Botnar ekkert í háværum orðrómi um að Fiskidagurinn snúi ekki aftur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2023 12:04 Júlíus Júlíusson er framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík. Orðrómur um að Fiskidagurinn mikli á Dalvík í ár verði sá síðasti er óskiljanlegur, að sögn framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Hann hefur ekki hugmynd um hvaðan hann kom og segist spenntur að geta loksins haldið upp á tuttugu ára afmæli hátíðarinnar, tuttugu og þremur árum eftir stofnun hennar. Fréttastofu barst ábending þess efnis að hávær orðrómur gengi nú um Dalvík, um að Fiskidagurinn mikli í ár yrði sá síðasti. Hátíðin er fer fram dagana 11. til 13. ágúst. Framkvæmdastjórinn botnar ekkert í sögusögnum um að hátíðin verði ekki haldin aftur að ári. „Þetta hefur sannarlega verið hávært og við sem sitjum við borð framkvæmdanefndar lítum á hvorn annan og bara „Hvaðan kemur þetta og af hverju?““ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins. Aldrei hafi komið til umræðu að hátíðin í ár yrði sú síðasta. „Og við erum búin að hitta marga sem segja „Ég ætla að koma, þetta er nú síðasta skiptið.“ En ekki vissi ég það.“ Hátíðin fagnar nú 20 ára afmæli, þrátt fyrir að hafa verið haldin fyrst fyrir 23 árum. Næstu þrjú ár var hún slegin af vegna kórónuveirufaraldursins. „Þannig að núna erum við loksins að halda upp á 20 ára afmælið. Og það er gaman að geta loksins farið af stað aftur.“ Renna blint í sjóinn með fjöldann Von er á fjölda fólks til Dalvíkur, og einhverjir spenntir gestir þegar mættir. „Það er alltaf rosalega erfitt fyrir okkur, þar sem við seljum enga miða eða neitt, að nefna. En við gerum bara ráð fyrir þessu meðaltali sem hefur verið, um þrjátíu þúsund manns. Það er bara þannig.“ Dagskrána á stóra sviðinu má sjá að neðan en auk þess má finna dagskrá á hátíðarsvæðinu og í bænum. Dagskrá Fiskidagsins 2023 11:00 – Setning: framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla11:05 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans11:10 – Litla Fiskidagsmessan: séra Erla Björk Jónsdóttir11:20 – Tónlistarskólinn á Tröllaskaga: framtíðarstjörnur11:45 – Dregið í ratleik Fiskidagsins mikla. Vertu á staðnum!12:00 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans12:05 – Vinir okkar úr Latabæ: afmælisstuð12:35 – Snævar og Erla12:50 – Hljómsveitin Skandall13:10 – Sæborg rokkar.13:25 - Hlynur Snær og dætur: Fiskidagslagið ´23 og fl.13:45 – Heiðrun: Svanfríður Jónasdóttir14:15 - Ræðumaður dagsins: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands14:25 – Teigabandið de luxe: Syngjum og dönsum með14:55 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans15:05 - Okkar maður, Friðrik Ómar, ásamt gestum15:25 - Tómið: Þröstur, Þorsteinn og félagar15:40 - Salka Kvennakór: geislandi Sölkur16:00 – Þjóðalagabandið Klisja16:20 –Fiskidagsvinirnir frá Sunny Kef. Sunnuhvoll - Keflavík16:50 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans16.55 – Lokaorð17:00 – Fiskideginum mikla 2023 slitið Mögulega geti gestirnir þó orðið enn fleiri, þar sem hátíðin hefur ekki farið fram síðan 2019. „Og kannski út af þessari skrýtnu umræðu um að þetta sé síðasta skiptið, og það allt saman. Jú, jú, við eigum alveg von á því, en svo kemur þetta bara í ljós,“ segir Júlíus að lokum. Fiskidagstónleikarnir fara svo fram að kvöldi Fiskidagsins á hafnarsvæðinu klukkan 21:45 og svo flugeldasýning rétt áður en klukkan slær miðnætti. Fiskidagurinn mikli Dalvíkurbyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Sjá meira
Fréttastofu barst ábending þess efnis að hávær orðrómur gengi nú um Dalvík, um að Fiskidagurinn mikli í ár yrði sá síðasti. Hátíðin er fer fram dagana 11. til 13. ágúst. Framkvæmdastjórinn botnar ekkert í sögusögnum um að hátíðin verði ekki haldin aftur að ári. „Þetta hefur sannarlega verið hávært og við sem sitjum við borð framkvæmdanefndar lítum á hvorn annan og bara „Hvaðan kemur þetta og af hverju?““ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins. Aldrei hafi komið til umræðu að hátíðin í ár yrði sú síðasta. „Og við erum búin að hitta marga sem segja „Ég ætla að koma, þetta er nú síðasta skiptið.“ En ekki vissi ég það.“ Hátíðin fagnar nú 20 ára afmæli, þrátt fyrir að hafa verið haldin fyrst fyrir 23 árum. Næstu þrjú ár var hún slegin af vegna kórónuveirufaraldursins. „Þannig að núna erum við loksins að halda upp á 20 ára afmælið. Og það er gaman að geta loksins farið af stað aftur.“ Renna blint í sjóinn með fjöldann Von er á fjölda fólks til Dalvíkur, og einhverjir spenntir gestir þegar mættir. „Það er alltaf rosalega erfitt fyrir okkur, þar sem við seljum enga miða eða neitt, að nefna. En við gerum bara ráð fyrir þessu meðaltali sem hefur verið, um þrjátíu þúsund manns. Það er bara þannig.“ Dagskrána á stóra sviðinu má sjá að neðan en auk þess má finna dagskrá á hátíðarsvæðinu og í bænum. Dagskrá Fiskidagsins 2023 11:00 – Setning: framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla11:05 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans11:10 – Litla Fiskidagsmessan: séra Erla Björk Jónsdóttir11:20 – Tónlistarskólinn á Tröllaskaga: framtíðarstjörnur11:45 – Dregið í ratleik Fiskidagsins mikla. Vertu á staðnum!12:00 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans12:05 – Vinir okkar úr Latabæ: afmælisstuð12:35 – Snævar og Erla12:50 – Hljómsveitin Skandall13:10 – Sæborg rokkar.13:25 - Hlynur Snær og dætur: Fiskidagslagið ´23 og fl.13:45 – Heiðrun: Svanfríður Jónasdóttir14:15 - Ræðumaður dagsins: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands14:25 – Teigabandið de luxe: Syngjum og dönsum með14:55 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans15:05 - Okkar maður, Friðrik Ómar, ásamt gestum15:25 - Tómið: Þröstur, Þorsteinn og félagar15:40 - Salka Kvennakór: geislandi Sölkur16:00 – Þjóðalagabandið Klisja16:20 –Fiskidagsvinirnir frá Sunny Kef. Sunnuhvoll - Keflavík16:50 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans16.55 – Lokaorð17:00 – Fiskideginum mikla 2023 slitið Mögulega geti gestirnir þó orðið enn fleiri, þar sem hátíðin hefur ekki farið fram síðan 2019. „Og kannski út af þessari skrýtnu umræðu um að þetta sé síðasta skiptið, og það allt saman. Jú, jú, við eigum alveg von á því, en svo kemur þetta bara í ljós,“ segir Júlíus að lokum. Fiskidagstónleikarnir fara svo fram að kvöldi Fiskidagsins á hafnarsvæðinu klukkan 21:45 og svo flugeldasýning rétt áður en klukkan slær miðnætti.
Dagskrá Fiskidagsins 2023 11:00 – Setning: framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla11:05 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans11:10 – Litla Fiskidagsmessan: séra Erla Björk Jónsdóttir11:20 – Tónlistarskólinn á Tröllaskaga: framtíðarstjörnur11:45 – Dregið í ratleik Fiskidagsins mikla. Vertu á staðnum!12:00 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans12:05 – Vinir okkar úr Latabæ: afmælisstuð12:35 – Snævar og Erla12:50 – Hljómsveitin Skandall13:10 – Sæborg rokkar.13:25 - Hlynur Snær og dætur: Fiskidagslagið ´23 og fl.13:45 – Heiðrun: Svanfríður Jónasdóttir14:15 - Ræðumaður dagsins: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands14:25 – Teigabandið de luxe: Syngjum og dönsum með14:55 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans15:05 - Okkar maður, Friðrik Ómar, ásamt gestum15:25 - Tómið: Þröstur, Þorsteinn og félagar15:40 - Salka Kvennakór: geislandi Sölkur16:00 – Þjóðalagabandið Klisja16:20 –Fiskidagsvinirnir frá Sunny Kef. Sunnuhvoll - Keflavík16:50 – Fiskidagslagið: Matti og Friðrik Ómar & dans16.55 – Lokaorð17:00 – Fiskideginum mikla 2023 slitið
Fiskidagurinn mikli Dalvíkurbyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Sjá meira