Það var hin spænska Aitana Bonmati sem var valin besti leikmaður mótsins. Bonmati skoraði þrjú mörk fyrir Spánverja á mótinu og átti stóran þátt í heimsmeistaratitlinum.
The adidas Golden Ball Award goes to Aitana Bonmatí! ⚽️ pic.twitter.com/zTl7fEY9bx
— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) August 20, 2023
Hin 19 ára Salma Paralluelo, leikmaður Barcelona, var valin besti ungi leikmaður mótsins og Mary Earps, markmaður Englendinga, var valinn besti markvörður mótsins, en hún varði vítaspyrnu Jennifer Hermoso í úrslitaleiknum.
Þá var hin japanska Hinata Miyazawa heiðruð sem markadrottning mótsins, en hún skoraði fimm mörk fyrir japanska liðið.