Mesti samdráttur í íbúðafjárfestingu frá fjármálakreppunni 2008
![Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, sagði að íbúðafjárfesting hafi dregist saman sjö ársfjórðunga samfleytt.](https://www.visir.is/i/275E8B2A6AFA0A04B80B0AA1C57E20375E3D2A299382268B09FC240D85DD589F_713x0.jpg)
Íbúðafjárfesting dróst saman um 14 prósent á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Það er mesti samdráttur frá fjármálakreppunni 2008, segir aðalhagfræðingur Seðlabankans. Íbúðafjárfesting reyndist töluvert minni en Seðlabankinn hafði gert ráð fyrir í spá.