„Ég veit ekki einu sinni hvernig útiklefinn lítur út“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. ágúst 2023 12:31 Matthías er vanari því að spila í hvítu í Kaplakrika og mætir sem leikmaður gestaliðs á völlinn í fyrsta sinn í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Matthías Vilhjálmsson heldur á fornar slóðir þegar hans menn í Víkingi heimsækja FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Matthías var fyrirliði FH en skipti til Víkinga í vor og mun spila sinn fyrsta leik sem leikmaður gestaliðs í Krikanum í kvöld. „Það verður pottþétt sérstakt að labba inn í Krikann og hitta allt fólkið. Ég veit ekki einu sinni hvernig útiklefinn lítur út. Það verður sérstakt. En þegar upphitunin byrjar og leikurinn held ég að þetta verði fljótt að gleymast og einbeiting fer á verkefnið að ná í þrjú stig. Við vitum að þetta verður erfiður leikur,“ segir Matthías í samtali við Vísi um endurkomuna í Hafnarfjörð. Hann gerir þá ráð fyrir að FH-ingar mæti vel stemmdir til leiks eftir sigur á Keflavík í síðasta leik en síðustu þrír deildarleikir þar á undan töpuðust hjá Hafnfirðingum. „Ég býst við að þeir verði vel gíraðir. Ég þekki Heimi vel og mér finnst hann hafa gert flotta hluti með FH-liðið þó að úrslitin hafi ekki fallið með þeim. En þeir fengu mikilvægan sigur í Keflavík og ég býst við mjög erfiðum leik. FH hafa skorað töluvert af mörkum og eru alltaf hættulegir, sérstaklega í Krikanum,“ segir Matthías. Matthías hefur fundið sig vel á nýjum stað.Vísir/Hulda Margrét Fullir sjálfstrausts og ekkert ryð eftir helgina Víkingar hafa verið á gríðarlegri siglingu og eru með þriggja stiga forskot á Val á toppi deildarinnar og geta aukið það í sex stig með sigri í kvöld. Þeir unnu síðasta leik 6-0 gegn ÍBV og hafa ekki tapað leik síðan í lok maí, þeirra eina tap í deildinni. „Við mætum mjög gíraðir og vitum að það er hellingur eftir af mótinu. Við höfum verið rosalega fagmannlegir í öllum okkar leikjum og vonandi getum við haldið því áfram. Við erum með gríðarlega sterkan hóp, hvort sem litið er á þá sem byrja eða þeir sem koma inn á. Þeir eru allir að róa í sömu átt, sem er algjör lúxus fyrir okkur, og við þurfum að halda því áfram til að ná okkar markmiðum.“ Matthías segir þá að leikmenn Víkinga hafi tekið því rólega um verslunamannahelgina og ekkert ryð verði í mönnum. „Nei, mér sýndist það ekki á æfingu í gær. Það virkuðu allir vel gíraðir. Þegar maður er með leik svona stuttu eftir verslunarmannahelgi þá verða menn bara að fara í bústað eða til fjölskyldunnar og hafa það rólegt og spila eða slíkt. Það er ekkert svoleiðis hjá okkar liði,“ segir Matthías. Leikur FH og Víkings hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan sjö. Þá mætast einnig Fram og Fylkir á sama tíma en sá leikur er í beinni á Stöð 2 Besta deildin. Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Það verður pottþétt sérstakt að labba inn í Krikann og hitta allt fólkið. Ég veit ekki einu sinni hvernig útiklefinn lítur út. Það verður sérstakt. En þegar upphitunin byrjar og leikurinn held ég að þetta verði fljótt að gleymast og einbeiting fer á verkefnið að ná í þrjú stig. Við vitum að þetta verður erfiður leikur,“ segir Matthías í samtali við Vísi um endurkomuna í Hafnarfjörð. Hann gerir þá ráð fyrir að FH-ingar mæti vel stemmdir til leiks eftir sigur á Keflavík í síðasta leik en síðustu þrír deildarleikir þar á undan töpuðust hjá Hafnfirðingum. „Ég býst við að þeir verði vel gíraðir. Ég þekki Heimi vel og mér finnst hann hafa gert flotta hluti með FH-liðið þó að úrslitin hafi ekki fallið með þeim. En þeir fengu mikilvægan sigur í Keflavík og ég býst við mjög erfiðum leik. FH hafa skorað töluvert af mörkum og eru alltaf hættulegir, sérstaklega í Krikanum,“ segir Matthías. Matthías hefur fundið sig vel á nýjum stað.Vísir/Hulda Margrét Fullir sjálfstrausts og ekkert ryð eftir helgina Víkingar hafa verið á gríðarlegri siglingu og eru með þriggja stiga forskot á Val á toppi deildarinnar og geta aukið það í sex stig með sigri í kvöld. Þeir unnu síðasta leik 6-0 gegn ÍBV og hafa ekki tapað leik síðan í lok maí, þeirra eina tap í deildinni. „Við mætum mjög gíraðir og vitum að það er hellingur eftir af mótinu. Við höfum verið rosalega fagmannlegir í öllum okkar leikjum og vonandi getum við haldið því áfram. Við erum með gríðarlega sterkan hóp, hvort sem litið er á þá sem byrja eða þeir sem koma inn á. Þeir eru allir að róa í sömu átt, sem er algjör lúxus fyrir okkur, og við þurfum að halda því áfram til að ná okkar markmiðum.“ Matthías segir þá að leikmenn Víkinga hafi tekið því rólega um verslunamannahelgina og ekkert ryð verði í mönnum. „Nei, mér sýndist það ekki á æfingu í gær. Það virkuðu allir vel gíraðir. Þegar maður er með leik svona stuttu eftir verslunarmannahelgi þá verða menn bara að fara í bústað eða til fjölskyldunnar og hafa það rólegt og spila eða slíkt. Það er ekkert svoleiðis hjá okkar liði,“ segir Matthías. Leikur FH og Víkings hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan sjö. Þá mætast einnig Fram og Fylkir á sama tíma en sá leikur er í beinni á Stöð 2 Besta deildin.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira