Vestfirðir verði áfram jaðarsettir í nýrri samgönguáætlun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. ágúst 2023 21:59 Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi Kerecis ritar undir umsögn fyrirtækis síns. Vísir/Arnar Lækningavörufyrirtækið Kerecis lýsir yfir miklum vonbrigðum með fyrirliggjandi samgönguáætlun og segir Vestfirði áfram verða jaðarsetta, verði hún að veruleika. Fyrirtækið segir skattgreiðslur af nýlegri sölu fyrirtækisins duga einar og sér til að koma vegum landshlutans, sem eru sagðir með öllu óviðunandi, í viðunandi horf. Þetta kemur fram í umsögn fyrirtækisins um samgönguáætlun sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda. Undir umsögnina ritar forstjórinn Guðmundur Fertram Sigurjónsson. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnti samgönguáætlun til næstu fimmtán ára í júní. Þar er gert ráð fyrir að 909 milljarðar króna verði varið í samgöngur á tímabilinu. Auknu fjármagni verði varið í innanlandsflugvelli og einbreiðum brúm á hringveginum útrýmt. Kerecis var í júlí á þessu ári selt danska fyrirtækinu Coloplast á 176 milljarða íslenskra króna.vísir/arnar Skatttekjur Kerecis dugi til að koma vegasamgöngum í lag Í umsögn Kerecis segir að vegakerfi Vestfjarða sé það lang lakasta á landinu og svo verði staðan ennþá árið 2038. „Vestfirðir þurfa að njóta forgangs þegar fjármunum til samgöngumála er úthlutað þannig að hægt sé að vinna upp þá samgönguskuld sem byggst hefur upp á svæðinu frá upphafi vegagerðar á Íslandi,“ segir í umsögninni.“ Þá er fjallað um skatttekjur sem muni hljótast af sölu Kerecis til danska fyrirtækisins Koloplast, sem og tekjur af laxeldi og öðrum atvinnugreinum muni nema 150 milljörðum króna „innan nokkurra ára“. Þessar tvær atvinnugreinar hafi auk þess snúið við neikvæðri íbúaþróun á síðust árum. „Útflutningsverðmæti af fiskafurðum snarhækkar, áhrifin á gengi krónunnar eru jákvæð og skattsporið af starfseminni er stórt. Þannig má færa rök fyrir því, að skattgreiðslur í kjölfar nýlegrar sölu Kerecis dugi einar og sér til að koma vegasamgöngum milli Ísafjarðar og Reykjavíkur í viðunandi horf.“ Vestfjarðarlína Lagt er til nútíma gatnakerfi sem er sagt „leiðrétta samgönguskuld“ sem hafi orðið til við Vestfirði undanfarna áratugi. Úr umsögn Kerecis. Rautt: „Vestfjarðalína“, láglendisvegur til höfuðborgarsvæðisins. Svart: Jarðgöng á meginlínu. Fjólublátt: Jarðgöng á hliðarlínu.skjáskot „Hún er grunnur þess að efnahagsævintýrið sem er í uppsiglingu á Vestfjörðum haldi áfram og byggir á borgararéttindum Vestfirðinga, þörfum atvinnulífs og mannlífs á Vestfjörðum. Vestfjarðarlínan samanstendur af nútíma gatnakerfi með þremur meginjarðgöngum (Brattabrekka, Klettsháls, Dynjandisheiði) og þremur bæjarfélagajarðgöngum sem tengja Patreksfjörð, Tálknafjörð, Bíldudal og Súðavík með láglendisveg við Vestjarðalínuna. Drögin að samgönguáætlun ganga miklu skemur að umfangi en Vestfjarðarlínan sem er óásættanlegt.“ Efnahagsævintýri sem verður að halda áfram Þá segir að samgöngur til Ísafjarðar eigi að vera sambærilegar þeim til Akureyrar. „Höfuðstaðir landshlutanna gegna mikilvægu hlutverki og brýnt að opinberir aðilar gæti jafnræðis við úthlutun fjár sem á að auka lífsgæði íbúa. Samgöngusamanburður við Akureyri er afar óhagstæður fyrir Ísafjörð, bæði varðandi vega- og flugsamgöngur.“ Að lokum segir: „Til að þetta efnahagsævintýri geti haldið áfram og vægi Vestjarða náð aftur sínum fyrri styrk, og borgaraleg réttindi Vestfirðinga varðandi samgöngur til jafns við aðra nái fram, er lífsnauðsynlegt að forgangsraða fjármunum til samgönguuppbyggingar til Vestfjarða á kostnað annarra landshluta. Núverandi drög að samgönguáætlun gera það ekki og er áætlunin því ósásættanleg.“ Ísafjarðarbær Byggðamál Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir 909 milljarðar í samgöngur og einbreiðum brúm á þjóðvegi 1 útrýmt Tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra að samgönguáætlun til næsti fimmtán ára gerir ráð fyrir að 909 milljarðar króna verði varið í samgöngur á tímabilinu. Auknu fjármagni verði varið í innanlandsflugvelli og einbreiðum brúm á hringveginum útrýmt. 13. júní 2023 13:20 Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Coloplast kaupir Kerecis fyrir 176 milljarða króna Danska fyrirtækið Coloplast hefur samþykkt að kaupa íslenska fyrirtækið Kerecis fyrir 1,3 milljarð Bandaríkjadala, eða 176 milljarða íslenskra króna. 7. júlí 2023 08:20 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn fyrirtækisins um samgönguáætlun sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda. Undir umsögnina ritar forstjórinn Guðmundur Fertram Sigurjónsson. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnti samgönguáætlun til næstu fimmtán ára í júní. Þar er gert ráð fyrir að 909 milljarðar króna verði varið í samgöngur á tímabilinu. Auknu fjármagni verði varið í innanlandsflugvelli og einbreiðum brúm á hringveginum útrýmt. Kerecis var í júlí á þessu ári selt danska fyrirtækinu Coloplast á 176 milljarða íslenskra króna.vísir/arnar Skatttekjur Kerecis dugi til að koma vegasamgöngum í lag Í umsögn Kerecis segir að vegakerfi Vestfjarða sé það lang lakasta á landinu og svo verði staðan ennþá árið 2038. „Vestfirðir þurfa að njóta forgangs þegar fjármunum til samgöngumála er úthlutað þannig að hægt sé að vinna upp þá samgönguskuld sem byggst hefur upp á svæðinu frá upphafi vegagerðar á Íslandi,“ segir í umsögninni.“ Þá er fjallað um skatttekjur sem muni hljótast af sölu Kerecis til danska fyrirtækisins Koloplast, sem og tekjur af laxeldi og öðrum atvinnugreinum muni nema 150 milljörðum króna „innan nokkurra ára“. Þessar tvær atvinnugreinar hafi auk þess snúið við neikvæðri íbúaþróun á síðust árum. „Útflutningsverðmæti af fiskafurðum snarhækkar, áhrifin á gengi krónunnar eru jákvæð og skattsporið af starfseminni er stórt. Þannig má færa rök fyrir því, að skattgreiðslur í kjölfar nýlegrar sölu Kerecis dugi einar og sér til að koma vegasamgöngum milli Ísafjarðar og Reykjavíkur í viðunandi horf.“ Vestfjarðarlína Lagt er til nútíma gatnakerfi sem er sagt „leiðrétta samgönguskuld“ sem hafi orðið til við Vestfirði undanfarna áratugi. Úr umsögn Kerecis. Rautt: „Vestfjarðalína“, láglendisvegur til höfuðborgarsvæðisins. Svart: Jarðgöng á meginlínu. Fjólublátt: Jarðgöng á hliðarlínu.skjáskot „Hún er grunnur þess að efnahagsævintýrið sem er í uppsiglingu á Vestfjörðum haldi áfram og byggir á borgararéttindum Vestfirðinga, þörfum atvinnulífs og mannlífs á Vestfjörðum. Vestfjarðarlínan samanstendur af nútíma gatnakerfi með þremur meginjarðgöngum (Brattabrekka, Klettsháls, Dynjandisheiði) og þremur bæjarfélagajarðgöngum sem tengja Patreksfjörð, Tálknafjörð, Bíldudal og Súðavík með láglendisveg við Vestjarðalínuna. Drögin að samgönguáætlun ganga miklu skemur að umfangi en Vestfjarðarlínan sem er óásættanlegt.“ Efnahagsævintýri sem verður að halda áfram Þá segir að samgöngur til Ísafjarðar eigi að vera sambærilegar þeim til Akureyrar. „Höfuðstaðir landshlutanna gegna mikilvægu hlutverki og brýnt að opinberir aðilar gæti jafnræðis við úthlutun fjár sem á að auka lífsgæði íbúa. Samgöngusamanburður við Akureyri er afar óhagstæður fyrir Ísafjörð, bæði varðandi vega- og flugsamgöngur.“ Að lokum segir: „Til að þetta efnahagsævintýri geti haldið áfram og vægi Vestjarða náð aftur sínum fyrri styrk, og borgaraleg réttindi Vestfirðinga varðandi samgöngur til jafns við aðra nái fram, er lífsnauðsynlegt að forgangsraða fjármunum til samgönguuppbyggingar til Vestfjarða á kostnað annarra landshluta. Núverandi drög að samgönguáætlun gera það ekki og er áætlunin því ósásættanleg.“
Ísafjarðarbær Byggðamál Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir 909 milljarðar í samgöngur og einbreiðum brúm á þjóðvegi 1 útrýmt Tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra að samgönguáætlun til næsti fimmtán ára gerir ráð fyrir að 909 milljarðar króna verði varið í samgöngur á tímabilinu. Auknu fjármagni verði varið í innanlandsflugvelli og einbreiðum brúm á hringveginum útrýmt. 13. júní 2023 13:20 Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Coloplast kaupir Kerecis fyrir 176 milljarða króna Danska fyrirtækið Coloplast hefur samþykkt að kaupa íslenska fyrirtækið Kerecis fyrir 1,3 milljarð Bandaríkjadala, eða 176 milljarða íslenskra króna. 7. júlí 2023 08:20 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
909 milljarðar í samgöngur og einbreiðum brúm á þjóðvegi 1 útrýmt Tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra að samgönguáætlun til næsti fimmtán ára gerir ráð fyrir að 909 milljarðar króna verði varið í samgöngur á tímabilinu. Auknu fjármagni verði varið í innanlandsflugvelli og einbreiðum brúm á hringveginum útrýmt. 13. júní 2023 13:20
Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00
Coloplast kaupir Kerecis fyrir 176 milljarða króna Danska fyrirtækið Coloplast hefur samþykkt að kaupa íslenska fyrirtækið Kerecis fyrir 1,3 milljarð Bandaríkjadala, eða 176 milljarða íslenskra króna. 7. júlí 2023 08:20