Raðaði saman kramda íþróttahjartanu og náði markmiðum sínum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. ágúst 2023 09:01 Tilfinningarnar báru Sædísi Björk Jónsdóttur ofurliði þegar hún tryggði sér sæti á HM í hálfum járnkarli. Sædís Björk Jónsdóttir verður um helgina yngsti Íslendingurinn til að keppa á HM í hálfum járnkarli. Hún segir tilfinninguna að tryggja sér sæti á HM eftir afar krefjandi ár í fyrra ólýsanlega. Sædís stefnir á að klára brautina á kringum fimm klukkustundum. Heimsmeistaramótið í hálfum járnkarli fer fram í Lahti í Finnlandi um helgina. Tveir Íslendingar eru á meðal keppenda, Íslandsmethafinn Hjördís Ýr Ólafsdóttir og Sædís Björk Jónsdóttir. Sú síðarnefnda tryggði sér sæti á HM með því ná sínum besta tíma á móti í Danmörku í júní. Hún kom þá í mark á 4:59,57 mínútum og kláraði hálfan járnkarl þar með í fyrsta sinn á undir fimm klukkutímum. Í hálfum járnkarli hjóla keppendur 90 km, synda 1,9 km og hlaupa 21,5 km, eða hálft maraþon. Sædís segir að það hafi verið sérstaklega sætt að ná því að komast inn á HM eftir afar erfitt ár í fyrra. „Það stemmdi allt í það að 2022 yrði mitt allra besta ár og ég hafði svo miklar væntingar fyrir því keppnistímabili. Ég fór í mína A keppni í lok júní 2022 og klúðraði öllum mínum markmiðum. Ég lenti á þvílíkum vegg sem ég náði ekki að koma mér uppúr og ég get ekki sagt neitt annað en að það hafi gjörsamlega kramið í mér íþróttahjartað,“ sagði Sædís í samtali við Vísi. Sex vikum seinna keppti Sædís á móti í Þýskalandi þar sem hún var hreinlega hætt komin. „Í byrjun þeirrar keppni, í sundinu, fékk ég högg á höfuðið og rotaðist. Sem betur fer tóku starfsmennirnir úti í vatninu eftir því að ég lá meðvitundarlaus í því og ég rankaði svo bara við mér í bát. Keppninni var því lokið hjá mér,“ sagði Sædís. Gekk nærri sér Henni fannst hún ekki lokið tímabilinu 2022 svona og lagði allt undir til að geta keppt á síðasta móti ársins. „Ég vildi gefa mig alla í þá keppni en líkaminn var ekki alveg á sama máli og þurfti meiri hvíld. Ég ýtti ábygglega alltof mikið á hann og reyndi að æfa eins og ég gat, sem var samt ekki það mikið. En líkaminn er magnaður og ég komst í heilu lagi í gegnum þá keppni með ágætis árangri,“ sagði Sædís sem þurfti þó að borga brúsann fyrir allt sem hún hafði lagt á sig. Keppnistímabilið 2022 var erfitt fyrir Sædísi. „Líkaminn fékk nóg eftir það og nokkrum dögum eftir keppnina seinna fékk ég þær fréttir að ég hafi fengið bráða nýrnabilun og við tóku þá nokkrar vikur þar sem ég lá rúmliggjandi og gat lítið sem ekkert borðað,“ sagði Sædís. Þessi þrautaganga markaði kaflaskil á ferli hennar. Tapið særir meira „Eftir þetta allt saman setti ég framan á símann minn „It hurts more to lose“ sem er tilvitnun í hinn fræga þríþrautarkappa Kristian Blummenfelt. Ég er búin að stara á þessa tilvitnun framan á símanum mínum í heilt ár, bíðandi eftir þessu keppnistímabili,“ sagði Sædís. „Að komast í mark í ár, klára á undir fimm klukkutímum og fá sæti á HM sem hefur verið draumurinn síðan ég byrjaði að keppa færði mér hlýju í hjartað. Að fórna svona ótrúlega miklu til að gefa sig 120 prósent í fjarlægan draum og sjá svo að öll sú vinna skilaði sér litar tilveruna í glænýjum litum.“ Keppendur í hálfum járnkarli synda 1,9 km. Sædís hefur dvalið í Finnlandi undanfarnar vikur til að undirbúa sig sem best fyrir HM um helgina. „Ég hef verið hérna seinustu fimm vikur, bæði til að venjast landinu og veðrinu og hafa nægan tíma til að fara brautina. Ég vildi koma hingað út og hafa nægilegan tíma til að skanna svæðið og kynna mér aðstæður,“ sagði Sædís. „Undirbúningurinn hefur gengið vel. Það er stutt á milli keppna. Ég keppti í Danmörku í byrjun júní en venjulega eru tíu mánuðir í undirbúning fyrir keppni. En ef maður kemst inn á HM hefur maður ekkert val.“ Ekki aftur snúið Sædís segist strax hafa fundið að þríþrautin ætti vel við sig og tók ástfóstri við íþróttina og ekki síst félagsskapinn sem henni fylgir. Sædís ásamt Sigurlaugu Helgadóttur. „Ég keppti í mínum fyrsta járnkarli 2019. Svo kom covid svo þetta er í raun fjórða keppnistímabilið mitt,“ sagði Sædís. „Sem krakki var ég í fótbolta og badminton og alltaf hreyft mig mikið en ekkert af viti eins og í þríþrautinni. Ég byrjaði bara í henni því mig langaði í félagsskapinn og hafði gaman að því að hlaupa og hjóla. En eftir að ég kom inn í þetta gat ég ekki hætt og verð í þessu næstu árin.“ Viðsnúningur á sterkustu greininni Þríþraut er í raun þrjár íþróttir, hlaup, sund og hjólreiðar, og því er undirbúningurinn fyrir keppni því nokkuð snúinn. „Það er strembið. Þú getur bara tekið 2-3 æfingar í hverri grein í viku þannig að þér finnst ekki eins og framfarirnar séu sérstaklega miklar eins og ef þú værir að hlaupa sex sinnum í viku. Maður þarf að raða þessu rétt upp og þetta er nokkuð flókið,“ sagði Sædís sem kveðst hafa tekið miklum framförum síðasta árið, eða síðan hún fékk sér þjálfara. Og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Hjólið er komið í fyrsta sætið hjá Sædísi. „Þjálfarinn minn, Geir Ómarsson, skipuleggur æfingarnar og pælir í þessu öllu saman. Það er mikil kúnst að raða þessu þrennu saman.“ En í hvaða grein er Sædís best? „Ég hef alltaf verið sterkust í hlaupi en það snerist við á þessu ári og núna er hjólið eiginlega á toppnum. Sundið hefur alltaf verið í 2. sæti og í miðjunni. Hjólið fór úr því að vera mín versta grein í þá bestu og hlaupið úr því að vera sú besta í þá verstu, allavega á þessu tímabili,“ svaraði Sædís. Margir boltar á lofti Meðfram þríþrautinni nemur Sædís hugbúnaðarverkfræði við Háskólann í Reykjavík og vinnur sem forritari hjá Origo. Hún heldur því ansi mörgum boltum á lofti í einu, bæði í þríþrautinni og lífinu. Sædís hefur nóg fyrir stafni. „Yfir sumartímann gengur þetta vel. Þá er ég bara að æfa og vinna og ég er með mikið vinnufrelsi, get unnið hvar sem er og hvenær sem er. En þegar skólinn er í gangi er þetta miklu strembnara. Það sem er erfiðast er að tvinna námið saman við íþróttina. Þetta tvennt saman er ótrúlega mikið og svo þarftu eiginlega að vinna með til að fjármagna þetta. Þetta hefur verið algjört púsluspil síðustu ár,“ sagði Sædís. Fimm tímarnir Hún ætlar sér stóra hluti á heimsmeistaramótinu um helgina. „Ég ætlaði að vera með tímamarkmið um helgina en brautin er ekki jafn flöt og fyrst var gefið til kynna. Hún er meira upp og niður og ég þarf að púsla saman nýrri áætlun. Svo eru ákveðnar stelpur sem ég hef verið að keppa við sem mig langar að vinna. Svo væri mjög gaman að sjá hvar ég stend gagnvart Hjördísi. Ég hef ekki keppt við hana áður en hún er rosalega sterk,“ sagði Sædís. Sædís er yngsti Íslendingurinn sem hefur komist á HM í hálfum járnkarli. „Ég fór í fyrsta sinn undir fimm tíma markið í Danmörku og það væri gaman að ná sínum besta tíma eða kringum fimm tímana. Ég veit ekki hversu raunhæft það er að þessu sinni en það væri gaman að reyna við það.“ Þríþraut Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sjá meira
Heimsmeistaramótið í hálfum járnkarli fer fram í Lahti í Finnlandi um helgina. Tveir Íslendingar eru á meðal keppenda, Íslandsmethafinn Hjördís Ýr Ólafsdóttir og Sædís Björk Jónsdóttir. Sú síðarnefnda tryggði sér sæti á HM með því ná sínum besta tíma á móti í Danmörku í júní. Hún kom þá í mark á 4:59,57 mínútum og kláraði hálfan járnkarl þar með í fyrsta sinn á undir fimm klukkutímum. Í hálfum járnkarli hjóla keppendur 90 km, synda 1,9 km og hlaupa 21,5 km, eða hálft maraþon. Sædís segir að það hafi verið sérstaklega sætt að ná því að komast inn á HM eftir afar erfitt ár í fyrra. „Það stemmdi allt í það að 2022 yrði mitt allra besta ár og ég hafði svo miklar væntingar fyrir því keppnistímabili. Ég fór í mína A keppni í lok júní 2022 og klúðraði öllum mínum markmiðum. Ég lenti á þvílíkum vegg sem ég náði ekki að koma mér uppúr og ég get ekki sagt neitt annað en að það hafi gjörsamlega kramið í mér íþróttahjartað,“ sagði Sædís í samtali við Vísi. Sex vikum seinna keppti Sædís á móti í Þýskalandi þar sem hún var hreinlega hætt komin. „Í byrjun þeirrar keppni, í sundinu, fékk ég högg á höfuðið og rotaðist. Sem betur fer tóku starfsmennirnir úti í vatninu eftir því að ég lá meðvitundarlaus í því og ég rankaði svo bara við mér í bát. Keppninni var því lokið hjá mér,“ sagði Sædís. Gekk nærri sér Henni fannst hún ekki lokið tímabilinu 2022 svona og lagði allt undir til að geta keppt á síðasta móti ársins. „Ég vildi gefa mig alla í þá keppni en líkaminn var ekki alveg á sama máli og þurfti meiri hvíld. Ég ýtti ábygglega alltof mikið á hann og reyndi að æfa eins og ég gat, sem var samt ekki það mikið. En líkaminn er magnaður og ég komst í heilu lagi í gegnum þá keppni með ágætis árangri,“ sagði Sædís sem þurfti þó að borga brúsann fyrir allt sem hún hafði lagt á sig. Keppnistímabilið 2022 var erfitt fyrir Sædísi. „Líkaminn fékk nóg eftir það og nokkrum dögum eftir keppnina seinna fékk ég þær fréttir að ég hafi fengið bráða nýrnabilun og við tóku þá nokkrar vikur þar sem ég lá rúmliggjandi og gat lítið sem ekkert borðað,“ sagði Sædís. Þessi þrautaganga markaði kaflaskil á ferli hennar. Tapið særir meira „Eftir þetta allt saman setti ég framan á símann minn „It hurts more to lose“ sem er tilvitnun í hinn fræga þríþrautarkappa Kristian Blummenfelt. Ég er búin að stara á þessa tilvitnun framan á símanum mínum í heilt ár, bíðandi eftir þessu keppnistímabili,“ sagði Sædís. „Að komast í mark í ár, klára á undir fimm klukkutímum og fá sæti á HM sem hefur verið draumurinn síðan ég byrjaði að keppa færði mér hlýju í hjartað. Að fórna svona ótrúlega miklu til að gefa sig 120 prósent í fjarlægan draum og sjá svo að öll sú vinna skilaði sér litar tilveruna í glænýjum litum.“ Keppendur í hálfum járnkarli synda 1,9 km. Sædís hefur dvalið í Finnlandi undanfarnar vikur til að undirbúa sig sem best fyrir HM um helgina. „Ég hef verið hérna seinustu fimm vikur, bæði til að venjast landinu og veðrinu og hafa nægan tíma til að fara brautina. Ég vildi koma hingað út og hafa nægilegan tíma til að skanna svæðið og kynna mér aðstæður,“ sagði Sædís. „Undirbúningurinn hefur gengið vel. Það er stutt á milli keppna. Ég keppti í Danmörku í byrjun júní en venjulega eru tíu mánuðir í undirbúning fyrir keppni. En ef maður kemst inn á HM hefur maður ekkert val.“ Ekki aftur snúið Sædís segist strax hafa fundið að þríþrautin ætti vel við sig og tók ástfóstri við íþróttina og ekki síst félagsskapinn sem henni fylgir. Sædís ásamt Sigurlaugu Helgadóttur. „Ég keppti í mínum fyrsta járnkarli 2019. Svo kom covid svo þetta er í raun fjórða keppnistímabilið mitt,“ sagði Sædís. „Sem krakki var ég í fótbolta og badminton og alltaf hreyft mig mikið en ekkert af viti eins og í þríþrautinni. Ég byrjaði bara í henni því mig langaði í félagsskapinn og hafði gaman að því að hlaupa og hjóla. En eftir að ég kom inn í þetta gat ég ekki hætt og verð í þessu næstu árin.“ Viðsnúningur á sterkustu greininni Þríþraut er í raun þrjár íþróttir, hlaup, sund og hjólreiðar, og því er undirbúningurinn fyrir keppni því nokkuð snúinn. „Það er strembið. Þú getur bara tekið 2-3 æfingar í hverri grein í viku þannig að þér finnst ekki eins og framfarirnar séu sérstaklega miklar eins og ef þú værir að hlaupa sex sinnum í viku. Maður þarf að raða þessu rétt upp og þetta er nokkuð flókið,“ sagði Sædís sem kveðst hafa tekið miklum framförum síðasta árið, eða síðan hún fékk sér þjálfara. Og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Hjólið er komið í fyrsta sætið hjá Sædísi. „Þjálfarinn minn, Geir Ómarsson, skipuleggur æfingarnar og pælir í þessu öllu saman. Það er mikil kúnst að raða þessu þrennu saman.“ En í hvaða grein er Sædís best? „Ég hef alltaf verið sterkust í hlaupi en það snerist við á þessu ári og núna er hjólið eiginlega á toppnum. Sundið hefur alltaf verið í 2. sæti og í miðjunni. Hjólið fór úr því að vera mín versta grein í þá bestu og hlaupið úr því að vera sú besta í þá verstu, allavega á þessu tímabili,“ svaraði Sædís. Margir boltar á lofti Meðfram þríþrautinni nemur Sædís hugbúnaðarverkfræði við Háskólann í Reykjavík og vinnur sem forritari hjá Origo. Hún heldur því ansi mörgum boltum á lofti í einu, bæði í þríþrautinni og lífinu. Sædís hefur nóg fyrir stafni. „Yfir sumartímann gengur þetta vel. Þá er ég bara að æfa og vinna og ég er með mikið vinnufrelsi, get unnið hvar sem er og hvenær sem er. En þegar skólinn er í gangi er þetta miklu strembnara. Það sem er erfiðast er að tvinna námið saman við íþróttina. Þetta tvennt saman er ótrúlega mikið og svo þarftu eiginlega að vinna með til að fjármagna þetta. Þetta hefur verið algjört púsluspil síðustu ár,“ sagði Sædís. Fimm tímarnir Hún ætlar sér stóra hluti á heimsmeistaramótinu um helgina. „Ég ætlaði að vera með tímamarkmið um helgina en brautin er ekki jafn flöt og fyrst var gefið til kynna. Hún er meira upp og niður og ég þarf að púsla saman nýrri áætlun. Svo eru ákveðnar stelpur sem ég hef verið að keppa við sem mig langar að vinna. Svo væri mjög gaman að sjá hvar ég stend gagnvart Hjördísi. Ég hef ekki keppt við hana áður en hún er rosalega sterk,“ sagði Sædís. Sædís er yngsti Íslendingurinn sem hefur komist á HM í hálfum járnkarli. „Ég fór í fyrsta sinn undir fimm tíma markið í Danmörku og það væri gaman að ná sínum besta tíma eða kringum fimm tímana. Ég veit ekki hversu raunhæft það er að þessu sinni en það væri gaman að reyna við það.“
Þríþraut Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti