„Við vitum að verkefnið er erfitt en það eru alltaf einhverjir möguleikar“ Siggeir Ævarsson skrifar 9. ágúst 2023 22:18 Siggi Raggi á hliðarlínunni fyrr í sumar Visir/ Tjörvi Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var augljóslega mjög svekktur eftir dramatískt tap gegn HK þegar hann mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar strax eftir leik. HK tryggði sér sigurinn með tveimur mörkum á lokamínútu leiksins og í leiðinni stigin þrjú. „Þetta var taktískur leikur að mörgu leyti. Bæði liðin að passa sig og vildu ekki fá á sig skyndisóknir. Við komumst yfir og eigum að fá klárt víti þegar Sindri Snær er tekinn niður. Dómararnir sögðust ekki alveg hafa verið vissir í sinni sök en eftir því sem að mínir menn segja, búnir að sjá atvikið aftur í sjónvarpinu þá fannst þeim þetta vera víti en ég á eftir að sjá þetta aftur. Það er auðvitað drullu fúlt ef að þetta er að gerast leik eftir leik hjá okkur og einhvernveginn aldrei okkar meginn.“ Það loðir oft við liðin á botninum að það gangi lítið sem ekkert hjá þeim og það má því miður segja að það sé staðan hjá lánlausum Keflvíkingum. „Ég segi það sem þjálfari Keflavíkur sem er í botnbaráttunni að þá er þetta ofboðslega dýrt. Við fáum ekki mörg færi og erum litla liðið í mörgum af þessum leikjum. Við komum hingað á erfiðan útivöll og mér fannst við eiga að geta fengið eitthvað út úr þessum leik.“ „Í restina þá tókum við sénsinn og ég var að reyna að kalla á mennina til baka en það heyrðist lítið í mér á hliðarlínunni þannig að þeir skora þriðja markið sem skiptir svo sem ekki öllu máli. Við reyndum að ná jöfnunarmarkinu en þetta var afskaplega ódýrt markið sem að þeir fengu.“ Fyrri hálfleikur var mjög bragðdaufur svo vægt sé til orða tekið og lítið af opnum færum hjá báðum liðum. Sigurður segir að hann hafi lagt upp með það af hafa leikinn lokaðan og reyna að stöðva HK í að komast í skyndisóknir „Við ákváðum að spila lokaðan leik og fara varlega inn í leikinn. Við vildum ekki gefa þeim neinar skyndisóknir, þeir eru hættulegt skyndisóknarlið þannig að við reyndum að loka á ákveðnar sendingarleiðir hjá þeim og missa ekki boltann á hættulegum svæðum.“ „Þannig að við fórum extra varlega inn í leikinn og það var bara ákvörðun sem að við tókum. Það hefði verið allt í lagi að fara héðan með stig en við þurftum eiginlega þrjú stig þannig að það er mikið svekkelsi að fara með ekkert stig heim.“ Keflavík situr áfram fast á botninum og hafa ekki unnið leik síðan 10. apríl. Spurður út í framhaldið segir Sigurður að liðið þurfi bara að halda áfram og reyna sitt besta á meðan möguleiki er enn fyrir hendi að halda sér uppi. „Það er bara næsti leikur, ekki langt í Vals leikinn. Við þurfum bara að ná endurheimt og vera klárir í þann leik. Það eru enn níu leikir eftir, 27 stig í boði og síðast þegar ég kíkti erum við sjö stigum frá öruggu sæti. Við eigum eftir að mæta liðunum sem eru með okkur í þessari botnbaráttu.Við vitum að verkefnið er erfitt en það eru alltaf einhverjir möguleikar og við reynum að stríða Völsurunum aðeins.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
„Þetta var taktískur leikur að mörgu leyti. Bæði liðin að passa sig og vildu ekki fá á sig skyndisóknir. Við komumst yfir og eigum að fá klárt víti þegar Sindri Snær er tekinn niður. Dómararnir sögðust ekki alveg hafa verið vissir í sinni sök en eftir því sem að mínir menn segja, búnir að sjá atvikið aftur í sjónvarpinu þá fannst þeim þetta vera víti en ég á eftir að sjá þetta aftur. Það er auðvitað drullu fúlt ef að þetta er að gerast leik eftir leik hjá okkur og einhvernveginn aldrei okkar meginn.“ Það loðir oft við liðin á botninum að það gangi lítið sem ekkert hjá þeim og það má því miður segja að það sé staðan hjá lánlausum Keflvíkingum. „Ég segi það sem þjálfari Keflavíkur sem er í botnbaráttunni að þá er þetta ofboðslega dýrt. Við fáum ekki mörg færi og erum litla liðið í mörgum af þessum leikjum. Við komum hingað á erfiðan útivöll og mér fannst við eiga að geta fengið eitthvað út úr þessum leik.“ „Í restina þá tókum við sénsinn og ég var að reyna að kalla á mennina til baka en það heyrðist lítið í mér á hliðarlínunni þannig að þeir skora þriðja markið sem skiptir svo sem ekki öllu máli. Við reyndum að ná jöfnunarmarkinu en þetta var afskaplega ódýrt markið sem að þeir fengu.“ Fyrri hálfleikur var mjög bragðdaufur svo vægt sé til orða tekið og lítið af opnum færum hjá báðum liðum. Sigurður segir að hann hafi lagt upp með það af hafa leikinn lokaðan og reyna að stöðva HK í að komast í skyndisóknir „Við ákváðum að spila lokaðan leik og fara varlega inn í leikinn. Við vildum ekki gefa þeim neinar skyndisóknir, þeir eru hættulegt skyndisóknarlið þannig að við reyndum að loka á ákveðnar sendingarleiðir hjá þeim og missa ekki boltann á hættulegum svæðum.“ „Þannig að við fórum extra varlega inn í leikinn og það var bara ákvörðun sem að við tókum. Það hefði verið allt í lagi að fara héðan með stig en við þurftum eiginlega þrjú stig þannig að það er mikið svekkelsi að fara með ekkert stig heim.“ Keflavík situr áfram fast á botninum og hafa ekki unnið leik síðan 10. apríl. Spurður út í framhaldið segir Sigurður að liðið þurfi bara að halda áfram og reyna sitt besta á meðan möguleiki er enn fyrir hendi að halda sér uppi. „Það er bara næsti leikur, ekki langt í Vals leikinn. Við þurfum bara að ná endurheimt og vera klárir í þann leik. Það eru enn níu leikir eftir, 27 stig í boði og síðast þegar ég kíkti erum við sjö stigum frá öruggu sæti. Við eigum eftir að mæta liðunum sem eru með okkur í þessari botnbaráttu.Við vitum að verkefnið er erfitt en það eru alltaf einhverjir möguleikar og við reynum að stríða Völsurunum aðeins.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira