Fjárfesting erlendra aðila í íslenska vatninu muni skapa fjölda starfa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. ágúst 2023 12:10 Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss. Vísir/Egill Bæjarstjóri Ölfuss á von á því að fyrirhuguð uppbygging nýrra eigenda Iceland Water Holdings í bænum muni skapa fjölda nýrra starfa, en segir hana ekki munu hafa teljandi áhrif á vatnsbúskap á svæðinu. Morgunblaðið greindi frá því í dag að athafnamennirnir Jón Ólafsson og sonur hans Kristján hafi selt stóran hlut í Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta. Búið sé að undirrita kaupsamninga en gengið verði frá kaupunum 22. ágúst næstkomandi. Fjárfestarnir hafi í hyggju að stórauka framleiðslugetu fyrirtækisins á Hlíðarenda í Ölfusi, sem muni meðal annars fela í sér byggingu nokkurra verksmiðja til viðbótar við þá sem fyrir er. Sveitarstjóri Ölfus segir sveitarfélagið hafa fundað með fulltrúum nýrra meirihlutaeigenda. „Þeir hafa kynnt fyrir okkur sínar áætlanir, eða drög að þeim, kynnt stefnu sína og áherslur og við höfum gert slíkt hið sama,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Hann eigi von á að eigendaskiptin muni hafa mikil áhrif, bæði hvað varðar fjölgun starfa og aðra uppbyggingu. Ekki liggi þó fyrir hversu mörg störf muni skapast. „Við erum nú bara í fyrstu orðum samtalsins og höfum ekki farið í að greina það, en það gæti orðið verulegt. Og bætist þá við þessi 800 til 1200 störf sem þegar eru að verða til innan sveitarfélagsins,“ segir Elliði. Aukin umsvif muni ekki hafa teljandi áhrif á vatnsbúskap á svæðinu. „Ölfus er þannig staðsett. Það er gríðarlega mikið jarðvatn. Þeir þurfa ekki meiri vatnstöku, eða vatnslindir. Það er hverfandi lítil nýting á þeirri lind sem þeir eru með nú þegar. Það eru mjög mikil vatnsgæði þarna. Þannig að áhrif á heildarvatnsbúskap svæðisins, það er dropi í Atlantshafið.“ Ölfus Vinnumarkaður Vatn Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í dag að athafnamennirnir Jón Ólafsson og sonur hans Kristján hafi selt stóran hlut í Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta. Búið sé að undirrita kaupsamninga en gengið verði frá kaupunum 22. ágúst næstkomandi. Fjárfestarnir hafi í hyggju að stórauka framleiðslugetu fyrirtækisins á Hlíðarenda í Ölfusi, sem muni meðal annars fela í sér byggingu nokkurra verksmiðja til viðbótar við þá sem fyrir er. Sveitarstjóri Ölfus segir sveitarfélagið hafa fundað með fulltrúum nýrra meirihlutaeigenda. „Þeir hafa kynnt fyrir okkur sínar áætlanir, eða drög að þeim, kynnt stefnu sína og áherslur og við höfum gert slíkt hið sama,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Hann eigi von á að eigendaskiptin muni hafa mikil áhrif, bæði hvað varðar fjölgun starfa og aðra uppbyggingu. Ekki liggi þó fyrir hversu mörg störf muni skapast. „Við erum nú bara í fyrstu orðum samtalsins og höfum ekki farið í að greina það, en það gæti orðið verulegt. Og bætist þá við þessi 800 til 1200 störf sem þegar eru að verða til innan sveitarfélagsins,“ segir Elliði. Aukin umsvif muni ekki hafa teljandi áhrif á vatnsbúskap á svæðinu. „Ölfus er þannig staðsett. Það er gríðarlega mikið jarðvatn. Þeir þurfa ekki meiri vatnstöku, eða vatnslindir. Það er hverfandi lítil nýting á þeirri lind sem þeir eru með nú þegar. Það eru mjög mikil vatnsgæði þarna. Þannig að áhrif á heildarvatnsbúskap svæðisins, það er dropi í Atlantshafið.“
Ölfus Vinnumarkaður Vatn Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira