Silva framlengir við City og hafnar Al-Hilal og PSG Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2023 17:31 Bernardo Silva hefur framlengt samning sinn við Englands- og Evrópumeistara Manchester City. Vísir/Getty Bernardo Silva hefur framlengt samning sinn við Manchester City til ársins 2026. Hann hefur undanfarnar vikur verið orðaður við brottför frá félaginu. Silva hefur leikið með Manchester City síðan árið 2017 og er einn af lykilmönnum Pep Guardiola hjá félaginu. Silva er portúgalskur landsliðsmaður og lagði meðal annars upp sigurmark Rodri í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Inter í júní. Manchester City tilkynnti nú síðdegis að Silva hefði framlengt samning sinn en í allt sumar hefur hann verið orðaður við lið Al-Hilal í Sádi Arabíu. Tilboð upp á 500 þúsund pund á viku lá á borðinu en Silva ákvað að feta ekki í fótspor fjölmargra annarra knattspyrnumanna sem hafa fært sig um set. Frönsku meistararnir í PSG reyndu einnig að næla í Silva en Luis Campos sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá franska liðinu þekkir vel til Silva enda unnu þeir saman hjá Monaco á sínum tíma. .@BernardoCSilva has extended his contract at City until 2026! pic.twitter.com/lGyZ4I3lI0— Manchester City (@ManCity) August 23, 2023 „Bernardo hefur verið einstakur á þeim tíma sem hann hefur verið hér á Etihad og við erum hæstánægðið að hann hafi skrifað undir framlengingu á samningnum,“ sagði Txiki Begiristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá City. „Gæði hans og tækni er frábær. Það ásamt miklum dugnaði og fagmennsku gerir hann að einum besta leikmanni í heimi.“ Silva, sem unnið hefur fimm Englandsmeistaratitla með City, segir að áframhaldandi vera hans hjá liði Manchester City gefi honum tækifæri á að halda áfram að vinna. 2 0 2 6 — Manchester City (@ManCity) August 23, 2023 „Ég hef átt sex frábær ár hjá Manchester City. Að vinna þrennuna á síðasta tímabili var algjörlega einstakt og það er spennandi að vera hluti af leikmannahópi með svona mikið hungur og mikla ástríðu,“ sagði portúgalski landsliðsmaðurinn. „Velgengni fær þig til að vilja ennþá meira og þetta félag gefur mér tækifæri á að halda áfram að vinna. Ég elska þjálfarann, liðsfélaga mína og stuðningsmennina og vona að við getum búið til fleiri minningar á komandi árum.“ Sádiarabíski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira
Silva hefur leikið með Manchester City síðan árið 2017 og er einn af lykilmönnum Pep Guardiola hjá félaginu. Silva er portúgalskur landsliðsmaður og lagði meðal annars upp sigurmark Rodri í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Inter í júní. Manchester City tilkynnti nú síðdegis að Silva hefði framlengt samning sinn en í allt sumar hefur hann verið orðaður við lið Al-Hilal í Sádi Arabíu. Tilboð upp á 500 þúsund pund á viku lá á borðinu en Silva ákvað að feta ekki í fótspor fjölmargra annarra knattspyrnumanna sem hafa fært sig um set. Frönsku meistararnir í PSG reyndu einnig að næla í Silva en Luis Campos sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá franska liðinu þekkir vel til Silva enda unnu þeir saman hjá Monaco á sínum tíma. .@BernardoCSilva has extended his contract at City until 2026! pic.twitter.com/lGyZ4I3lI0— Manchester City (@ManCity) August 23, 2023 „Bernardo hefur verið einstakur á þeim tíma sem hann hefur verið hér á Etihad og við erum hæstánægðið að hann hafi skrifað undir framlengingu á samningnum,“ sagði Txiki Begiristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá City. „Gæði hans og tækni er frábær. Það ásamt miklum dugnaði og fagmennsku gerir hann að einum besta leikmanni í heimi.“ Silva, sem unnið hefur fimm Englandsmeistaratitla með City, segir að áframhaldandi vera hans hjá liði Manchester City gefi honum tækifæri á að halda áfram að vinna. 2 0 2 6 — Manchester City (@ManCity) August 23, 2023 „Ég hef átt sex frábær ár hjá Manchester City. Að vinna þrennuna á síðasta tímabili var algjörlega einstakt og það er spennandi að vera hluti af leikmannahópi með svona mikið hungur og mikla ástríðu,“ sagði portúgalski landsliðsmaðurinn. „Velgengni fær þig til að vilja ennþá meira og þetta félag gefur mér tækifæri á að halda áfram að vinna. Ég elska þjálfarann, liðsfélaga mína og stuðningsmennina og vona að við getum búið til fleiri minningar á komandi árum.“
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira