Björgvin Karl gat ekki klætt sig í sokkana rúmri viku fyrir heimsleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2023 08:31 Andrew Martin. hamast hér á Björgvini Karl Guðmundssyni til að reyna að koma honum í gegnum lokadaginn. Instagram/@bk_gudmundsson Íslenski CrossFit kappinn Björgvin Karl Guðmundsson tókst ekki að halda sér í hópi tíu bestu í heiminum en hann fór vel yfir hvað hann þurfti að leggja mikið á sig til að klára heimsleikana í ár. Björgvin var að keppa á sínum tíundu heimsleikum í röð en endaði að lokum í ellefta sæti sem var næstbesti árangur Íslendings í aðalflokkunum í ár en Katrín Tanja Davíðsdóttir náði sjöunda sætinu hjá konunum. Björgvin Karl hefur glímt við bakmeiðsli í allt sumar og það háði honum sérstaklega í lyfingaæfingunni á leikunum í ár. Eftir hana sagði Björgvin frá því í eftirminnilegu viðtali að hann það hafi verið peningarnir sem fengu hann til að pína sig til að klára heimsleikana. Björgvin taldi sig samt þurfa að útskýra stöðu sína betur og fór yfir heimsleikana í fimm færslum á Instagram reikningi sínum. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Björgvin sagði þar frá því að hann hafi fundið fyrst fyrir bakinu fyrir lokagreinina á undanúrslitamótinu þar sem hann tryggði sér farseðilinn á heimsleikana. Björgvin sagði að meiðslin hafi tekið sig aftur upp í lokaundirbúningnum fyrir leikana sem þýddi að hann gat lítið sem ekkert æft lyftingarnar. Brotnaði niður og ætlaði að hætta við þátttöku Björgvin sagðist hafa brotnað niður þegar ekkert gekk og að hann hafi íhugað það að draga sig úr keppni vegna meiðslanna. „Ég þakklátur fyrir að hafa frestað því um einn dag því það var eins og eitthvað hafi smollið um nóttina. Bakið var mikið betra og ég komst yfir vonbrigðin frá deginum áður,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson. „Ég var ekki að lyfta því sama og ég get en sú staðreynd að ég gat gert þetta allt níu dögum fyrir heimsleikana var eins og kraftaverk miðað við það að ég gat ekki klætt mig í sokkana tveimur dögum fyrr,“ skrifaði Björgvin Karl. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Hamaðist í þrjá og hálfan tíma á bakinu hans Björgvin Karl fer yfir keppnina og hvernig hann varð mjög slæmur í bakinu eftir fimm kílómetra hlaupið. „Á laugardagskvöldinu þá var Andrew í yfirvinnu að taka bakið í gegn og ég tel að hann hafi á endanum komist að rót vandans. Hann eyddi líklega þremur og hálfum klukkutíma á hótelinu að grafa niður í það sem mér fannst vera mænan mín. Þetta var svo sannarlega ekki þægilegt en eftir það gat ég lyft 52 kílóum án þess að finna neitt,“ skrifaði Björgvin. Björgvin Karl gerir síðan upp helgina í lokafærslu sinni. Hann náði að klára lokadaginn þótt að hann hafi dottið niður um nokkur sæti í lokin. „Þrátt fyrir allt það sem gekk á í síðustu viku þá er ég ánægður í hjarta mínu. Ég segi það alveg satt,“ skrifaði Björgvin. „Ég hef verið með sama þjálfarann öll tíu árin mín í þessu sporti og hann hefur haft rosalega mikla trú á mér frá degi eitt. Það var í gegnum hann sem ég kynntist Andrew Martin. Þekking og hæfni hans er eins góð og þú finnur og teymið í kringum mig er ástæðan fyrir því að ég gat klárað þessa keppni,“ skrifaði Björgvin. „Ég hefði svo auðveldlega getað hætt keppni og ég er viss um að allir hefðu skilið það. Ég vil líka þakka sjálfum mér fyrir að trúa á mig sjálfan og pína mig í gegnum sársaukann,“ skrifaði Björgvin sem ætlar að taka sér gott frí og láta skoða bakið betur. „Lokasæti mitt er ekkert til að monta mig af miðað við hvar ég hef endað undanfarin níu ár. Ég er samt mjög stoltur af því að ég var að berjast um verðlaunasætið mest alla vikuna. Ég sé ekki eftir neinu og ég mun sjá ykkur aftur á keppnisgólfinu í framtíðinni,“ skrifaði Björgvin. Það má sjá allar þessar fimm færslur Björgvins hér fyrir ofan og neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) CrossFit Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Sjá meira
Björgvin var að keppa á sínum tíundu heimsleikum í röð en endaði að lokum í ellefta sæti sem var næstbesti árangur Íslendings í aðalflokkunum í ár en Katrín Tanja Davíðsdóttir náði sjöunda sætinu hjá konunum. Björgvin Karl hefur glímt við bakmeiðsli í allt sumar og það háði honum sérstaklega í lyfingaæfingunni á leikunum í ár. Eftir hana sagði Björgvin frá því í eftirminnilegu viðtali að hann það hafi verið peningarnir sem fengu hann til að pína sig til að klára heimsleikana. Björgvin taldi sig samt þurfa að útskýra stöðu sína betur og fór yfir heimsleikana í fimm færslum á Instagram reikningi sínum. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Björgvin sagði þar frá því að hann hafi fundið fyrst fyrir bakinu fyrir lokagreinina á undanúrslitamótinu þar sem hann tryggði sér farseðilinn á heimsleikana. Björgvin sagði að meiðslin hafi tekið sig aftur upp í lokaundirbúningnum fyrir leikana sem þýddi að hann gat lítið sem ekkert æft lyftingarnar. Brotnaði niður og ætlaði að hætta við þátttöku Björgvin sagðist hafa brotnað niður þegar ekkert gekk og að hann hafi íhugað það að draga sig úr keppni vegna meiðslanna. „Ég þakklátur fyrir að hafa frestað því um einn dag því það var eins og eitthvað hafi smollið um nóttina. Bakið var mikið betra og ég komst yfir vonbrigðin frá deginum áður,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson. „Ég var ekki að lyfta því sama og ég get en sú staðreynd að ég gat gert þetta allt níu dögum fyrir heimsleikana var eins og kraftaverk miðað við það að ég gat ekki klætt mig í sokkana tveimur dögum fyrr,“ skrifaði Björgvin Karl. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Hamaðist í þrjá og hálfan tíma á bakinu hans Björgvin Karl fer yfir keppnina og hvernig hann varð mjög slæmur í bakinu eftir fimm kílómetra hlaupið. „Á laugardagskvöldinu þá var Andrew í yfirvinnu að taka bakið í gegn og ég tel að hann hafi á endanum komist að rót vandans. Hann eyddi líklega þremur og hálfum klukkutíma á hótelinu að grafa niður í það sem mér fannst vera mænan mín. Þetta var svo sannarlega ekki þægilegt en eftir það gat ég lyft 52 kílóum án þess að finna neitt,“ skrifaði Björgvin. Björgvin Karl gerir síðan upp helgina í lokafærslu sinni. Hann náði að klára lokadaginn þótt að hann hafi dottið niður um nokkur sæti í lokin. „Þrátt fyrir allt það sem gekk á í síðustu viku þá er ég ánægður í hjarta mínu. Ég segi það alveg satt,“ skrifaði Björgvin. „Ég hef verið með sama þjálfarann öll tíu árin mín í þessu sporti og hann hefur haft rosalega mikla trú á mér frá degi eitt. Það var í gegnum hann sem ég kynntist Andrew Martin. Þekking og hæfni hans er eins góð og þú finnur og teymið í kringum mig er ástæðan fyrir því að ég gat klárað þessa keppni,“ skrifaði Björgvin. „Ég hefði svo auðveldlega getað hætt keppni og ég er viss um að allir hefðu skilið það. Ég vil líka þakka sjálfum mér fyrir að trúa á mig sjálfan og pína mig í gegnum sársaukann,“ skrifaði Björgvin sem ætlar að taka sér gott frí og láta skoða bakið betur. „Lokasæti mitt er ekkert til að monta mig af miðað við hvar ég hef endað undanfarin níu ár. Ég er samt mjög stoltur af því að ég var að berjast um verðlaunasætið mest alla vikuna. Ég sé ekki eftir neinu og ég mun sjá ykkur aftur á keppnisgólfinu í framtíðinni,“ skrifaði Björgvin. Það má sjá allar þessar fimm færslur Björgvins hér fyrir ofan og neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson)
CrossFit Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Sjá meira