Þolendur mansals sviptar öllum réttindum og vísað á götuna Lovísa Arnardóttir skrifar 10. ágúst 2023 21:01 Mary og Esther eru báðar þolendur mansals. Vísir/Einar Tvær konur á flótta óttast að lenda á götunni á morgun. Báðar eru þolendur mansals og hafa verið á Íslandi um árabil. Þær hafa verið sviptar öllum réttindum eftir að þær fengu endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Esther og Mary eru báðar frá Nígeríu en komu til Íslands frá Ítalíu þar sem þær segjast hafa verið þolendur mansals í um fjögur ár. Þær hafa báðar fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd á Íslandi, og hefur, samkvæmt nýju útlendingalögunum, verið tilkynnt um lok á þjónustu en samkvæmt nýju lögunum missir fólk öll sín réttindi 30 dögum eftir að þá fá endanlega synjun, undanskilin eru samt börn og fjölskyldur þeirra. Á meðan fólk bíður þess að mál þeirra fari í gegnum ferli hjá Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála mega þau ekki vinna. Konurnar voru báðar í vikunni sviptar framfærslu, greiðslukortum þeirra lokað og verða að öllum líkindum heimilislausar á morgun þegar vísa á þeim úr núverandi úrræði. Þær vilja ekki fara aftur til heimalandsins eða til Ítalíu. „Ég er búin að vera á Íslandi í um þrjú ár og fékk endanlega synjun í mars á þessu ári. Ég hef ekki fengið neinar upplýsingar síðan þá en svo á mánudag var mér tilkynnt að ég þyrfti að yfirgefa húsnæðið mitt og að ég þyrfti að koma hingað,“ segir Esther Omoregieo og að hún vilji vera hér áfram til að vinna. Esther segist ekkert hafa heyrt í fjölskyldu sinni um árabil. Vísir/Einar „Ég hef verið hér í þrjú ár og fjóra mánuði og var synjað í fyrra. Íslensk stjórnvöld vilja að ég fari aftur heim en ég hef sagt þeim að það er ekki öruggt fyrir mig það,“ segir Mary Itohan Ehichioyah og að hún eigi von á því að vera vísað úr búsetuúrræði sínu í dag. Hún segist óttast það að búa á götunni. Esther segist ekki hafa áhuga á því að fara heim eða eiga stað í Nígeríu. Hún segist ekki hafa heyrt í fjölskyldu sinni í langan tíma og að hún viti ekki hvort þau séu á lífi. Hún segir ekkert fyrir sig í Nígeríu og hvað þá á Ítalíu, þar sem hún var segist hafa verið þvinguð í vændi eftir að hún kom þangað frá Nígeríu. „Manneskjan sem flutti mig til Ítalíu sagði mér ekki að ég ætti að fara í vændi þannig ég fór þaðan og fór til Íslands í leit að betra lífi,“ segir Esther. Mary segir svipaða sögu og lýsir því að sá sem flutti hana frá Nígeríu til Ítalíu hafi selt hana í vændi en svo hafi henni tekist að flýja. „Mér tókst að flýja til Íslands í leit að friði og vernd.“ Báðar vilja þær fá að vera áfram á Íslandi, til að vinna og búa. „Við vitum ekki hvað gerist á morgun. Við erum hræddar en okkur var sagt að við þyrftum að fara á morgun. Þá verðum við á götunni. Við þekkjum engan hér og við erum hræddar.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ítalía Nígería Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Tengdar fréttir Barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. 9. ágúst 2023 22:53 „Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. 10. ágúst 2023 12:09 „Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02 Lögreglan mætti til að bera konuna út en hætti svo við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var mætt við búsetuúrræði flóttafólks síðdegis í dag til að bera út afganska konu og tólf ára gamlan son hennar, en hætti svo við. 13. júlí 2023 19:01 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Esther og Mary eru báðar frá Nígeríu en komu til Íslands frá Ítalíu þar sem þær segjast hafa verið þolendur mansals í um fjögur ár. Þær hafa báðar fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd á Íslandi, og hefur, samkvæmt nýju útlendingalögunum, verið tilkynnt um lok á þjónustu en samkvæmt nýju lögunum missir fólk öll sín réttindi 30 dögum eftir að þá fá endanlega synjun, undanskilin eru samt börn og fjölskyldur þeirra. Á meðan fólk bíður þess að mál þeirra fari í gegnum ferli hjá Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála mega þau ekki vinna. Konurnar voru báðar í vikunni sviptar framfærslu, greiðslukortum þeirra lokað og verða að öllum líkindum heimilislausar á morgun þegar vísa á þeim úr núverandi úrræði. Þær vilja ekki fara aftur til heimalandsins eða til Ítalíu. „Ég er búin að vera á Íslandi í um þrjú ár og fékk endanlega synjun í mars á þessu ári. Ég hef ekki fengið neinar upplýsingar síðan þá en svo á mánudag var mér tilkynnt að ég þyrfti að yfirgefa húsnæðið mitt og að ég þyrfti að koma hingað,“ segir Esther Omoregieo og að hún vilji vera hér áfram til að vinna. Esther segist ekkert hafa heyrt í fjölskyldu sinni um árabil. Vísir/Einar „Ég hef verið hér í þrjú ár og fjóra mánuði og var synjað í fyrra. Íslensk stjórnvöld vilja að ég fari aftur heim en ég hef sagt þeim að það er ekki öruggt fyrir mig það,“ segir Mary Itohan Ehichioyah og að hún eigi von á því að vera vísað úr búsetuúrræði sínu í dag. Hún segist óttast það að búa á götunni. Esther segist ekki hafa áhuga á því að fara heim eða eiga stað í Nígeríu. Hún segist ekki hafa heyrt í fjölskyldu sinni í langan tíma og að hún viti ekki hvort þau séu á lífi. Hún segir ekkert fyrir sig í Nígeríu og hvað þá á Ítalíu, þar sem hún var segist hafa verið þvinguð í vændi eftir að hún kom þangað frá Nígeríu. „Manneskjan sem flutti mig til Ítalíu sagði mér ekki að ég ætti að fara í vændi þannig ég fór þaðan og fór til Íslands í leit að betra lífi,“ segir Esther. Mary segir svipaða sögu og lýsir því að sá sem flutti hana frá Nígeríu til Ítalíu hafi selt hana í vændi en svo hafi henni tekist að flýja. „Mér tókst að flýja til Íslands í leit að friði og vernd.“ Báðar vilja þær fá að vera áfram á Íslandi, til að vinna og búa. „Við vitum ekki hvað gerist á morgun. Við erum hræddar en okkur var sagt að við þyrftum að fara á morgun. Þá verðum við á götunni. Við þekkjum engan hér og við erum hræddar.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ítalía Nígería Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Tengdar fréttir Barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. 9. ágúst 2023 22:53 „Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. 10. ágúst 2023 12:09 „Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02 Lögreglan mætti til að bera konuna út en hætti svo við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var mætt við búsetuúrræði flóttafólks síðdegis í dag til að bera út afganska konu og tólf ára gamlan son hennar, en hætti svo við. 13. júlí 2023 19:01 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. 9. ágúst 2023 22:53
„Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. 10. ágúst 2023 12:09
„Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02
Lögreglan mætti til að bera konuna út en hætti svo við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var mætt við búsetuúrræði flóttafólks síðdegis í dag til að bera út afganska konu og tólf ára gamlan son hennar, en hætti svo við. 13. júlí 2023 19:01