Íslensku skátarnir yfirgefa alheimsmótið vegna fellibyls Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. ágúst 2023 07:29 Reynir Ólafsson, úr skátafélaginu Skjöldungum, er á meðal íslensku skátanna sem eru á alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu. Hann virðist ekki láta hitann á sig fá. Sigrún María Bjarnadóttir/Selma Björk Hauksdóttir Íslenski hópurinn sem er á alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu hefur ákveðið að yfirgefa svæðið í kvöld vegna frétta af fellibylnum Khanun sem stefnir beint á mótssvæðið. Hitabylgja hefur leikið skáta mótsins grátt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hörpu Ósk Valgeirsdóttur, skátahöfðingja. Þar segir að ákveðið hafi verið að rýma mótsvæðið í Suður-Kóreu á hádegi á morgun að kóreskum tíma vegna breytinga á stefnu fellibyls sem hefur leikið Japan grátt undanfarna daga og stefnir beint á mótssvæðið. Áætlað er að veðrið skelli á seinnipart fimmtudags og þá þurfi að vera búið að fjarlægja allt lauslegt af svæðinu. Íslenski hópurinn taki fréttum af fellibylnum af yfirvegun en hafi þó tekið ákvörðun um að yfirgefa svæðið strax í kvöld til að forðast mögulega óreiðu sem gæti skapast á morgun. Það henti hópnum einnig betur að pakka og ganga frá þegar sólin er ekki eins hátt á lofti. Það má segja að fellibylurinn sé punkturinn yfir i-ið á mótinu sem hefur gengið ansi brösulega fyrir sig. Mikil rigning og hitabylgja hefur leikið mótsgesti á mótinu og yfir hundrað þátttakendur hafa örmagnast í hitanum og leitað sér heilbrigðisaðstoðar. Mótið átti að fara fram frá 1. til 12. ágúst en nú er ljóst að vegna veðurs mun því ljúka fyrr. Í fyrradag yfirgáfu bandarískir og breskir skátar mótið vegna bágra aðstæðna en svo virðist sem svæðið hafi ekki höndlað að taka á móti þeim 50 þúsund skátum sem mættu til leiks. Yfirveguð en ætla fyrr heim Þá segir að íslenska fararstjórnin, með aðstoð frá Bandalagi íslenskra skáta, hafi verið með frátekin herbergi á heimavist í Seoul frá því að tvísýnt var hvort hægt var að klára mótið á sjálfu mótssvæðinu. Þau herbergi komi nú að góðum notum. Það hafi því verið auðvelt að fá rútur til þess að sækja hópinn og koma honum á áfangastað sem er sama heimavist og hópurinn gisti sína fyrstu daga á eftir komuna til Seoul. Fararstjórnir Íslands, Noregs og Danmerkur vinna náið saman í flutningi af svæðinu en þjóðirnar munu halda hópinn í Seoul. Hér fyrir neðan má sjá viðtal fréttastofu við fararstjóra íslenska hópsins í fyrradag. Suður-Kórea Íslendingar erlendis Náttúruhamfarir Skátar Tengdar fréttir Aðstæður mun betri á Alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu Aðstæður á Alheimsmóti skáta í Saemangeum í Suður-Kóreu eru að sögn framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra skáta mun betri en síðustu daga. Íslensku skátarnir geti nú leitað sér athvarfs í háskóla í Seúl en þeir stefni ekki á að nýta sér þann kost sem stendur. 6. ágúst 2023 21:22 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hörpu Ósk Valgeirsdóttur, skátahöfðingja. Þar segir að ákveðið hafi verið að rýma mótsvæðið í Suður-Kóreu á hádegi á morgun að kóreskum tíma vegna breytinga á stefnu fellibyls sem hefur leikið Japan grátt undanfarna daga og stefnir beint á mótssvæðið. Áætlað er að veðrið skelli á seinnipart fimmtudags og þá þurfi að vera búið að fjarlægja allt lauslegt af svæðinu. Íslenski hópurinn taki fréttum af fellibylnum af yfirvegun en hafi þó tekið ákvörðun um að yfirgefa svæðið strax í kvöld til að forðast mögulega óreiðu sem gæti skapast á morgun. Það henti hópnum einnig betur að pakka og ganga frá þegar sólin er ekki eins hátt á lofti. Það má segja að fellibylurinn sé punkturinn yfir i-ið á mótinu sem hefur gengið ansi brösulega fyrir sig. Mikil rigning og hitabylgja hefur leikið mótsgesti á mótinu og yfir hundrað þátttakendur hafa örmagnast í hitanum og leitað sér heilbrigðisaðstoðar. Mótið átti að fara fram frá 1. til 12. ágúst en nú er ljóst að vegna veðurs mun því ljúka fyrr. Í fyrradag yfirgáfu bandarískir og breskir skátar mótið vegna bágra aðstæðna en svo virðist sem svæðið hafi ekki höndlað að taka á móti þeim 50 þúsund skátum sem mættu til leiks. Yfirveguð en ætla fyrr heim Þá segir að íslenska fararstjórnin, með aðstoð frá Bandalagi íslenskra skáta, hafi verið með frátekin herbergi á heimavist í Seoul frá því að tvísýnt var hvort hægt var að klára mótið á sjálfu mótssvæðinu. Þau herbergi komi nú að góðum notum. Það hafi því verið auðvelt að fá rútur til þess að sækja hópinn og koma honum á áfangastað sem er sama heimavist og hópurinn gisti sína fyrstu daga á eftir komuna til Seoul. Fararstjórnir Íslands, Noregs og Danmerkur vinna náið saman í flutningi af svæðinu en þjóðirnar munu halda hópinn í Seoul. Hér fyrir neðan má sjá viðtal fréttastofu við fararstjóra íslenska hópsins í fyrradag.
Suður-Kórea Íslendingar erlendis Náttúruhamfarir Skátar Tengdar fréttir Aðstæður mun betri á Alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu Aðstæður á Alheimsmóti skáta í Saemangeum í Suður-Kóreu eru að sögn framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra skáta mun betri en síðustu daga. Íslensku skátarnir geti nú leitað sér athvarfs í háskóla í Seúl en þeir stefni ekki á að nýta sér þann kost sem stendur. 6. ágúst 2023 21:22 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Aðstæður mun betri á Alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu Aðstæður á Alheimsmóti skáta í Saemangeum í Suður-Kóreu eru að sögn framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra skáta mun betri en síðustu daga. Íslensku skátarnir geti nú leitað sér athvarfs í háskóla í Seúl en þeir stefni ekki á að nýta sér þann kost sem stendur. 6. ágúst 2023 21:22