Willum Þór á skotskónum á meðan Albert og félagar voru kjöldregnir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2023 20:56 Willum Þór skoraði í öruggum sigri. Vísir/Getty Willum Þór Willumsson skoraði eitt marka Go Ahead Eagles þegar liðið vann 4-1 sigur í 2. umferð hollensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Kristian Nökkvi Hlynsson kom í fyrsta skipti við sögu hjá aðalliði Ajax. Albert Guðmundsson og félagar í Genoa máttu þola 1-4 tap á heimavelli í endurkomu sinni í Serie A. Willum Þór var á sínum stað í byrjunarliði GA Eagles þegar liðið tók á móti FC Volendam. Skoraði hann þriðja mark liðsins á 40. mínútu og sá til þess að Ernirnir voru með þriggja marka forystu í hálfleik. Bobby Adekanye gerði leikinn spennandi með því að láta reka sig af velli undir lok fyrri hálfleiks og Ernirnir því manni færri allan síðari hálfleikinn. Það tókst gestunum ekki að nýta sér betur en svo að þeir skoruðu eitt mark en þar sem heimamenn gerðu það einnig þá lauk leiknum með 4-1 sigri heimamanna. Ernirnir töpuðu fyrsta leik tímabilsins og sigur kvöldsins því kærkominn. Stórlið Ajax tókst aðeins að gera 2-2 jafntefli við Excelsior. Kristian Nökkvi kom inn af bekknum á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar staðan var þegar orðin 2-2. Ajax nú með fjögur stig að loknum tveimur leikjum. Kristian Hlynsson made his debut for Ajax in Eredivise. Huge talent Top player pic.twitter.com/oykIZYiQ5Z— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) August 19, 2023 Á Ítalíu sneri Genoa aftur í Serie A, ítölsku úrvalsdeildina. Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa sem átti aldrei möguleika gegn Fiorentina. Gestirnir voru komnir 2-0 yfir eftir aðeins ellefu mínútur og voru þremur mörkum yfir í hálfleik. Ef það var ekki nóg þá bættu þeir við fjórða markinu áður en Genoa minnkaði muninn, lokatölur 1-4. Önnur úrslit á Ítalíu voru þau að meistarar Napoli unnu 3-1 útisigur á Frosinone. Victor Osimhen með tvennu í liði Napoli. Þá vann Inter 2-0 sigur á Monza þökk sé tvennu frá Lautaro Martínez. Fótbolti Hollenski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Willum Þór var á sínum stað í byrjunarliði GA Eagles þegar liðið tók á móti FC Volendam. Skoraði hann þriðja mark liðsins á 40. mínútu og sá til þess að Ernirnir voru með þriggja marka forystu í hálfleik. Bobby Adekanye gerði leikinn spennandi með því að láta reka sig af velli undir lok fyrri hálfleiks og Ernirnir því manni færri allan síðari hálfleikinn. Það tókst gestunum ekki að nýta sér betur en svo að þeir skoruðu eitt mark en þar sem heimamenn gerðu það einnig þá lauk leiknum með 4-1 sigri heimamanna. Ernirnir töpuðu fyrsta leik tímabilsins og sigur kvöldsins því kærkominn. Stórlið Ajax tókst aðeins að gera 2-2 jafntefli við Excelsior. Kristian Nökkvi kom inn af bekknum á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar staðan var þegar orðin 2-2. Ajax nú með fjögur stig að loknum tveimur leikjum. Kristian Hlynsson made his debut for Ajax in Eredivise. Huge talent Top player pic.twitter.com/oykIZYiQ5Z— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) August 19, 2023 Á Ítalíu sneri Genoa aftur í Serie A, ítölsku úrvalsdeildina. Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa sem átti aldrei möguleika gegn Fiorentina. Gestirnir voru komnir 2-0 yfir eftir aðeins ellefu mínútur og voru þremur mörkum yfir í hálfleik. Ef það var ekki nóg þá bættu þeir við fjórða markinu áður en Genoa minnkaði muninn, lokatölur 1-4. Önnur úrslit á Ítalíu voru þau að meistarar Napoli unnu 3-1 útisigur á Frosinone. Victor Osimhen með tvennu í liði Napoli. Þá vann Inter 2-0 sigur á Monza þökk sé tvennu frá Lautaro Martínez.
Fótbolti Hollenski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira