Stuðningsmenn ÍBV sögðu dómara að hengja sig og skjóta sig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. ágúst 2023 15:45 Stuðningsmenn ÍBV létu ókvæðisorðum rigna yfir aðstoðardómara leiks liðsins gegn Val í Bestu deild kvenna. Jóhann K Knattspyrnusamband Íslands hefur sektað ÍBV um hundrað þúsund krónur vegna framkomu stuðningsmanna liðsins í garð dómara. Honum var meðal annars sagt að hengja sig og skjóta sig. Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ á dögunum var tekin fyrir skýrsla dómara frá leik ÍBV og Vals í Bestu deild kvenna sem fór fram 29. júlí. Valskonur unnu leikinn með sjö mörkum gegn einu. Þar kemur fram að stuðningsmenn ÍBV hafi komið sér fyrir aftan við aðstoðardómara eitt, Ásgeir Viktorsson, utan áhorfendasvæðis, og létu fúkyrðum rigna yfir hann. „Ummælin sem fram komu voru af þeim toga að þau gátu vakið óhug og vanlíðan hjá AD1 og áttu ekkert skylt við knattspyrnu,“ segir í skýrslu aga- og úrskurðarnefndar. Meðal ummæla sem Ásgeir þurfti að sitja undir voru: „Þú ert andskotans hálfviti“, „helvítis aumingi“, „þú ert fótboltanum til skammar“, „það er KSÍ til skammar að senda svona hálfvita eins og þig“, „þú ættir að hengja þig“, „það þyrfti að hengja þig“, „það ætti að skjóta þig í hausinn“. Þetta var ekki allt en í frásögn Ásgeirs kom fram að fleiri ummæli hefðu fallið sem hann gat ekki rifjað nákvæmlega upp. Ásgeir óskaði eftir því gæslu að stuðningsmennirnir yrðu fjarlægðir eða þeim beint upp í stúku. Við því var ekki orðið. Stuðningsmennirnir héldu því áfram að úthúða Ásgeiri. Enginn eftirlitsmaður KSÍ var á leiknum en tilkynningin um framkomu stuðningsmannanna barst til KSÍ í gegnum skýrslu dómara. Aga- og úrskurðarnefnd barst greinargerð frá ÍBV þar sem ekki er dregið í efa að Ásgeir fari með rétt mál, framkoma stuðningsmannanna hörmuð og hann beðinn afsökunar. Eyjamenn ætla jafnframt að endurskoða verkferla við gæslu til að svona lagað komi ekki fyrir aftur. Greinargerð ÍBV og viðbrögð félagsins urðu til þess að refsingin var lækkuð úr tvö hundruð þúsund krónum niður í hundrað þúsund krónur. Lesa má úrskurð nefndarinnar með því að smella hér. Besta deild kvenna ÍBV KSÍ Vestmannaeyjar Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ á dögunum var tekin fyrir skýrsla dómara frá leik ÍBV og Vals í Bestu deild kvenna sem fór fram 29. júlí. Valskonur unnu leikinn með sjö mörkum gegn einu. Þar kemur fram að stuðningsmenn ÍBV hafi komið sér fyrir aftan við aðstoðardómara eitt, Ásgeir Viktorsson, utan áhorfendasvæðis, og létu fúkyrðum rigna yfir hann. „Ummælin sem fram komu voru af þeim toga að þau gátu vakið óhug og vanlíðan hjá AD1 og áttu ekkert skylt við knattspyrnu,“ segir í skýrslu aga- og úrskurðarnefndar. Meðal ummæla sem Ásgeir þurfti að sitja undir voru: „Þú ert andskotans hálfviti“, „helvítis aumingi“, „þú ert fótboltanum til skammar“, „það er KSÍ til skammar að senda svona hálfvita eins og þig“, „þú ættir að hengja þig“, „það þyrfti að hengja þig“, „það ætti að skjóta þig í hausinn“. Þetta var ekki allt en í frásögn Ásgeirs kom fram að fleiri ummæli hefðu fallið sem hann gat ekki rifjað nákvæmlega upp. Ásgeir óskaði eftir því gæslu að stuðningsmennirnir yrðu fjarlægðir eða þeim beint upp í stúku. Við því var ekki orðið. Stuðningsmennirnir héldu því áfram að úthúða Ásgeiri. Enginn eftirlitsmaður KSÍ var á leiknum en tilkynningin um framkomu stuðningsmannanna barst til KSÍ í gegnum skýrslu dómara. Aga- og úrskurðarnefnd barst greinargerð frá ÍBV þar sem ekki er dregið í efa að Ásgeir fari með rétt mál, framkoma stuðningsmannanna hörmuð og hann beðinn afsökunar. Eyjamenn ætla jafnframt að endurskoða verkferla við gæslu til að svona lagað komi ekki fyrir aftur. Greinargerð ÍBV og viðbrögð félagsins urðu til þess að refsingin var lækkuð úr tvö hundruð þúsund krónum niður í hundrað þúsund krónur. Lesa má úrskurð nefndarinnar með því að smella hér.
Besta deild kvenna ÍBV KSÍ Vestmannaeyjar Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira