„Þó þetta sé gaman þá er er þetta erfitt“ Árni Gísli Magnússon skrifar 13. ágúst 2023 20:53 Daníel Hafsteinsson var svekktur með úrslitin. VÍSIR/BÁRA Daníel Hafsteinsson, leikmaður KA, var bæði svekktur og pirraður eftir 1-1 jafntefli á móti Breiðabliki. „Ég er pirraður bara. Við erum einum fleiri allan seinni hálfleikinn og leystum það bara ekki nógu vel. Mér fannst við betri í fyrri hálfleik þó við hefðum verið undir þangað til á 45. mínútu. Vorum bara að fara illa með skyndisóknirnar og áttum að halda meira í boltann en eins og ég segi bara svekktur og pirraður.“ Breiðablik spilar á fleiri óþreyttum mönnum en KA í dag. Hafði það einhver áhrif á það hvernig seinni hálfleikur spilaðist? „Já bæði það og þeir eru líka góðir í fótbolta. Við vorum að reyna pressa og þeir leystu það ágætlega en svo þegar við erum að fá boltann erum við að taka úrslitasendinguna bara strax. Við hefðum átt að halda meira í boltann og stjórna aðeins leiknum og það kom ekki fyrr en það voru bara 10 mínútur eftir af leiknum eða eitthvað og bara frekar lélegt hjá okkur öllum held ég.“ Daníel fékk dauðafæri til að vinna leikinn fyrir KA í lokin en Brynjar Atli varði frá honum. „Bara svekktur út í sjálfan mig sko, ég ætlaði að setja hann í gegnum klofið á honum eftir lélega snertingu en hann náði að verja þetta og ekkert meira við því að segja. Bara pirraður út í sjálfan mig.“ Kristinn Steindórsson klúðraði dauðafæri fyrir Blika aðeins andartaki seinna og má ætla að Daníeli hafi verið heldur létt þá. „Já ég trúði þessu ekki sko. Ég veit ekki hvað hefði gerst ef hann hefði sett hann inn, frekar leiðinlegt.“ Framundan er seinni leikur KA gegn Club Brugge í Sambandsdeildinni þar sem Belgarnir leiða með fjórum mörkum. Hvernig er að setja upp leik gegn svona stórliði fjórum mörkum undir og með þreytt lið í þokkabót? „Þú verður eiginlega að spurja þjálfarann að því“, sagði Daníel og glotti áður en hann hélt áfram: „Þetta er erfitt verkefni og við förum bara inn í þetta og fáum reynslu úr því að spila á móti svona góðum leikmönnum, það eru ekki margir í liðinu sem hafa gert það, þannig þetta verður bara skemmtilegt. Ég vona að maður nái bara að slaka aðeins á núna og síðan vonandi fer að hægast aðeins á þessu prógrami, þó þetta sé gaman þá er þetta erfitt. Daníel kveðst spenntur fyrir því að spila á Laugardalsvelli þar sem leikurinn er fram. „Það er bara spennandi, ég held ég hafi ekki spilað þar áður þannig að það er bara vonandi að ég sé góður og þá verður stemming.“ Besta deild karla KA Breiðablik Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
„Ég er pirraður bara. Við erum einum fleiri allan seinni hálfleikinn og leystum það bara ekki nógu vel. Mér fannst við betri í fyrri hálfleik þó við hefðum verið undir þangað til á 45. mínútu. Vorum bara að fara illa með skyndisóknirnar og áttum að halda meira í boltann en eins og ég segi bara svekktur og pirraður.“ Breiðablik spilar á fleiri óþreyttum mönnum en KA í dag. Hafði það einhver áhrif á það hvernig seinni hálfleikur spilaðist? „Já bæði það og þeir eru líka góðir í fótbolta. Við vorum að reyna pressa og þeir leystu það ágætlega en svo þegar við erum að fá boltann erum við að taka úrslitasendinguna bara strax. Við hefðum átt að halda meira í boltann og stjórna aðeins leiknum og það kom ekki fyrr en það voru bara 10 mínútur eftir af leiknum eða eitthvað og bara frekar lélegt hjá okkur öllum held ég.“ Daníel fékk dauðafæri til að vinna leikinn fyrir KA í lokin en Brynjar Atli varði frá honum. „Bara svekktur út í sjálfan mig sko, ég ætlaði að setja hann í gegnum klofið á honum eftir lélega snertingu en hann náði að verja þetta og ekkert meira við því að segja. Bara pirraður út í sjálfan mig.“ Kristinn Steindórsson klúðraði dauðafæri fyrir Blika aðeins andartaki seinna og má ætla að Daníeli hafi verið heldur létt þá. „Já ég trúði þessu ekki sko. Ég veit ekki hvað hefði gerst ef hann hefði sett hann inn, frekar leiðinlegt.“ Framundan er seinni leikur KA gegn Club Brugge í Sambandsdeildinni þar sem Belgarnir leiða með fjórum mörkum. Hvernig er að setja upp leik gegn svona stórliði fjórum mörkum undir og með þreytt lið í þokkabót? „Þú verður eiginlega að spurja þjálfarann að því“, sagði Daníel og glotti áður en hann hélt áfram: „Þetta er erfitt verkefni og við förum bara inn í þetta og fáum reynslu úr því að spila á móti svona góðum leikmönnum, það eru ekki margir í liðinu sem hafa gert það, þannig þetta verður bara skemmtilegt. Ég vona að maður nái bara að slaka aðeins á núna og síðan vonandi fer að hægast aðeins á þessu prógrami, þó þetta sé gaman þá er þetta erfitt. Daníel kveðst spenntur fyrir því að spila á Laugardalsvelli þar sem leikurinn er fram. „Það er bara spennandi, ég held ég hafi ekki spilað þar áður þannig að það er bara vonandi að ég sé góður og þá verður stemming.“
Besta deild karla KA Breiðablik Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira