Mac Allister s red card was correct #LFC #CFC pic.twitter.com/CW5L38HQRx— Kevin Palmer (@RealKevinPalmer) August 25, 2023 „Ég vildi ekki senda hann í skjáinn af því að hann er líka vinur minn og ég vildi ekki koma honum í meiri vandræði í leiknum,“ sagði Dean. Dean varð myndbandsdómari í fyrravetur eftir að hafa hætt að dæma eftir 2021-22 tímabilið. Hann dæmdi á sínum tíma yfir fimm hundruð leiki í ensku úrvalsdeildinni. Hann entist hins vegar ekki lengi í myndbandsdómgæslunni því hann hætti aðeins tveimur mánuðum eftir þennan umdeilda leik á Stamford Bridge. Voru stór mistök „Þetta voru stór mistök. Ef þeir hefðu ekki jafnað metin þá hefði þetta ekki orðið að eins stóru máli. Ég vissi það strax þá að ég fengi ekki verkefni vikuna eftir. Ég bað líka um að fá frí því þetta var bara ekki fyrir mig,“ sagði Dean. „Ég var vanur að setjast inn í bíl á föstudögum og kveið fyrir laugardeginum. Ég hugsaði: Vonandi gerist ekkert. Ég sat skíthræddur í bílnum,“ viðurkenndi Dean. I actually can t believe Mike Dean has willingly admitted this under his own steam. It s bonkers. pic.twitter.com/xdwKNmMNdr— HLTCO (@HLTCO) August 25, 2023
Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira