„Við getum talað um allt og það er sjaldgæft“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2023 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru miklar vinkonur og líka í miðri keppni. @nobull Íslensku vinkonurnar og tvöföldu heimsmeistararnir kunna að skemmta sér og öðrum á keppnisgólfinu og vinskapur þeirra fer ekkert á milli mála þegar þær keppa á stærsta sviði CrossFit íþróttarinnar. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir eru báðar meðal þrettán hraustustu CrossFit kvenna heimsins í ár en þetta varð ljóst eftir að keppni á heimsleikunum lauk um Verslunarmannahelgina. Katrín Tanja endaði frábærlega og náði sjöunda sætinu en Anníe Mist gaf aðeins eftir í lokin og varð að sætta sig við þrettánda sætið. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Faðmlag Anníe Mistar og Katrínar Tönju eftir dramatískan endi á níundu grein heimsleikanna var án efa ein af fallegustu stundum helgarinnar. Dave Castro, einn af þeim háttsettustu hjá CrossFit samtökunum, fjallaði sérstaklega um það á sinni síðu, það gerði Morning Chalk up vefurinn sem og bæði síður heimsleikanna og ESPN sem sýndi beint frá heimsleikunum. Anníe Mist og Katrín Tanja voru þarna í kapphlaupi við tímann að ná gildri lyftu áður en tíminn rann út. Anníe hafði mistekist að koma upp 86 kílóum í snöruninni en náði að bæta úr því rétt áður en tíminn kláraðist. Katrín Tanja náði þá líka að lyfta 84,3 kílóum í snörun áður en þær fóru síðan í jafnhendinguna og kláruðu greinina af krafti. Eftir hana föðmuðust þær kátar eins og bestu vinkonurnar sem þær eru. Anníe Mist var spurð út í þetta eftir greinina. „Það var svo gott að hafa Kat þarna með mér. Það skiptir svo miklu máli að eiga hana sem bestu vinkonu. Hún veit um og þekkir allt á eigin skinni sem þú þarft að ganga í gegnum í æfingunum, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Anníe Mist. „Við getum talað um allt og það er sjaldgæft. Ég tek það ekki sem sjálfsögðum hlut. Það er mjög sérstakt,“ sagði Anníe. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir eru báðar meðal þrettán hraustustu CrossFit kvenna heimsins í ár en þetta varð ljóst eftir að keppni á heimsleikunum lauk um Verslunarmannahelgina. Katrín Tanja endaði frábærlega og náði sjöunda sætinu en Anníe Mist gaf aðeins eftir í lokin og varð að sætta sig við þrettánda sætið. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Faðmlag Anníe Mistar og Katrínar Tönju eftir dramatískan endi á níundu grein heimsleikanna var án efa ein af fallegustu stundum helgarinnar. Dave Castro, einn af þeim háttsettustu hjá CrossFit samtökunum, fjallaði sérstaklega um það á sinni síðu, það gerði Morning Chalk up vefurinn sem og bæði síður heimsleikanna og ESPN sem sýndi beint frá heimsleikunum. Anníe Mist og Katrín Tanja voru þarna í kapphlaupi við tímann að ná gildri lyftu áður en tíminn rann út. Anníe hafði mistekist að koma upp 86 kílóum í snöruninni en náði að bæta úr því rétt áður en tíminn kláraðist. Katrín Tanja náði þá líka að lyfta 84,3 kílóum í snörun áður en þær fóru síðan í jafnhendinguna og kláruðu greinina af krafti. Eftir hana föðmuðust þær kátar eins og bestu vinkonurnar sem þær eru. Anníe Mist var spurð út í þetta eftir greinina. „Það var svo gott að hafa Kat þarna með mér. Það skiptir svo miklu máli að eiga hana sem bestu vinkonu. Hún veit um og þekkir allt á eigin skinni sem þú þarft að ganga í gegnum í æfingunum, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Anníe Mist. „Við getum talað um allt og það er sjaldgæft. Ég tek það ekki sem sjálfsögðum hlut. Það er mjög sérstakt,“ sagði Anníe. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro
CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Sjá meira