Vöknuðu upp við vondan draum vegna „aumingja“ á Egilsstöðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2023 11:33 Hinsegin fáninn og Vilhjálmsvöllur í bakgrunni. Héraðsskjalasafn Austfirðinga Búið var að slíta regnbogafánann niður bæði við Safnahúsið og Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum í morgun og skemma hann. Um er að ræða enn eitt skiptið sem unnin eru skemmdarverk á hinsegin fánanum í aðdraganda eða á meðan Hinsegin dögum stendur. „Það var frekar dapurleg aðkoma að Safnahúsinu á Egilsstöðum í morgun því búið var að slíta regnbogafánann okkar niður og skemma hann. Sama gilti um samskonar fána við Vilhjálmsvöll handan götunnar,“ segir á Facebook-síðu Héraðsskjalasafns Austfirðinga. „Það er dapurlegt til þess að vita að innan okkar samfélags þrífist slíkir aumingjar að þeir í fyrsta lagi geti ekki unað hinsegin samfélaginu og stuðningsfólki þeirra að gleðjast og njóta hinsegin daga í friði, í öðru lagi þori ekki að tjá sig nema í skjóli myrkurs og í þriðja lagi að þeir þurfi að gera það með því að skemma eigur annarra,“ segir á síðu héraðsskjalasafnsins. Atvikið verði tilkynnt til lögreglu eftir helgi, enda hafi eignatjóni verið valdið af ásetningi sem ekki sé hægt að sætta sig við. „Við áttum síðan annan fána sem fór upp á stöngina í staðinn. Hann er aðeins slitinn og trosnaður en hann gerir sitt gagn. Við látum ekki segja okkur hverju við megum og megum ekki flagga. Lifi fjölbreytileikinn!“ Hinsegin fánar á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið fyrir barðinu á andstæðingum fjölbreytileikans eða skemmdarvörgum. Þá var hið sama uppi á teningnum í kringum Hinsegin daga í fyrra. Hinsegin dagar ná hápunkti í dag með gleðigöngu í miðbæ Reykjavíkur þar sem reiknað er með margmenni í rjómablíðu. Hinsegin Múlaþing Lögreglumál Tengdar fréttir Hinsegin fánar í Mosfellsbæ skornir niður í nótt Átta hinseginfánar sem flaggað var fyrir utan bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar auk eins fána við Þverholt í Mosfellsbæ voru skornir niður í nótt. Bæjarstjóri segir málið sýna mikilvægi þess að halda baráttu hinsegin fólks áfram. 10. ágúst 2023 14:26 Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna Hinsegin dagar eru handan við hornið með stútfullri dagskrá. Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir skemmdarverk háværs minnihluta sem virðast tíðari á þessum árstíma. 4. ágúst 2023 11:53 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Það var frekar dapurleg aðkoma að Safnahúsinu á Egilsstöðum í morgun því búið var að slíta regnbogafánann okkar niður og skemma hann. Sama gilti um samskonar fána við Vilhjálmsvöll handan götunnar,“ segir á Facebook-síðu Héraðsskjalasafns Austfirðinga. „Það er dapurlegt til þess að vita að innan okkar samfélags þrífist slíkir aumingjar að þeir í fyrsta lagi geti ekki unað hinsegin samfélaginu og stuðningsfólki þeirra að gleðjast og njóta hinsegin daga í friði, í öðru lagi þori ekki að tjá sig nema í skjóli myrkurs og í þriðja lagi að þeir þurfi að gera það með því að skemma eigur annarra,“ segir á síðu héraðsskjalasafnsins. Atvikið verði tilkynnt til lögreglu eftir helgi, enda hafi eignatjóni verið valdið af ásetningi sem ekki sé hægt að sætta sig við. „Við áttum síðan annan fána sem fór upp á stöngina í staðinn. Hann er aðeins slitinn og trosnaður en hann gerir sitt gagn. Við látum ekki segja okkur hverju við megum og megum ekki flagga. Lifi fjölbreytileikinn!“ Hinsegin fánar á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið fyrir barðinu á andstæðingum fjölbreytileikans eða skemmdarvörgum. Þá var hið sama uppi á teningnum í kringum Hinsegin daga í fyrra. Hinsegin dagar ná hápunkti í dag með gleðigöngu í miðbæ Reykjavíkur þar sem reiknað er með margmenni í rjómablíðu.
Hinsegin Múlaþing Lögreglumál Tengdar fréttir Hinsegin fánar í Mosfellsbæ skornir niður í nótt Átta hinseginfánar sem flaggað var fyrir utan bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar auk eins fána við Þverholt í Mosfellsbæ voru skornir niður í nótt. Bæjarstjóri segir málið sýna mikilvægi þess að halda baráttu hinsegin fólks áfram. 10. ágúst 2023 14:26 Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna Hinsegin dagar eru handan við hornið með stútfullri dagskrá. Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir skemmdarverk háværs minnihluta sem virðast tíðari á þessum árstíma. 4. ágúst 2023 11:53 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Hinsegin fánar í Mosfellsbæ skornir niður í nótt Átta hinseginfánar sem flaggað var fyrir utan bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar auk eins fána við Þverholt í Mosfellsbæ voru skornir niður í nótt. Bæjarstjóri segir málið sýna mikilvægi þess að halda baráttu hinsegin fólks áfram. 10. ágúst 2023 14:26
Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna Hinsegin dagar eru handan við hornið með stútfullri dagskrá. Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir skemmdarverk háværs minnihluta sem virðast tíðari á þessum árstíma. 4. ágúst 2023 11:53