Björgvin Karl píndi sig fyrir peningana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2023 08:31 Björgvin Karl Guðmundsson þurfti að berjast í gegnum bakmeiðsli á þessum heimsleikum. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson náði að klára heimsleikana í CrossFit og tryggja sér ellefta sætið þrátt fyrir að vera glíma við þráðlát bakmeiðsli í allt sumar. Björgvin Karl sagði frá meiðslum sínum eftir slaka grein þar sem hann endaði í 30. sæti og var augljóslega langt frá sínu besta. Björgvin viðurkenndi þá að það væru peningaverðlaunin sem héldu meiddum Björgvini gangandi en hann er atvinnumaður í CrossFit og allt tímabilið miðast við það að uppskera á heimsleikunum. „Mér líður ömurlega ef ég segi alveg eins og er,“ sagði Björgvin Karl Guðmundsson í samtali við fréttakonu Talking Elite Fitness. Hún vildi fá að vita hvað væri í gangi hjá okkar manni. View this post on Instagram A post shared by Talking Elite Fitness (@talkingelitefitness) „Ég hef verið meiddur í allt sumar eða síðan á undanúrslitamótinu. Ég hef kannski náð einni lyftingaræfingu á fjórum síðustu mánuðum,“ sagði Björgvin Karl sem er meiddur í baki. En hvað er hann að segja við sjálfan sig til að komast meiddur í gegnum svona krefjandi helgi eins og heimsleikarnir eru? „Að ná í peningana. Svo einfalt er það,“ sagði Björgvin Karl hreinskilinn. Ellefta sætið er enn merkilegri árangur hjá Björgvini miðað við þessar upplýsingar en hann hefur ekki verið neðar í níu ár og þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2014 sem hann er ekki í hópi tíu efstu. Björgvin Karl náði fjórða sætinu árið 2021 en hefur síðan dottið niður á tveimur heimsleikum í röð en hann varð í níunda sæti í fyrra og svo í ellefta sæti í ár. Ellefta sætið gaf Björgvini tuttugu þúsund Bandaríkjadali í verðlaunafé eða rúmar 2,6 milljónir. Hann hefði fengið tvöfalt meira hefði hann náð fimmta sætinu. CrossFit Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Sjá meira
Björgvin Karl sagði frá meiðslum sínum eftir slaka grein þar sem hann endaði í 30. sæti og var augljóslega langt frá sínu besta. Björgvin viðurkenndi þá að það væru peningaverðlaunin sem héldu meiddum Björgvini gangandi en hann er atvinnumaður í CrossFit og allt tímabilið miðast við það að uppskera á heimsleikunum. „Mér líður ömurlega ef ég segi alveg eins og er,“ sagði Björgvin Karl Guðmundsson í samtali við fréttakonu Talking Elite Fitness. Hún vildi fá að vita hvað væri í gangi hjá okkar manni. View this post on Instagram A post shared by Talking Elite Fitness (@talkingelitefitness) „Ég hef verið meiddur í allt sumar eða síðan á undanúrslitamótinu. Ég hef kannski náð einni lyftingaræfingu á fjórum síðustu mánuðum,“ sagði Björgvin Karl sem er meiddur í baki. En hvað er hann að segja við sjálfan sig til að komast meiddur í gegnum svona krefjandi helgi eins og heimsleikarnir eru? „Að ná í peningana. Svo einfalt er það,“ sagði Björgvin Karl hreinskilinn. Ellefta sætið er enn merkilegri árangur hjá Björgvini miðað við þessar upplýsingar en hann hefur ekki verið neðar í níu ár og þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2014 sem hann er ekki í hópi tíu efstu. Björgvin Karl náði fjórða sætinu árið 2021 en hefur síðan dottið niður á tveimur heimsleikum í röð en hann varð í níunda sæti í fyrra og svo í ellefta sæti í ár. Ellefta sætið gaf Björgvini tuttugu þúsund Bandaríkjadali í verðlaunafé eða rúmar 2,6 milljónir. Hann hefði fengið tvöfalt meira hefði hann náð fimmta sætinu.
CrossFit Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Sjá meira