Kæra mann fyrir kajakferð út í Surtsey Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. ágúst 2023 13:03 Sigrún Ágústdóttir er forstjóri Umhverfisstofnunar. Vísir Umhverfisstofnun hefur kært mann sem fór í óleyfi út í Surtsey og birti myndband af ferðinni á samfélagsmiðlinum TikTok, til lögreglu. Forstjóri Umhverfisstofnunar beinir því til fólks að virða eyjuna. Ferðir þangað í leyfisleysi geti varðað fangelsi. Maðurinn, sem heitir Ágúst Halldórsson, birti myndbandið fyrir um viku síðan á TikTok. Í myndbandinu sést bæði náttúra Surtseyjar og Ágúst sjálfur. Við myndbandið skrifar hann að hann sé fyrstur í heiminum til að róa kajak út í eyjuna. Surtsey varð til fyrir um sextíu árum í neðansjávargosi. Menn urðu gossins fyrst varir að morgni 14. nóvember 1963 en það hélt áfram í meira en þrjú ár. Eyjan er friðuð og fær enginn að fara þangað nema brýn nauðsyn sé til. Ágúst vildi ekki ræða málið við fréttastofu að svo stöddu og sagðist vilja lesa kæruna fyrst. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir leyfi til að fara út í eyjuna fyrst og fremst veitt í vísindaskyni. Ágúst hafi ekki haft slíkt leyfi. @agusthall Fyrstur í heiminum til að róa á kayak út í Surtsey. Surtsey varð til í eldgosi árið 1963. I Wanna Be Adored - The Stone Roses „Surtsey er svona lifandi rannsóknarstofa, þar sem við erum að fylgjast með hvernig lífverur nema land í eyjunni. Þetta var ákveðið strax við friðlýsingu Surtseyjar,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. „Markmiðið er sem sagt að fylgjast með því, án utanaðkomandi truflana. Þess vegna er búnaður meðal annars hreinsaður áður en farið er í land í eyjunni.“ Lögregla ákveði næstu skref Að fara út í eyjuna án leyfis geti verið refsivert. „Það getur verið sektir eða fangelsi. Það er auðvitað bara lögreglustjórans í Vestmannaeyjum að meta hvað er viðeigandi viðbrögð í þessu máli.“ Friðlýsingarskilmálar Surtseyjar séu strangari en gengur og gerist, vegna sérstöðu hennar. „Fólk er almennt velkomið á friðlýst svæði, sem eru fjölbreytt og skemmtileg. Þannig að þetta er óvenjulega strangt.“ Sigrún er með einföld skilaboð til þeirra sem gætu látið sér detta í hug að leika Surtseyjarförina eftir. „Bara bera virðingu fyrir þessari eyju, eins og oftast er gert.“ Surtsey Lögreglumál Umhverfismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Maðurinn, sem heitir Ágúst Halldórsson, birti myndbandið fyrir um viku síðan á TikTok. Í myndbandinu sést bæði náttúra Surtseyjar og Ágúst sjálfur. Við myndbandið skrifar hann að hann sé fyrstur í heiminum til að róa kajak út í eyjuna. Surtsey varð til fyrir um sextíu árum í neðansjávargosi. Menn urðu gossins fyrst varir að morgni 14. nóvember 1963 en það hélt áfram í meira en þrjú ár. Eyjan er friðuð og fær enginn að fara þangað nema brýn nauðsyn sé til. Ágúst vildi ekki ræða málið við fréttastofu að svo stöddu og sagðist vilja lesa kæruna fyrst. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir leyfi til að fara út í eyjuna fyrst og fremst veitt í vísindaskyni. Ágúst hafi ekki haft slíkt leyfi. @agusthall Fyrstur í heiminum til að róa á kayak út í Surtsey. Surtsey varð til í eldgosi árið 1963. I Wanna Be Adored - The Stone Roses „Surtsey er svona lifandi rannsóknarstofa, þar sem við erum að fylgjast með hvernig lífverur nema land í eyjunni. Þetta var ákveðið strax við friðlýsingu Surtseyjar,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. „Markmiðið er sem sagt að fylgjast með því, án utanaðkomandi truflana. Þess vegna er búnaður meðal annars hreinsaður áður en farið er í land í eyjunni.“ Lögregla ákveði næstu skref Að fara út í eyjuna án leyfis geti verið refsivert. „Það getur verið sektir eða fangelsi. Það er auðvitað bara lögreglustjórans í Vestmannaeyjum að meta hvað er viðeigandi viðbrögð í þessu máli.“ Friðlýsingarskilmálar Surtseyjar séu strangari en gengur og gerist, vegna sérstöðu hennar. „Fólk er almennt velkomið á friðlýst svæði, sem eru fjölbreytt og skemmtileg. Þannig að þetta er óvenjulega strangt.“ Sigrún er með einföld skilaboð til þeirra sem gætu látið sér detta í hug að leika Surtseyjarförina eftir. „Bara bera virðingu fyrir þessari eyju, eins og oftast er gert.“
Surtsey Lögreglumál Umhverfismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira