Luis Rubiales er forsetinn umdeildi og eftir að hafa gert lítið úr gagnrýninni á kossinn sinn þá baðst hann seinna afsökunar í mýflugumynd. Hann bað þá afsökunar sem hann hafði sært með framkomu sinni. Leikmaðurinn, Jennifer Hermoso, var hins vegar greinilega pressuð í að senda frá sér tilkynningu í gegnum sambandið þar sem hún gerði lítið úr atvikinu.
Það eru aftur á móti fleiri atvik þetta kvöld þar sem umræddur Rubiales fór vel yfir strikið.
NO es solo el beso sin permiso a Jenni Hermoso.
— Perendinador (@Perendinador) August 21, 2023
Esta es la imagen de Luis Rubiales, presidente de la RFEF, tocándose sus genitales en el palco junto a la Reina, la Infanta y el presidente de la FIFA,
Esta imagen es dantesta para la Marca España. pic.twitter.com/G75xScsKR1
Luis Rubiales var nefnilega í mikilli sigurvímu þetta kvöld eins og allir Spánverjar en það hlýtur að hafa verið eitthvað gott líka í boði í heiðursstúkunni á leiknum. Maðurinn leit út fyrir að fengið sér aðeins of mikið af söngvatni.
Myndir náðust nefnilegi af Luis Rubiales fagna í leikslok með því að grípa um klof sitt og fagna sigri í heiðursstúkunni rétt hjá spænsku drottningunni sem mætti á leikinn.
Einnig sást forsetinn kyssandi leikmenn niðri á velli eins og Olgu Carmona sem tryggði spænska liðinu heimsmeistaratitilinn.
Það fylgir líka sögunni að þessi forseti stóð ekki með spænsku stelpunum þegar þær voru mjög ósáttar með framkomu þjálfara liðsins. Þeir félagar sáust líka fagna vel saman í leikslok sem var líka áberandi því ekki voru spænsku leikmennirnir mikið að fagna með þjálfara sínum.