Slökkviliðið hefði tekið húsið fyrir í haust Bjarki Sigurðsson skrifar 22. ágúst 2023 10:55 Birgir Finnsson er starfandi slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefði gert úttekt á húsinu á Hvaleyrarbraut sem brann á sunnudag núna í haust. Starfandi slökkviliðsstjóri telur íbúum í ósamþykktum íbúðum í iðnaðarhúsnæði hafa fjölgað síðustu ár. Í október árið 2021 greindi slökkviliðið frá því að það væri á leið í átak hvað varðar kortlagningu búsetu fólks í atvinnuhúsnæði. Var farið inn í hvert einasta atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og skráð niður hvar væri búseta svo tryggja mætti öryggi þeirra sem búa í slíku húsnæði. Lauk þeirri skoðun síðan veturinn 2022. Var þá kominn listi sem teymi innan slökkviliðsins hefur unnið sig í gegnum síðan þá. Var húsnæðið á Hvaleyrarbraut sem brann síðastliðinn sunnudag á þeim lista. Íbúum í óleyfisbúsetu fjölgi Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að stutt hafi verið í að ráðast átti í úttekt á húsinu. Þá sé listinn lifandi og enn sé iðnaðarhúsnæði með óleyfisbúsetu að fjölga. Spilar húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu inn í það. „Þetta hús er eitt þeirra sem við ætluðum að fara að vinna í og hefði verið tekið fyrir núna í haust. En því miður hafði því ekki verið, það var ekki núna fyrr en í haust en því miður hafði því ekki verið, það var ekki fyrr en núna í haust sem það hefði verið á listanum. Og þess vegna fór sem fór,“ segir Birgir. Klippa: Ekkert breyst frá Bræðraborgarstígsmálinu Tekur nokkra mánuði Ferlið frá því að úttektin hefst og þar til allir eru fluttir út tekur þó alla jafna nokkra mánuði. Birgir segir það ekki vera þannig að slökkviliðsmenn og lögregla mæti og hendi fólkinu út án alls fyrirvara. „Okkur hefur ekki hugnast það því þó fólk búi við aðstæður sem við teljum að séu ekki nægilega góðar, þá vitum við alla veganna af fólkinu þar. Ef við mætum með einhverju offorsi og lokum, lendir það jafnvel á verri stöðum. Lendir á götunni eða verri stað í búsetu. Þannig við höfum fundið þá leið að fara með upplýsingar og ræða við fólk í húsnæðinu. Gefa ákveðinn frest til þess að það geti fundið sér annan stað,“ segir Birgir. Gagnrýna megi fyrirkomulagið Hann segir að í alvarlegum tilvikum hafi rýmingin verið framkvæmd á skemmri tíma, undir mánuði. Þá megi alveg gagnrýna fyrirkomulag slökkviliðsins. „Spyrja sig hvort fólk sem býr í atvinnuhúsnæði þar sem aðstæður eru ekki góðar að það skuli ekki fara út strax. En við þurfum aðeins að sýna þeim skilning í þeim málum og þeirri húsnæðisleit sem þau þurfa að fara í,“ segir Birgir. Hafnarfjörður Bruni á Hvaleyrarbraut Slökkvilið Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Í október árið 2021 greindi slökkviliðið frá því að það væri á leið í átak hvað varðar kortlagningu búsetu fólks í atvinnuhúsnæði. Var farið inn í hvert einasta atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og skráð niður hvar væri búseta svo tryggja mætti öryggi þeirra sem búa í slíku húsnæði. Lauk þeirri skoðun síðan veturinn 2022. Var þá kominn listi sem teymi innan slökkviliðsins hefur unnið sig í gegnum síðan þá. Var húsnæðið á Hvaleyrarbraut sem brann síðastliðinn sunnudag á þeim lista. Íbúum í óleyfisbúsetu fjölgi Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að stutt hafi verið í að ráðast átti í úttekt á húsinu. Þá sé listinn lifandi og enn sé iðnaðarhúsnæði með óleyfisbúsetu að fjölga. Spilar húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu inn í það. „Þetta hús er eitt þeirra sem við ætluðum að fara að vinna í og hefði verið tekið fyrir núna í haust. En því miður hafði því ekki verið, það var ekki núna fyrr en í haust en því miður hafði því ekki verið, það var ekki fyrr en núna í haust sem það hefði verið á listanum. Og þess vegna fór sem fór,“ segir Birgir. Klippa: Ekkert breyst frá Bræðraborgarstígsmálinu Tekur nokkra mánuði Ferlið frá því að úttektin hefst og þar til allir eru fluttir út tekur þó alla jafna nokkra mánuði. Birgir segir það ekki vera þannig að slökkviliðsmenn og lögregla mæti og hendi fólkinu út án alls fyrirvara. „Okkur hefur ekki hugnast það því þó fólk búi við aðstæður sem við teljum að séu ekki nægilega góðar, þá vitum við alla veganna af fólkinu þar. Ef við mætum með einhverju offorsi og lokum, lendir það jafnvel á verri stöðum. Lendir á götunni eða verri stað í búsetu. Þannig við höfum fundið þá leið að fara með upplýsingar og ræða við fólk í húsnæðinu. Gefa ákveðinn frest til þess að það geti fundið sér annan stað,“ segir Birgir. Gagnrýna megi fyrirkomulagið Hann segir að í alvarlegum tilvikum hafi rýmingin verið framkvæmd á skemmri tíma, undir mánuði. Þá megi alveg gagnrýna fyrirkomulag slökkviliðsins. „Spyrja sig hvort fólk sem býr í atvinnuhúsnæði þar sem aðstæður eru ekki góðar að það skuli ekki fara út strax. En við þurfum aðeins að sýna þeim skilning í þeim málum og þeirri húsnæðisleit sem þau þurfa að fara í,“ segir Birgir.
Hafnarfjörður Bruni á Hvaleyrarbraut Slökkvilið Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira