Mickelson hafi veðjað yfir 130 milljörðum á seinustu þrem áratugum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. ágúst 2023 22:45 Atvinnufjárhættuspilarinn Billy Walters segir að Phil Mickelson hafi tapað um 100 milljónum dollara í veðmálum sínum. Charlie Crowhurst/R&A/R&A via Getty Images Atvinnufjárhættuspilarinn Billy Walters greinir frá því í væntanlegri bók sinni að kylfingurinn Phil Mickelson hafi veðjað meira en einum milljarði bandaríkjadollara á hinar ýmsu íþróttir síðustu þrjá áratugi, en það samsvarar rúmlega 130 milljörðum íslenskra króna. Í bók sinni, sem ber heitið Gambler: Secrets from a Life of Risk, fer Walters ítarlega yfir veðmálahegðun Mickelson á síðustu áratugum og samband þeirra, en Walters er talinn farsælasti fjárhættuspilari Bandaríkjanna. Í bókinni segir Walters frá því að á síðustu þremur áratugum hafi Mickelson líklega veðjað meira en einum milljarði dollara á hinar ýmsu íþróttir og þar á meðal hafi hann árið 2012 reynt að veðja 400 þúsund dollurum (52,6 milljónum íslenskra króna) á sig og liðsfélaga sína í bandaríska liðinu í Ryder-bikarnum. Over the last three decades, Phil Mickelson allegedly:-Lost close to $100 million gambling-Tried to bet on a Ryder Cup he was competing in-Made 43 bets on MLB games in ONE DAY(via Billy Walters, h/t Fire Pit Collective) pic.twitter.com/LM31FDaV6j— Bleacher Report (@BleacherReport) August 10, 2023 Þá segir Walters einnig frá því að samkvæmt hans heimildum hafi Mickelson á árunum 2010 til 2014 hafi Mickelson 858 sinnum veðjað 220 þúsund dollurum og í 1.115 skipti hafi hann veðjað 110 þúsund dollurum. Samkvæmt grófum útreikningum Walters hefur kylfingurinn tapað yfr 100 milljónum dollara á seinustu þremur áratugum, en það samsvarar um 13 milljörðum íslenskra króna. Golf Fjárhættuspil Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Í bók sinni, sem ber heitið Gambler: Secrets from a Life of Risk, fer Walters ítarlega yfir veðmálahegðun Mickelson á síðustu áratugum og samband þeirra, en Walters er talinn farsælasti fjárhættuspilari Bandaríkjanna. Í bókinni segir Walters frá því að á síðustu þremur áratugum hafi Mickelson líklega veðjað meira en einum milljarði dollara á hinar ýmsu íþróttir og þar á meðal hafi hann árið 2012 reynt að veðja 400 þúsund dollurum (52,6 milljónum íslenskra króna) á sig og liðsfélaga sína í bandaríska liðinu í Ryder-bikarnum. Over the last three decades, Phil Mickelson allegedly:-Lost close to $100 million gambling-Tried to bet on a Ryder Cup he was competing in-Made 43 bets on MLB games in ONE DAY(via Billy Walters, h/t Fire Pit Collective) pic.twitter.com/LM31FDaV6j— Bleacher Report (@BleacherReport) August 10, 2023 Þá segir Walters einnig frá því að samkvæmt hans heimildum hafi Mickelson á árunum 2010 til 2014 hafi Mickelson 858 sinnum veðjað 220 þúsund dollurum og í 1.115 skipti hafi hann veðjað 110 þúsund dollurum. Samkvæmt grófum útreikningum Walters hefur kylfingurinn tapað yfr 100 milljónum dollara á seinustu þremur áratugum, en það samsvarar um 13 milljörðum íslenskra króna.
Golf Fjárhættuspil Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira