Al-Ittihad ætlar sér Salah sem yrði launahærri en Ronaldo Smári Jökull Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 21:16 Salah á æfingu með Liverpool. Vísir/Getty Sádiarabíska félagið Al-Ittihad er tilbúið að gera Mohamed Salah að launahæsta knattspyrnumanni í heimi. Heimildamaður Skysports segir Egyptan tilbúinn til að hlusta á hvað félagið hefur að bjóða. Mohamed Salah skrifaði undir samning við Liverpool sumarið 2022 og á enn tvö ár eftir af þeim samninigi. Hann hefur verið á lista hjá Al-Ittihad um nokkurt skeið og nú hefur Skysports greint frá því að félagið sé tilbúið að gera hann að launahæsta knattspyrnumanni í heimi. Félagið hefur gert tilraunir til að næla í Salah fyrr í félagaskiptaglugganum en öllum viðræðum hefur verið hafnað af forráðamönnum Liverpool. Skysports greinir frá því að einn heimildamaður miðilsins vilji meina að nú vilji Salah skoða hvað Al-Ittihad hafi að bjóða. Al-Ittihad have a concrete interest in signing Mohamed Salah from Liverpool. Saudi Pro League club making a renewed attempt to recruit 31yo Egypt international forward. Unclear at this stage if a move will materialise @TheAthleticFC #LFC #AlIttihad #SPL https://t.co/1SVO8kgxo1— David Ornstein (@David_Ornstein) August 24, 2023 Umboðsmaður Salah Remy Abbas Issa sagði fyrr í mánuðinum að Salah væri skuldbundinn Liverpool og að hann væri ekki á förum. Al-Ittihad hefur nú þegar fest kaup á Karim Benzema, Fabinho og N´Golo Kante. Þeir fengu einnig Jota til liðs við sig frá Celtic en nú þegar eru uppi sögusagnir um að hann sé á útleið. Forráðamenn sádiarabíska félagsins vilja Salah í hans stað. „Þá hefur versta martröð Klopp orðið að veruleika“ Það sem gerir Liverpool ögn erfiðara um vik er að félagaskiptaglugginn í Sádi Arabíu er opinn lengur en á Englandi. Komi tilboð sem félagið getur ekki hafnað eftir að glugginn lokar, getur félagið ekki fundið mann í stað Salah. „Ég held að Salah sé bara ekki til sölu. Hann er hæstlaunaðasti leikmaður Liverpool. Það síðasta sem Jurgen Klopp vill er að missa hann svona seint í glugganum. Klopp sagði nýlega að hann væri óánægður með að glugginn í Sádi Arabíu væri opinn svona lengi eftir að sá enski lokar,“ segir Kaveh Solhekol fréttamaður Skysports. „Ef Al-Ittihad gerir tilboð í Salah eftir að glugginn lokar þá hefur versta martröð Klopp orðið að veruleika.“ „Við höfum séð þetta aftur og aftur í sumar. Sádísk félög eru með skotmörk og henda peningum í átt að þeim. Við erum að tala um ótrúlegar upphæðir. Okkur hefur verið sagt að sumir leikmannanna sem eru tregir að flytja sig um set fái þau skilaboð að þeir geti fengið helming samningsins greiddan strax og það skattlaust.“ Sádiarabíski boltinn Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira
Mohamed Salah skrifaði undir samning við Liverpool sumarið 2022 og á enn tvö ár eftir af þeim samninigi. Hann hefur verið á lista hjá Al-Ittihad um nokkurt skeið og nú hefur Skysports greint frá því að félagið sé tilbúið að gera hann að launahæsta knattspyrnumanni í heimi. Félagið hefur gert tilraunir til að næla í Salah fyrr í félagaskiptaglugganum en öllum viðræðum hefur verið hafnað af forráðamönnum Liverpool. Skysports greinir frá því að einn heimildamaður miðilsins vilji meina að nú vilji Salah skoða hvað Al-Ittihad hafi að bjóða. Al-Ittihad have a concrete interest in signing Mohamed Salah from Liverpool. Saudi Pro League club making a renewed attempt to recruit 31yo Egypt international forward. Unclear at this stage if a move will materialise @TheAthleticFC #LFC #AlIttihad #SPL https://t.co/1SVO8kgxo1— David Ornstein (@David_Ornstein) August 24, 2023 Umboðsmaður Salah Remy Abbas Issa sagði fyrr í mánuðinum að Salah væri skuldbundinn Liverpool og að hann væri ekki á förum. Al-Ittihad hefur nú þegar fest kaup á Karim Benzema, Fabinho og N´Golo Kante. Þeir fengu einnig Jota til liðs við sig frá Celtic en nú þegar eru uppi sögusagnir um að hann sé á útleið. Forráðamenn sádiarabíska félagsins vilja Salah í hans stað. „Þá hefur versta martröð Klopp orðið að veruleika“ Það sem gerir Liverpool ögn erfiðara um vik er að félagaskiptaglugginn í Sádi Arabíu er opinn lengur en á Englandi. Komi tilboð sem félagið getur ekki hafnað eftir að glugginn lokar, getur félagið ekki fundið mann í stað Salah. „Ég held að Salah sé bara ekki til sölu. Hann er hæstlaunaðasti leikmaður Liverpool. Það síðasta sem Jurgen Klopp vill er að missa hann svona seint í glugganum. Klopp sagði nýlega að hann væri óánægður með að glugginn í Sádi Arabíu væri opinn svona lengi eftir að sá enski lokar,“ segir Kaveh Solhekol fréttamaður Skysports. „Ef Al-Ittihad gerir tilboð í Salah eftir að glugginn lokar þá hefur versta martröð Klopp orðið að veruleika.“ „Við höfum séð þetta aftur og aftur í sumar. Sádísk félög eru með skotmörk og henda peningum í átt að þeim. Við erum að tala um ótrúlegar upphæðir. Okkur hefur verið sagt að sumir leikmannanna sem eru tregir að flytja sig um set fái þau skilaboð að þeir geti fengið helming samningsins greiddan strax og það skattlaust.“
Sádiarabíski boltinn Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira