„Ég er heppin að vera á lífi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2023 20:00 Birna Baldursdóttir er afar aktív í útivist en verður að taka því rólega á næstunni. Hún er þó farin að fara í göngutúra viku eftir slysið. Birna Bald Framhaldsskólakennari á Akureyri höfuðkúpu-, kinnbeins- og kjálkabrotnaði þegar hún féll af rafhlaupahjóli á dögunum undir áhrifum áfengis. Hún segist sannarlega ætla að læra af asnaskap sínum. Birna Baldursdóttir sagði frá slysinu í pistli á Facebook á dögunum. Hún ræddi það nánar í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segist skammast sín niður í tær fyrir að hafa notað Hopphjól undir áhrifum. Hún hafi verið í gleðskap á Akureyri um Verslunarmannahelgina og hjálpað vinkonu sinni að taka til. Svo hafi hún haldið heim á leið. Hún man lítið eftir því sem gerðist í framhaldinu. „Ég hef aldrei tekið svona Hopphjól í glasi en hef greinilega gert það þarna. Ég finnst á gangstétt rétt hjá,“ segir Birna. Hún hafi líklega legið í fjórar til fimm mínútur meðvitundarlaus þar til fólk á göngu fann hana. Svo hafi hún verið meðvitundarlaus í fjórar til fimm mínútur í viðbót áður en hún var flutt á bráðamóttöku. Blæddi úr eyrum og nefi „Þar fæ ég flogakast og það fer að blæða úr eyrum og nefi,“ segir Birna. Læknar hafi því áttað sig á því að eitthvað væri að. Í ljós kom höfuðkúpubrot, kinnbeinsbrot auk þess sem kjálkinn var brotinn við gagnaugað. Birna telur líklegast að hún hafi steypst fram fyrir sig. Hún sé með litla áverka á hnúunum en annars engin eymsli á höndum eða fótum. Þá sjái ekki á fötunum hennar. Hún segist hafa vonast til að atvikið væri til á upptöku enda eftirlitsmyndavél nærri hjá Lögreglunni á Akureyri. Þær nemi hins vegar hreyfingu og hafi ekki farið í gang fyrr en vegfarendur komu að henni. Ómögulegt er að segja til um hve lengi Birna verði að jafna sig. Velti fyrir sér hvað hún ætti að segja sonum sínum „Læknirinn segir ekkert hægt að segja hvort ég verði tvær vikur eða átta mánuði að jafna mig. En höfuðkúpubrot á að lagast og þessir verkir minnka smá saman. Svo þarf ég að vera á flogalyfi í einhvern ákveðinn tíma af því ég fékk þetta flog. Það kemur vonandi aldrei aftur enda bara tengt þessu slysi.“ Þáttastjórnendur Bítisins hrósuðu Birnu fyrir að segja sögu sína og verða öðrum víti til varnaðar. Birna segist hafa velt því fyrir sér eftir slysið hvað hún ætti eiginlega að segja við syni sína. „Ég hugsaði strax að ég yrði að segja satt og rétt frá. Einhvern veginn reyna að hjálpa öðrum að taka ekki þessa ákvörðun.“ hún að hennar frásögn verði til þess að enginn geri þau mistök að stíga undir áhrifum á rafhlaupahjól. Þá sé mikilvægt að nota hjálm þegar maður noti rafhlaupahjólin. Fram undan er svo hittingur síðar í vikunni þegar Birna ætlar að faðma konuna sem kom að henni liggjandi á götunni. Hún segist eiga henni lífið að þakka enda enga leið að vita hvað hefði gerst hefði hún ekki komið að henni meðvitundarlausri. Akureyri Samgönguslys Rafhlaupahjól Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Fær engar bætur eftir árekstur við barn Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða. 13. júlí 2023 10:49 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Birna Baldursdóttir sagði frá slysinu í pistli á Facebook á dögunum. Hún ræddi það nánar í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segist skammast sín niður í tær fyrir að hafa notað Hopphjól undir áhrifum. Hún hafi verið í gleðskap á Akureyri um Verslunarmannahelgina og hjálpað vinkonu sinni að taka til. Svo hafi hún haldið heim á leið. Hún man lítið eftir því sem gerðist í framhaldinu. „Ég hef aldrei tekið svona Hopphjól í glasi en hef greinilega gert það þarna. Ég finnst á gangstétt rétt hjá,“ segir Birna. Hún hafi líklega legið í fjórar til fimm mínútur meðvitundarlaus þar til fólk á göngu fann hana. Svo hafi hún verið meðvitundarlaus í fjórar til fimm mínútur í viðbót áður en hún var flutt á bráðamóttöku. Blæddi úr eyrum og nefi „Þar fæ ég flogakast og það fer að blæða úr eyrum og nefi,“ segir Birna. Læknar hafi því áttað sig á því að eitthvað væri að. Í ljós kom höfuðkúpubrot, kinnbeinsbrot auk þess sem kjálkinn var brotinn við gagnaugað. Birna telur líklegast að hún hafi steypst fram fyrir sig. Hún sé með litla áverka á hnúunum en annars engin eymsli á höndum eða fótum. Þá sjái ekki á fötunum hennar. Hún segist hafa vonast til að atvikið væri til á upptöku enda eftirlitsmyndavél nærri hjá Lögreglunni á Akureyri. Þær nemi hins vegar hreyfingu og hafi ekki farið í gang fyrr en vegfarendur komu að henni. Ómögulegt er að segja til um hve lengi Birna verði að jafna sig. Velti fyrir sér hvað hún ætti að segja sonum sínum „Læknirinn segir ekkert hægt að segja hvort ég verði tvær vikur eða átta mánuði að jafna mig. En höfuðkúpubrot á að lagast og þessir verkir minnka smá saman. Svo þarf ég að vera á flogalyfi í einhvern ákveðinn tíma af því ég fékk þetta flog. Það kemur vonandi aldrei aftur enda bara tengt þessu slysi.“ Þáttastjórnendur Bítisins hrósuðu Birnu fyrir að segja sögu sína og verða öðrum víti til varnaðar. Birna segist hafa velt því fyrir sér eftir slysið hvað hún ætti eiginlega að segja við syni sína. „Ég hugsaði strax að ég yrði að segja satt og rétt frá. Einhvern veginn reyna að hjálpa öðrum að taka ekki þessa ákvörðun.“ hún að hennar frásögn verði til þess að enginn geri þau mistök að stíga undir áhrifum á rafhlaupahjól. Þá sé mikilvægt að nota hjálm þegar maður noti rafhlaupahjólin. Fram undan er svo hittingur síðar í vikunni þegar Birna ætlar að faðma konuna sem kom að henni liggjandi á götunni. Hún segist eiga henni lífið að þakka enda enga leið að vita hvað hefði gerst hefði hún ekki komið að henni meðvitundarlausri.
Akureyri Samgönguslys Rafhlaupahjól Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Fær engar bætur eftir árekstur við barn Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða. 13. júlí 2023 10:49 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Fær engar bætur eftir árekstur við barn Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða. 13. júlí 2023 10:49