Enski boltinn

Aðeins tvö lið fengu á sig fleiri skot en Man. United í fyrstu umferðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bruno Fernandes kvartar yfir einhverju í leik Manchester United í gærkvöldi.
Bruno Fernandes kvartar yfir einhverju í leik Manchester United í gærkvöldi. Getty/Robbie Jay Barratt

Manchester United slapp í burtu með öll þrjú stigin úr fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

United vann 1-0 sigur á Wolves á Old Trafford í gærkvöldi þar sem miðvörðurinn Raphaal Varane skoraði sigurmarkið á 76. mínútu.

Sigurinn var lang frá því að vera sannfærandi og Úlfarnir voru meðal sviknir um vítaspyrnu í uppbótatíma leiksins.

Wolves átti alls 23 skot að marki United í leiknum en það voru aðeins Sheffield United og Luton sem fengu á sig fleiri skot í þessari fyrstu umferð.

Wolves var líka með 2,14 í Xg á móti 1,49 hjá Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×