„Þó þetta sé gaman þá er er þetta erfitt“ Árni Gísli Magnússon skrifar 13. ágúst 2023 20:53 Daníel Hafsteinsson var svekktur með úrslitin. VÍSIR/BÁRA Daníel Hafsteinsson, leikmaður KA, var bæði svekktur og pirraður eftir 1-1 jafntefli á móti Breiðabliki. „Ég er pirraður bara. Við erum einum fleiri allan seinni hálfleikinn og leystum það bara ekki nógu vel. Mér fannst við betri í fyrri hálfleik þó við hefðum verið undir þangað til á 45. mínútu. Vorum bara að fara illa með skyndisóknirnar og áttum að halda meira í boltann en eins og ég segi bara svekktur og pirraður.“ Breiðablik spilar á fleiri óþreyttum mönnum en KA í dag. Hafði það einhver áhrif á það hvernig seinni hálfleikur spilaðist? „Já bæði það og þeir eru líka góðir í fótbolta. Við vorum að reyna pressa og þeir leystu það ágætlega en svo þegar við erum að fá boltann erum við að taka úrslitasendinguna bara strax. Við hefðum átt að halda meira í boltann og stjórna aðeins leiknum og það kom ekki fyrr en það voru bara 10 mínútur eftir af leiknum eða eitthvað og bara frekar lélegt hjá okkur öllum held ég.“ Daníel fékk dauðafæri til að vinna leikinn fyrir KA í lokin en Brynjar Atli varði frá honum. „Bara svekktur út í sjálfan mig sko, ég ætlaði að setja hann í gegnum klofið á honum eftir lélega snertingu en hann náði að verja þetta og ekkert meira við því að segja. Bara pirraður út í sjálfan mig.“ Kristinn Steindórsson klúðraði dauðafæri fyrir Blika aðeins andartaki seinna og má ætla að Daníeli hafi verið heldur létt þá. „Já ég trúði þessu ekki sko. Ég veit ekki hvað hefði gerst ef hann hefði sett hann inn, frekar leiðinlegt.“ Framundan er seinni leikur KA gegn Club Brugge í Sambandsdeildinni þar sem Belgarnir leiða með fjórum mörkum. Hvernig er að setja upp leik gegn svona stórliði fjórum mörkum undir og með þreytt lið í þokkabót? „Þú verður eiginlega að spurja þjálfarann að því“, sagði Daníel og glotti áður en hann hélt áfram: „Þetta er erfitt verkefni og við förum bara inn í þetta og fáum reynslu úr því að spila á móti svona góðum leikmönnum, það eru ekki margir í liðinu sem hafa gert það, þannig þetta verður bara skemmtilegt. Ég vona að maður nái bara að slaka aðeins á núna og síðan vonandi fer að hægast aðeins á þessu prógrami, þó þetta sé gaman þá er þetta erfitt. Daníel kveðst spenntur fyrir því að spila á Laugardalsvelli þar sem leikurinn er fram. „Það er bara spennandi, ég held ég hafi ekki spilað þar áður þannig að það er bara vonandi að ég sé góður og þá verður stemming.“ Besta deild karla KA Breiðablik Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
„Ég er pirraður bara. Við erum einum fleiri allan seinni hálfleikinn og leystum það bara ekki nógu vel. Mér fannst við betri í fyrri hálfleik þó við hefðum verið undir þangað til á 45. mínútu. Vorum bara að fara illa með skyndisóknirnar og áttum að halda meira í boltann en eins og ég segi bara svekktur og pirraður.“ Breiðablik spilar á fleiri óþreyttum mönnum en KA í dag. Hafði það einhver áhrif á það hvernig seinni hálfleikur spilaðist? „Já bæði það og þeir eru líka góðir í fótbolta. Við vorum að reyna pressa og þeir leystu það ágætlega en svo þegar við erum að fá boltann erum við að taka úrslitasendinguna bara strax. Við hefðum átt að halda meira í boltann og stjórna aðeins leiknum og það kom ekki fyrr en það voru bara 10 mínútur eftir af leiknum eða eitthvað og bara frekar lélegt hjá okkur öllum held ég.“ Daníel fékk dauðafæri til að vinna leikinn fyrir KA í lokin en Brynjar Atli varði frá honum. „Bara svekktur út í sjálfan mig sko, ég ætlaði að setja hann í gegnum klofið á honum eftir lélega snertingu en hann náði að verja þetta og ekkert meira við því að segja. Bara pirraður út í sjálfan mig.“ Kristinn Steindórsson klúðraði dauðafæri fyrir Blika aðeins andartaki seinna og má ætla að Daníeli hafi verið heldur létt þá. „Já ég trúði þessu ekki sko. Ég veit ekki hvað hefði gerst ef hann hefði sett hann inn, frekar leiðinlegt.“ Framundan er seinni leikur KA gegn Club Brugge í Sambandsdeildinni þar sem Belgarnir leiða með fjórum mörkum. Hvernig er að setja upp leik gegn svona stórliði fjórum mörkum undir og með þreytt lið í þokkabót? „Þú verður eiginlega að spurja þjálfarann að því“, sagði Daníel og glotti áður en hann hélt áfram: „Þetta er erfitt verkefni og við förum bara inn í þetta og fáum reynslu úr því að spila á móti svona góðum leikmönnum, það eru ekki margir í liðinu sem hafa gert það, þannig þetta verður bara skemmtilegt. Ég vona að maður nái bara að slaka aðeins á núna og síðan vonandi fer að hægast aðeins á þessu prógrami, þó þetta sé gaman þá er þetta erfitt. Daníel kveðst spenntur fyrir því að spila á Laugardalsvelli þar sem leikurinn er fram. „Það er bara spennandi, ég held ég hafi ekki spilað þar áður þannig að það er bara vonandi að ég sé góður og þá verður stemming.“
Besta deild karla KA Breiðablik Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira