„Við vinnum oft hérna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2023 17:49 Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét „Mér er smá létt eftir þessa dramatík hérna í restina,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 4-3 sigur hans manna á Breiðabliki í eina leik dagsins í Bestu deild karla sem fram fór á Kópavogsvelli. „Ég er bara ofboðslega ánægður með að vinna. Það er erfitt að koma hérna í Kópavoginn en okkur líður vel hér og við vinnum oft hérna og búnir að gera það undanfarin ár,“ „Ég verð samt að segja að við vorum nokkuð heppnir að fá bara þessi þrjú mörk á okkur. Blikar voru mjög góðir og sköpuðu mikið. Lengi vel leit nú ekki út fyrir að við ættum að vera yfir. Við nýttum bara okkar sénsa og færi vel og skoruðum loksins einhver mörk,“ segir Rúnar en KR hafði aðeins skorað 17 mörk í 17 leikjum fyrir leik dagsins. „Við vörðumst ágætlega en ekki mikið meira en það,“ segir Rúnar um vörn sinna manna. „Þetta var skrýtinn leikur. Það var ekkert brjálæðislegur kraftur í þeim, það var mikið dúllerí með boltann – sérstaklega hjá Blikum – en við vorum á móti fljótir að missa hann. Aðstæðurnar eru kannski bara þannig, það er verslunarmannahelgi og Blikar búnir að vera í þungu prógrammi. Það vantaði gæði í okkar spil og aðeins kraft í liðið, en Blikarnir eru mjög færir með boltann og þú þarft að leggja mikla vinnu í að stöðva það að þeir búi til sénsa og við reyndum að pressa á þá. En þegar það klikkar eru löng hlaup til baka. Þannig að menn voru orðnir þreyttir en sem betur fer nýttum við færin okkar vel og skoruðum úr skyndisóknum,“ segir Rúnar sem er ósáttur við að sínir menn hafi hleypt spennu í leikinn í lokin og misst 4-1 stöðu niður í 4-3. „Mér fannst Blikar vera hættir í tíu mínútur þegar annað markið kemur og þess vegna er ég fúll að við höfum hleypt þeim inn í leikinn aftur.“ KR hafði aðeins skorað 17 mörk í jafnmörgum leikjum fyrir daginn en fjögur mörk í dag gefi liðinu sjálfstraust. „Það gefur okkur fullt. Við erum búnir að skora alltof lítið í sumar og staðan í töflunni er kannski ágætis vísir um það að þú þarft að skora mörk til að vinna fótboltaleiki og við erum ekki búnir að vinna nægilega marga. En þetta gefur okkur sjálfstraust og trú á að það sé hægt að skora fleira en eitt mark í leik. Fjögur mörk á móti mjög góðu Blikaliði gefur okkur trú á að við getum skorað meira af mörkum,“ Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira
„Ég er bara ofboðslega ánægður með að vinna. Það er erfitt að koma hérna í Kópavoginn en okkur líður vel hér og við vinnum oft hérna og búnir að gera það undanfarin ár,“ „Ég verð samt að segja að við vorum nokkuð heppnir að fá bara þessi þrjú mörk á okkur. Blikar voru mjög góðir og sköpuðu mikið. Lengi vel leit nú ekki út fyrir að við ættum að vera yfir. Við nýttum bara okkar sénsa og færi vel og skoruðum loksins einhver mörk,“ segir Rúnar en KR hafði aðeins skorað 17 mörk í 17 leikjum fyrir leik dagsins. „Við vörðumst ágætlega en ekki mikið meira en það,“ segir Rúnar um vörn sinna manna. „Þetta var skrýtinn leikur. Það var ekkert brjálæðislegur kraftur í þeim, það var mikið dúllerí með boltann – sérstaklega hjá Blikum – en við vorum á móti fljótir að missa hann. Aðstæðurnar eru kannski bara þannig, það er verslunarmannahelgi og Blikar búnir að vera í þungu prógrammi. Það vantaði gæði í okkar spil og aðeins kraft í liðið, en Blikarnir eru mjög færir með boltann og þú þarft að leggja mikla vinnu í að stöðva það að þeir búi til sénsa og við reyndum að pressa á þá. En þegar það klikkar eru löng hlaup til baka. Þannig að menn voru orðnir þreyttir en sem betur fer nýttum við færin okkar vel og skoruðum úr skyndisóknum,“ segir Rúnar sem er ósáttur við að sínir menn hafi hleypt spennu í leikinn í lokin og misst 4-1 stöðu niður í 4-3. „Mér fannst Blikar vera hættir í tíu mínútur þegar annað markið kemur og þess vegna er ég fúll að við höfum hleypt þeim inn í leikinn aftur.“ KR hafði aðeins skorað 17 mörk í jafnmörgum leikjum fyrir daginn en fjögur mörk í dag gefi liðinu sjálfstraust. „Það gefur okkur fullt. Við erum búnir að skora alltof lítið í sumar og staðan í töflunni er kannski ágætis vísir um það að þú þarft að skora mörk til að vinna fótboltaleiki og við erum ekki búnir að vinna nægilega marga. En þetta gefur okkur sjálfstraust og trú á að það sé hægt að skora fleira en eitt mark í leik. Fjögur mörk á móti mjög góðu Blikaliði gefur okkur trú á að við getum skorað meira af mörkum,“
Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira