Floni stríðir aðdáendum og lætur glytta í nýja plötu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. ágúst 2023 10:10 Floni á sviðinu á laugardaginn. Flysouth/Hafsteinn Snær Þorsteinsson Rapparinn Floni er fyrir löngu orðinn þekkt stærð í íslensku tónlistarsenunni. Hann gaf síðast út plötu fyrir tveimur árum, og því ekki úr vegi að ætla að heitustu aðdáendur hans séu þyrstir í nýtt efni. Nú er útlit fyrir að þeim gæti orðið að ósk sinni á næstunni. Segja má að hann hafi „strítt“ aðdáendum sínum um liðna helgi. Árið 2021 gaf Floni út plötuna Demotape 01. Hans þekktustu plötur eru þó óumdeilanlega Floni og Floni 2. Nú virðist sem svo að þriðja platan sem ber sama heiti og listamaðurinn sjálfur sé í bígerð. Floni var á meðal þeirra listamanna sem tróðu upp á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Á meðan Floni tryllti lýðinn mátti á einum tímapunkti sjá á skiltum sviðsins við Arnarhól, stórum stöfum, „Floni 3“. Floni á sviðinu við Arnarhól síðastliðinn laugardag. Einföld skilaboð prýða skiltið fyrir aftan hann: Það er plata á leiðinni.Flysouth/Hafsteinn Snær Þorsteinsson Af þessu er nokkuð óhætt að ætla að næsta plata rapparans sé í bígerð, og því geti aðdáendur hans haft eitthvað til að hlakka til. Hvenær platan kemur út skal þó ósagt látið. Floni, sem réttu nafni heitir Friðrik Róbertsson, fékk nýtt hlutverk seint á síðasta ári þegar hann eignaðist son með kærustu sinni, Hrafnkötlu Unnarsdóttur Tónlist Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Árið 2021 gaf Floni út plötuna Demotape 01. Hans þekktustu plötur eru þó óumdeilanlega Floni og Floni 2. Nú virðist sem svo að þriðja platan sem ber sama heiti og listamaðurinn sjálfur sé í bígerð. Floni var á meðal þeirra listamanna sem tróðu upp á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Á meðan Floni tryllti lýðinn mátti á einum tímapunkti sjá á skiltum sviðsins við Arnarhól, stórum stöfum, „Floni 3“. Floni á sviðinu við Arnarhól síðastliðinn laugardag. Einföld skilaboð prýða skiltið fyrir aftan hann: Það er plata á leiðinni.Flysouth/Hafsteinn Snær Þorsteinsson Af þessu er nokkuð óhætt að ætla að næsta plata rapparans sé í bígerð, og því geti aðdáendur hans haft eitthvað til að hlakka til. Hvenær platan kemur út skal þó ósagt látið. Floni, sem réttu nafni heitir Friðrik Róbertsson, fékk nýtt hlutverk seint á síðasta ári þegar hann eignaðist son með kærustu sinni, Hrafnkötlu Unnarsdóttur
Tónlist Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira