Hermoso og FIFPRO vilja að hegðun ágenga forsetans hafi afleiðingar Aron Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2023 07:38 Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins og Hermoso, leikmaður spænska landsliðsins Vísir/Getty Jenni Hermoso, ásamt leikmannasamtökunum FIFPRO kalla eftir því að tekið verði á hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, eftir úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta. Frá þessu er greint á vef Sky Sports núna í morgun en Rubiales gerði allt brjálað þegar hann rak Hermoso rembingskoss eftir að Spánn varð heimsmeistari á sunnudaginn. Spánverjar unnu Englendinga, 1-0, í úrslitaleiknum í Sydney. Upphaflega sagðist Hermoso ekki hafa líkað við þessa hegðun forsetans en í í yfirlýsingu af hennar hálfu, í gegnum spænska knattspyrnusambandið, degi seinna sagði hún hegðun Rubiales hafa verið drifna áfram af hvatvísi þar sem að hann vildi koma ástúð sinni og þakklæti á framfæri við liðið. Gagnrýnin á hendur Rubiales hefur komið úr mörgum áttum undanfarna daga en nýjustu vendingar eru nú þær að Hermoso, FIFPRO og umboðsskrifstofa Hermoso, TMJ hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu. „Við viljum sjá til þess að svona hegðun hafi í för með sér afleiðingar. Að ráðstafanir séu gerðar til að vernda fótboltakonur fyrir svona hegðun, sem við teljum óásættanlega,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. FIFPRO leikmannasamtökin vilja að Alþjóðaknattspyrnusambandið hefji rannsókn á Rubiales. „Það er mjög grátlega að svona sérstök stund fyrir leikmenn spænska landsliðsins, sem átti sér stað fyrir augum alls heimsins, skuli hafa verið svert vegna óviðeigandi framkomu einstaklings í ábyrgðarmikilli stöðu.“ Rubiales hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir kossinn. Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sánchez, sagði framkomu hans meðal annars óásættanlega og að afsökunarbeiðni hans dygði skammt. Þá hefur fyrrum samstarfskona Rubiales stigið fram og sakað hann um kynferðislega áreitni á vinnustað. Atvikið átti sér stað fyrir framan stórstjörnurnar Gerard Pique, Iker Casillas og Sergio Busquets. Í sjónvarpsviðtali segir Tamara Ramos Cruz að Rubiales hafi niðurlægt sig ítrekað. Þá bárust af því fréttir í gær að Rubiales sé sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru. Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Spænski boltinn Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Sky Sports núna í morgun en Rubiales gerði allt brjálað þegar hann rak Hermoso rembingskoss eftir að Spánn varð heimsmeistari á sunnudaginn. Spánverjar unnu Englendinga, 1-0, í úrslitaleiknum í Sydney. Upphaflega sagðist Hermoso ekki hafa líkað við þessa hegðun forsetans en í í yfirlýsingu af hennar hálfu, í gegnum spænska knattspyrnusambandið, degi seinna sagði hún hegðun Rubiales hafa verið drifna áfram af hvatvísi þar sem að hann vildi koma ástúð sinni og þakklæti á framfæri við liðið. Gagnrýnin á hendur Rubiales hefur komið úr mörgum áttum undanfarna daga en nýjustu vendingar eru nú þær að Hermoso, FIFPRO og umboðsskrifstofa Hermoso, TMJ hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu. „Við viljum sjá til þess að svona hegðun hafi í för með sér afleiðingar. Að ráðstafanir séu gerðar til að vernda fótboltakonur fyrir svona hegðun, sem við teljum óásættanlega,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. FIFPRO leikmannasamtökin vilja að Alþjóðaknattspyrnusambandið hefji rannsókn á Rubiales. „Það er mjög grátlega að svona sérstök stund fyrir leikmenn spænska landsliðsins, sem átti sér stað fyrir augum alls heimsins, skuli hafa verið svert vegna óviðeigandi framkomu einstaklings í ábyrgðarmikilli stöðu.“ Rubiales hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir kossinn. Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sánchez, sagði framkomu hans meðal annars óásættanlega og að afsökunarbeiðni hans dygði skammt. Þá hefur fyrrum samstarfskona Rubiales stigið fram og sakað hann um kynferðislega áreitni á vinnustað. Atvikið átti sér stað fyrir framan stórstjörnurnar Gerard Pique, Iker Casillas og Sergio Busquets. Í sjónvarpsviðtali segir Tamara Ramos Cruz að Rubiales hafi niðurlægt sig ítrekað. Þá bárust af því fréttir í gær að Rubiales sé sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru.
Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Spænski boltinn Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira