Hetja heimsmeistaranna fékk hræðilegar fréttir á sínum besta degi á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2023 08:32 Olga Carmona með heimsbikarinn og gullverðlaunin um hálsinn. Getty/Maddie Meyer Olga Carmona, fyrirliði spænska kvennalandsliðsins í fótbolta, upplifði örugglega sinn besta dag á fótboltaferlinum í gær. Dagurinn endaði aftur á móti ekki vel. Carmona skoraði eina marka úrslitaleiks HM og tryggði þjóð sinn heimsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í kvennaflokki. Hún var auk þess kosin besti leikmaður úrslitaleiksins og tók síðan við bikarnum í leikslok. Eftir leikinn fékk hin 23 ára gamla Carmona aftur á móti skelfilegar fréttir. Spænska knattspyrnusambandið sagði frá því á Twitter að faðir Carmona hefði dáið í aðdraganda leiksins. Leikmaðurinn fékk aftur á móti ekki fréttirnar fyrr en eftir leikinn. View this post on Instagram A post shared by MARCA (@marca) „Ég veit að þú hefur verið á horfa á mig í kvöld og ert stoltur af mér. Hvíldu í friði pabbi,“ skrifaði Olga Carmona á samfélagsmiðla. Faðir hennar dó á föstudaginn. „Án þess að vita það þá fékk ég stjörnuna mína fyrir leikinn. Ég veit að þú gafst mér styrk til að afreka eitthvað algjörlega einstakt“ Carmona hafði tekið við fyrirliðabandinu í undanúrslita- og úrslitaleiknum og skoraði sigurmark spænska liðsins í báðum leikjunum en hún spilar sem vinstri bakvörður. Tvö af þremur landsliðsmörkum hennar á ferlinum komu því í tveimur stærstu leikjum spænska liðsins á heimsmeistaramótinu. Faðir hennar hafði barist lengi við veikindi en móðir hennar og bræður hennar komu til Ástralíu til að horfa á úrslitaleikinn. Olga er frá Sevilla á Spáni en gekk til liðs við Real Madrid árið 2020. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira
Carmona skoraði eina marka úrslitaleiks HM og tryggði þjóð sinn heimsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í kvennaflokki. Hún var auk þess kosin besti leikmaður úrslitaleiksins og tók síðan við bikarnum í leikslok. Eftir leikinn fékk hin 23 ára gamla Carmona aftur á móti skelfilegar fréttir. Spænska knattspyrnusambandið sagði frá því á Twitter að faðir Carmona hefði dáið í aðdraganda leiksins. Leikmaðurinn fékk aftur á móti ekki fréttirnar fyrr en eftir leikinn. View this post on Instagram A post shared by MARCA (@marca) „Ég veit að þú hefur verið á horfa á mig í kvöld og ert stoltur af mér. Hvíldu í friði pabbi,“ skrifaði Olga Carmona á samfélagsmiðla. Faðir hennar dó á föstudaginn. „Án þess að vita það þá fékk ég stjörnuna mína fyrir leikinn. Ég veit að þú gafst mér styrk til að afreka eitthvað algjörlega einstakt“ Carmona hafði tekið við fyrirliðabandinu í undanúrslita- og úrslitaleiknum og skoraði sigurmark spænska liðsins í báðum leikjunum en hún spilar sem vinstri bakvörður. Tvö af þremur landsliðsmörkum hennar á ferlinum komu því í tveimur stærstu leikjum spænska liðsins á heimsmeistaramótinu. Faðir hennar hafði barist lengi við veikindi en móðir hennar og bræður hennar komu til Ástralíu til að horfa á úrslitaleikinn. Olga er frá Sevilla á Spáni en gekk til liðs við Real Madrid árið 2020. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira