„Þetta á ekki heima á fótboltavellinum eða neins staðar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2023 14:01 Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum. vísir/jóhann Knattspyrnudeild ÍBV harmar framkomu stuðningsmanna liðsins í leiknum gegn Val í Bestu deild kvenna í lok síðasta mánaðar. ÍBV fékk hundrað þúsund króna sekt vegna ókvæðisorða sem nokkrir stuðningsmenn liðsins létu rigna yfir annan aðstoðardómara leiksins. Eyjamenn ætla að endurskoða verkferla hjá sér og vonast til að svona lagað komi ekki fyrir aftur. Í skýrslu dómara leiksins kemur fram að stuðningsmenn ÍBV hafi komið sér fyrir aftan við aðstoðardómara eitt, Ásgeir Viktorsson, utan áhorfendasvæðis, og ausið yfir hann fúkyrðum. „Ummælin sem fram komu voru af þeim toga að þau gátu vakið óhug og vanlíðan hjá AD1 og áttu ekkert skylt við knattspyrnu,“ segir í skýrslu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Meðal ummæla sem Ásgeir þurfti að sitja undir voru: „Þú ert andskotans hálfviti“, „helvítis aumingi“, „þú ert fótboltanum til skammar“, „það er KSÍ til skammar að senda svona hálfvita eins og þig“, „þú ættir að hengja þig“, „það þyrfti að hengja þig“, „það ætti að skjóta þig í hausinn“. Þetta var ekki allt en í frásögn Ásgeirs kom fram að fleiri ummæli hefðu fallið sem hann gat ekki rifjað nákvæmlega upp. Ásgeir óskaði eftir því við gæsluna á vellinum að stuðningsmennirnir orðljótu yrðu fjarlægðir eða beint upp í stúku. Við því var ekki orðið. Stuðningsmennirnir héldu því áfram að úthúða Ásgeiri. Samkvæmt úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ átti ÍBV upphaflega að fá tvö hundruð þúsund króna sekt en hún var lækkuð um hundrað þúsund krónur vegna greinargerðar sem ÍBV sendi frá sér og viðbragða félagsins. Úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um málið með því að smella hér. „Við svöruðum KSÍ að við hefðum brugðist við með því að gæslan hafi talað við þessa aðila. Hún brást rétt við, allavega við því sem dómaratríóið bað um. Við töldum okkur gera það sem þeir báðu okkur um að aðhafast í þessu máli,“ sagði Óskar Snær Vignisson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV, í samtali við Vísi í dag. Eyjamenn ætla að kanna hvað þeir geta gert betur eftir uppákomuna í leiknum gegn Valskonum. „Við ætlum að endurfara verkferla og sjá hvað við getum gert til að svona hlutir komi ekki aftur fyrir. Það er leiðinlegt að þetta hafi komið fyrir og að sjálfsögðu hörmum við þetta. Þetta á ekki heima á fótboltavellinum eða neins staðar. Að sjálfsögðu endurskoðum við þessa hluti hjá okkur,“ sagði Óskar. „Við höfum tekið spjallið innan félagsins og nafngreinum enga aðila,“ bætti Óskar við, aðspurður hvort knattspyrnudeild ÍBV vissi hverjir hinir seku væru. En kemur til greina að setja sóðakjaftana í heimaleikjabann? „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun með það. Við erum bara að endurskoða þessa hluti og tökum ákvörðun um þetta innan félagsins,“ svaraði Óskar. Besta deild kvenna ÍBV KSÍ Vestmannaeyjar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Í skýrslu dómara leiksins kemur fram að stuðningsmenn ÍBV hafi komið sér fyrir aftan við aðstoðardómara eitt, Ásgeir Viktorsson, utan áhorfendasvæðis, og ausið yfir hann fúkyrðum. „Ummælin sem fram komu voru af þeim toga að þau gátu vakið óhug og vanlíðan hjá AD1 og áttu ekkert skylt við knattspyrnu,“ segir í skýrslu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Meðal ummæla sem Ásgeir þurfti að sitja undir voru: „Þú ert andskotans hálfviti“, „helvítis aumingi“, „þú ert fótboltanum til skammar“, „það er KSÍ til skammar að senda svona hálfvita eins og þig“, „þú ættir að hengja þig“, „það þyrfti að hengja þig“, „það ætti að skjóta þig í hausinn“. Þetta var ekki allt en í frásögn Ásgeirs kom fram að fleiri ummæli hefðu fallið sem hann gat ekki rifjað nákvæmlega upp. Ásgeir óskaði eftir því við gæsluna á vellinum að stuðningsmennirnir orðljótu yrðu fjarlægðir eða beint upp í stúku. Við því var ekki orðið. Stuðningsmennirnir héldu því áfram að úthúða Ásgeiri. Samkvæmt úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ átti ÍBV upphaflega að fá tvö hundruð þúsund króna sekt en hún var lækkuð um hundrað þúsund krónur vegna greinargerðar sem ÍBV sendi frá sér og viðbragða félagsins. Úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um málið með því að smella hér. „Við svöruðum KSÍ að við hefðum brugðist við með því að gæslan hafi talað við þessa aðila. Hún brást rétt við, allavega við því sem dómaratríóið bað um. Við töldum okkur gera það sem þeir báðu okkur um að aðhafast í þessu máli,“ sagði Óskar Snær Vignisson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV, í samtali við Vísi í dag. Eyjamenn ætla að kanna hvað þeir geta gert betur eftir uppákomuna í leiknum gegn Valskonum. „Við ætlum að endurfara verkferla og sjá hvað við getum gert til að svona hlutir komi ekki aftur fyrir. Það er leiðinlegt að þetta hafi komið fyrir og að sjálfsögðu hörmum við þetta. Þetta á ekki heima á fótboltavellinum eða neins staðar. Að sjálfsögðu endurskoðum við þessa hluti hjá okkur,“ sagði Óskar. „Við höfum tekið spjallið innan félagsins og nafngreinum enga aðila,“ bætti Óskar við, aðspurður hvort knattspyrnudeild ÍBV vissi hverjir hinir seku væru. En kemur til greina að setja sóðakjaftana í heimaleikjabann? „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun með það. Við erum bara að endurskoða þessa hluti og tökum ákvörðun um þetta innan félagsins,“ svaraði Óskar.
Besta deild kvenna ÍBV KSÍ Vestmannaeyjar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira