Messi hefur skorað sjö mörk í fjórum fyrstu leikjum sínum þar af tvennu í öllum þremur byrjunarliðsleikjunum og tvö mörk beint úr aukaspyrnu á lokamínútum leikja.
Meðalmiðaverð á leiki Inter Miami áður en Messi kom voru 31 Bandaríkjadalur eða rétt rúmlega fjögur þúsund krónur.
Meðalmiðaverðið á leikina eftir komi Messi eru 252 Bandaríkjadalir eða 33 þúsund og fjögur hundruð krónum betur.
Þetta er átta hundruð prósent hækkun.
Fyrstu fjórir leikir Messi hafa verið í deildabikarnum milli liða í Bandaríkjunum og Mexíkó en mikil spenna er fyrir fyrsta leik argentínska snillingsins í MLS-deildinni sjálfri.