Markaveisla í Grindavík og fall blasir við KR Smári Jökull Jónsson skrifar 17. ágúst 2023 20:35 Una Rós Unnarsdóttir með boltann. Knattspyrnudeild Grindavíkur/Petra Rós Grótta vann góðan sigur á Grindavík þegar liðin mættust í Lengjudeild kvenna í kvöld. Þá virðist fátt geta komið í veg fyrir að KR falli úr deildinni en liðið tapaði gegn HK á heimavelli. Grindavík og Grótta voru hlið við hlið í töflunni fyrir leik liðanna suður með sjó í kvöld. Jasmine Colbert kom Grindavík yfir á 17. mínútu þegar hún skoraði úr vítaspyrnu en lokamínútur fyrri hálfleiks voru síðan hálf ótrúlegar. Hannah Abraham jafnaði fyrir Gróttu á 41. mínútu en Colbert var ekki lengi að koma Grindavík yfir á nýjan leik og skoraði tveimur mínútum síðar. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks fékk Grótta síðan tvær vítaspyrnur. Úr fyrri spyrnunni skoraði Ariela Lewis og Hallgerður Kristjánsdóttir úr þeirri síðari. Staðan í hálfleik 3-2 fyrir gestina af Seltjarnarnesi. Úr leik Grindavíkur og Gróttu í kvöld.Knattspyrnudeild Grindavíkur/Petra Rós Grótta var síðan sterkari aðilinn eftir hlé. Hanna Abraham bætti sínu öðru marki við á 68. mínútu og Arnfríður Auður Arnarsdóttir skoraði fimmta mark Seltirninga á 73. mínútu. Þegar skammt var eftir klóraði hin 15 ára gamla Tinna Hjaltalín í bakkann fyrir Grindavík. Lokatölur 5-3 og Grótta áfram í 4. sæti deildarinnar, fimm stigum á undan Grindavík sem er í 6. sæti. Fallið blasir við KR Í Vesturbænum mættust lið KR og HK. KR, sem situr í fallsæti Lengjudeildarinnar, skoraði fyrsta markið á 9. mínútu en þegar Koldís María Eymundsdóttir kom boltanum í netið. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Emily Sands metin og með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla seint í hálfleiknum tryggði HK sér sigur. Brookelyn Entz skoraði fyrst á 74. mínútu og Isabella Eva Aradóttir bætti öðru marki við fimm mínútum síðar. Frá leik KR í Bestu deildinni í fyrra.Vísir/Hulda Margrét Jewel Boland minnkaði reynar muninn fyrir KR á 80. mínútu en nær komust þær ekki. Það er lítið annað en fall í 2. deild sem blasir við KR en liðið lék í Bestu deildinni á síðasta tímabili. Liðið er með sjö stig í níunda sæti deildarinnar, níu stigum á eftir FHL sem gæti fellt KR með sigri á Fram á heimavelli á sunnudag. KR á þrjá leiki eftir í deildinni og þarf að vinna þá alla ætli liðið að halda sér uppi. HK fer hins vegar upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum. Liðið er þremur stigum á eftir toppliði Víkings og þremur stigum á undan Fylki sem er í þriðja sæti en bæði þessi lið eiga þó leik til góða á HK. Lengjudeild kvenna Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Sjá meira
Grindavík og Grótta voru hlið við hlið í töflunni fyrir leik liðanna suður með sjó í kvöld. Jasmine Colbert kom Grindavík yfir á 17. mínútu þegar hún skoraði úr vítaspyrnu en lokamínútur fyrri hálfleiks voru síðan hálf ótrúlegar. Hannah Abraham jafnaði fyrir Gróttu á 41. mínútu en Colbert var ekki lengi að koma Grindavík yfir á nýjan leik og skoraði tveimur mínútum síðar. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks fékk Grótta síðan tvær vítaspyrnur. Úr fyrri spyrnunni skoraði Ariela Lewis og Hallgerður Kristjánsdóttir úr þeirri síðari. Staðan í hálfleik 3-2 fyrir gestina af Seltjarnarnesi. Úr leik Grindavíkur og Gróttu í kvöld.Knattspyrnudeild Grindavíkur/Petra Rós Grótta var síðan sterkari aðilinn eftir hlé. Hanna Abraham bætti sínu öðru marki við á 68. mínútu og Arnfríður Auður Arnarsdóttir skoraði fimmta mark Seltirninga á 73. mínútu. Þegar skammt var eftir klóraði hin 15 ára gamla Tinna Hjaltalín í bakkann fyrir Grindavík. Lokatölur 5-3 og Grótta áfram í 4. sæti deildarinnar, fimm stigum á undan Grindavík sem er í 6. sæti. Fallið blasir við KR Í Vesturbænum mættust lið KR og HK. KR, sem situr í fallsæti Lengjudeildarinnar, skoraði fyrsta markið á 9. mínútu en þegar Koldís María Eymundsdóttir kom boltanum í netið. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Emily Sands metin og með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla seint í hálfleiknum tryggði HK sér sigur. Brookelyn Entz skoraði fyrst á 74. mínútu og Isabella Eva Aradóttir bætti öðru marki við fimm mínútum síðar. Frá leik KR í Bestu deildinni í fyrra.Vísir/Hulda Margrét Jewel Boland minnkaði reynar muninn fyrir KR á 80. mínútu en nær komust þær ekki. Það er lítið annað en fall í 2. deild sem blasir við KR en liðið lék í Bestu deildinni á síðasta tímabili. Liðið er með sjö stig í níunda sæti deildarinnar, níu stigum á eftir FHL sem gæti fellt KR með sigri á Fram á heimavelli á sunnudag. KR á þrjá leiki eftir í deildinni og þarf að vinna þá alla ætli liðið að halda sér uppi. HK fer hins vegar upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum. Liðið er þremur stigum á eftir toppliði Víkings og þremur stigum á undan Fylki sem er í þriðja sæti en bæði þessi lið eiga þó leik til góða á HK.
Lengjudeild kvenna Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Sjá meira